„Vorum bara heppnir að landa þessu“ Siggeir Ævarsson skrifar 6. apríl 2025 22:42 Jóhann Þór fer yfir málin með Simma í Keflavík en þeir félagar voru einnig í eldlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Jóhann Þór Ólafsson átti erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa frammistöðu sinna manna í kvöld að eigin sögn en Grindvíkingar voru hársbreidd frá því að kasta unnum leik frá sér undir lokin. Grindvíkingar lögðu Val að lokum, 80-76, og jafnaði þar með einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla. Þegar tæpar fimm mínútur voru eftir leiddu Grindvíkingar með 15 stigum en Valsmönnum tókst að minnka muninn í þrjú stig. Við báðum Jóhann að fara aðeins yfir hvað gekk á undir lokin. „Bara erum slakir, sóknarlega förum við í einhverja algjöra þvælu. Eins og þú segir, mögulega að reyna að fara að verja eitthvað og erum næstum búnir að kasta þessu frá okkur. Við erum með leikinn í höndunum og við vorum bara heppnir.“ Jóhann var á því svona fljótt á litið að liðið hefði sennilega spilað betur í síðasta leik heldur en í kvöld. „Heilt yfir er þetta alveg þokkalegasta frammistaða en mér fannst hún betri á miðvikudaginn en í kvöld, allavega svona fyrstu viðbrögð. En eins og ég segi, við „vorum bara heppnir að landa þessu“. Það kom þarna tapaður bolti og við ísum þetta á línunni. En bara stálheppnir og hellingur sem við þurfum að fara yfir.“ Grindvíkingar eru að spila mjög stífa maður á mann vörn á Kristinn Pálsson og Joshua Jefferson sem er greinilega með ráðum gert. „Þeir eru svona þeirra helstu hestar sóknarlega ásamt Taiwo og búa mest til fyrir þá. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að standa klárir á og reyna að halda þeim frá boltanum. Það er mjög erfitt. Varnarlega erum við alveg „solid“ en þessar síðustu 5-6 mínúturnar förum við í lás og erum að reyna eitthvað sem ég veit ekki hvað er.“ „Nú er bara næsti leikur. Núna erum við búnir að jafna þetta, þetta er komið á núll. Nú þurfum við að vinna tvo. Við ætluðum okkur það hér í kvöld og við náðum því og getum verið sáttir með það en ekkert mikið meira en það.“ Það var mikill hiti í leiknum framan af en Grindvíkingar héldu haus og létu dómgæsluna ekki fara of mikið í taugarnar á sér, eins og hefur stundum loðað við ákveðna leikmenn liðsins. „Fyrri hálfleikurinn sérstaklega var svolítið „tense“ en við ræddum um það í hálfleik að einbeita okkur að þeim hlutum sem við stýrum og mér fannst það ganga ágætlega. En ég átti erfitt með að finna orð eftir síðasta leik og ég er eiginlega bara í sömu stöðu núna. Það er alveg fullt af góðum hlutum núna, við erum að fá framlag, Bragi stóð sig mjög vel og Arnór bara mjög vel. Ólafur og Daniel eru að ströggla sóknarlega en voru til staðar varnarlega. Þetta er mjög skrítið, ég á erfitt með að koma orðum að þessu.“ Bragi Guðmundsson fékk það hlutverk í kvöld þegar hann var inn á að hengja sig á Kristinn Pálsson og leysti það verkefni með sóma. Jóhann fagnar því að geta treyst á þessa ungu leikmenn en viðurkenndi að mögulega mættu þeir fá enn meira traust. „Algjörlega. Bara mjög ánægður með þá og hvernig þeir eru að standa sig. Svona fljótt á litið hefðu þeir átt að fá að vera meira á gólfinu. Það er einhvern veginn í DNA þjálfarans að halda í sitt og eitthvað svona en mögulega þarf maður bara að vera aðeins grimmari og leyfa þeim bara að vera inn á.“ Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Grindvíkingar lögðu Val að lokum, 80-76, og jafnaði þar með einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Bónus-deildar karla. Þegar tæpar fimm mínútur voru eftir leiddu Grindvíkingar með 15 stigum en Valsmönnum tókst að minnka muninn í þrjú stig. Við báðum Jóhann að fara aðeins yfir hvað gekk á undir lokin. „Bara erum slakir, sóknarlega förum við í einhverja algjöra þvælu. Eins og þú segir, mögulega að reyna að fara að verja eitthvað og erum næstum búnir að kasta þessu frá okkur. Við erum með leikinn í höndunum og við vorum bara heppnir.“ Jóhann var á því svona fljótt á litið að liðið hefði sennilega spilað betur í síðasta leik heldur en í kvöld. „Heilt yfir er þetta alveg þokkalegasta frammistaða en mér fannst hún betri á miðvikudaginn en í kvöld, allavega svona fyrstu viðbrögð. En eins og ég segi, við „vorum bara heppnir að landa þessu“. Það kom þarna tapaður bolti og við ísum þetta á línunni. En bara stálheppnir og hellingur sem við þurfum að fara yfir.“ Grindvíkingar eru að spila mjög stífa maður á mann vörn á Kristinn Pálsson og Joshua Jefferson sem er greinilega með ráðum gert. „Þeir eru svona þeirra helstu hestar sóknarlega ásamt Taiwo og búa mest til fyrir þá. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að standa klárir á og reyna að halda þeim frá boltanum. Það er mjög erfitt. Varnarlega erum við alveg „solid“ en þessar síðustu 5-6 mínúturnar förum við í lás og erum að reyna eitthvað sem ég veit ekki hvað er.“ „Nú er bara næsti leikur. Núna erum við búnir að jafna þetta, þetta er komið á núll. Nú þurfum við að vinna tvo. Við ætluðum okkur það hér í kvöld og við náðum því og getum verið sáttir með það en ekkert mikið meira en það.“ Það var mikill hiti í leiknum framan af en Grindvíkingar héldu haus og létu dómgæsluna ekki fara of mikið í taugarnar á sér, eins og hefur stundum loðað við ákveðna leikmenn liðsins. „Fyrri hálfleikurinn sérstaklega var svolítið „tense“ en við ræddum um það í hálfleik að einbeita okkur að þeim hlutum sem við stýrum og mér fannst það ganga ágætlega. En ég átti erfitt með að finna orð eftir síðasta leik og ég er eiginlega bara í sömu stöðu núna. Það er alveg fullt af góðum hlutum núna, við erum að fá framlag, Bragi stóð sig mjög vel og Arnór bara mjög vel. Ólafur og Daniel eru að ströggla sóknarlega en voru til staðar varnarlega. Þetta er mjög skrítið, ég á erfitt með að koma orðum að þessu.“ Bragi Guðmundsson fékk það hlutverk í kvöld þegar hann var inn á að hengja sig á Kristinn Pálsson og leysti það verkefni með sóma. Jóhann fagnar því að geta treyst á þessa ungu leikmenn en viðurkenndi að mögulega mættu þeir fá enn meira traust. „Algjörlega. Bara mjög ánægður með þá og hvernig þeir eru að standa sig. Svona fljótt á litið hefðu þeir átt að fá að vera meira á gólfinu. Það er einhvern veginn í DNA þjálfarans að halda í sitt og eitthvað svona en mögulega þarf maður bara að vera aðeins grimmari og leyfa þeim bara að vera inn á.“
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira