Fangageymslur fullar eftir nóttina Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 07:31 Það virðist hafa verið nokkuð mikið um ölvun víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/GVA Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu voru fullar eftir eril næturinnar og kvöldsins. Samkvæmt dagbók lögreglunnar gistu tólf í fangageymslu í nótt. Alls voru 97 mál bókuð í kerfum lögreglunnar. Karlmaður var handtekinn fyrir að slá annan mann með glerflösku á skemmtistað og annar handtekinn fyrir að selja fíkniefni úr bíl sínum í miðbænum. Kona var handtekin fyrir utan skemmtistað sem neitaði að segja til nafns en samkvæmt dagbók var hún óviðræðuhæf vegna ölvunar. Þá handtók lögreglan annan ölvaðan mann sem var með ísexi. Samkvæmt dagbók var hann afar rólegur og ekki að ógna neinum en var þó handtekinn og fluttur á lögreglustöð til viðræðna. Fleiri voru handteknir vegna ofurölvunar í bænum. Einhverjir fengu að fara heim á meðan aðrir voru vistaðir vegna ástands síns. Þá segir í dagbók að lögregla hafi einnig sinnt útkalli vegna hávaða í heimahúsi. Lögreglan á stöð 2 í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi sinnti útkalli vegna elds í bifreið en ekki er tilkynnt í dagbók hvar eldurinn átti sér stað. Lögregla í Kópavogi og Breiðholti sinnti svo útkalli vegna líkamsárásar á krá í hverfinu auk þess sem lögreglan fór í aðgerðir vegna gruns um fíkniefnasölu í hverfinu. Lögregla fann við húsleit fíkniefna sem hún telur að hafi verið ætlað til dreifingar. Lögregla í Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ var kölluð til vegna hóps ungmenna sem safnaðist saman á bílastæði. Eitt ungmennanna var með hafnaboltakylfu og mörg þeirra ölvuð. Þá sinnti lögregla einnig útkalli vegna skemmda á leikskóla. Tveir höfðu klifrað upp á þak og köstuðu steinum í rúður. Ekki kemur fram hvar bílastæðið eða leikskólinn eru. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Karlmaður var handtekinn fyrir að slá annan mann með glerflösku á skemmtistað og annar handtekinn fyrir að selja fíkniefni úr bíl sínum í miðbænum. Kona var handtekin fyrir utan skemmtistað sem neitaði að segja til nafns en samkvæmt dagbók var hún óviðræðuhæf vegna ölvunar. Þá handtók lögreglan annan ölvaðan mann sem var með ísexi. Samkvæmt dagbók var hann afar rólegur og ekki að ógna neinum en var þó handtekinn og fluttur á lögreglustöð til viðræðna. Fleiri voru handteknir vegna ofurölvunar í bænum. Einhverjir fengu að fara heim á meðan aðrir voru vistaðir vegna ástands síns. Þá segir í dagbók að lögregla hafi einnig sinnt útkalli vegna hávaða í heimahúsi. Lögreglan á stöð 2 í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi sinnti útkalli vegna elds í bifreið en ekki er tilkynnt í dagbók hvar eldurinn átti sér stað. Lögregla í Kópavogi og Breiðholti sinnti svo útkalli vegna líkamsárásar á krá í hverfinu auk þess sem lögreglan fór í aðgerðir vegna gruns um fíkniefnasölu í hverfinu. Lögregla fann við húsleit fíkniefna sem hún telur að hafi verið ætlað til dreifingar. Lögregla í Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ var kölluð til vegna hóps ungmenna sem safnaðist saman á bílastæði. Eitt ungmennanna var með hafnaboltakylfu og mörg þeirra ölvuð. Þá sinnti lögregla einnig útkalli vegna skemmda á leikskóla. Tveir höfðu klifrað upp á þak og köstuðu steinum í rúður. Ekki kemur fram hvar bílastæðið eða leikskólinn eru.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira