Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 8. apríl 2025 16:02 Á flokksþingi Repúblikana í Bandaríkjunum árið 1988 stóð forsetaframbjóðandinn George H. W. Bush og sagði: „Read my lips: No new taxes.“ (Lestu varirnar á mér: Engir nýir skattar.) Hann sigraði kosningarnar í kjölfarið – en hækkaði svo skatta. Loforðasvikin kostuðu hann forsetastólinn. Viðreisn lofaði líka að hækka ekki skatta á almenning – bæði fyrir og eftir kosningar. Nú, innan hundrað daga frá stjórnarmyndun, hefur ríkisstjórnin kynnt fjármálaáætlun sem leggur tugmilljarða álögur á heimili landsins, dulbúnar sem „kerfisbreytingar“. Þegar orðin og aðgerðirnar fara í sitthvora áttina, tapast traustið fyrst. Nú eru „kerfisbreytingar“ orðnar hentugt orð yfir nýjar álögur – og það eru heimilin í landinu sem borga fyrir þær. Þegar fjármálaráðherra mætti fyrir svörum á Alþingi í gær, var fátt um svör um raunverulegan tilgang fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Þar eru boðaðar tugmilljarða auknar álögur á heimili landsins – á sama tíma og efnahagurinn stendur á óvissum grunni. Fjármálaráðherra gat hvorki útskýrt hver tilgangurinn væri né hverjir bæru byrðarnar. Hann sagði einfaldlega að skattar fylgdu „kerfisbreytingum“. Þetta er áhyggjuefni. Þegar skattheimta verður markmið í sjálfu sér, þá hefur ríkisstjórnin gleymt hverjum hún á að þjóna. Í fyrsta verki hefur ríkisstjórnin, þvert á eigin yfirlýsingar, lagt fram fjármálaáætlun sem felur í sér umfangsmiklar skattahækkanir á almenning. Þegar tekjurnar duga ekki lengur fyrir loforðum, er reikningurinn sendur beint á fjölskyldur landsins. Þegar fjármálaráðherra getur ekki sagt hvaða hópar verða fyrir mestum áhrifum, þá veit hann ekki hverju hann er að breyta. Þegar hann getur ekki gert grein fyrir því hvort skattabreytingarnar skili ríkissjóði meiri tekjum til lengri tíma, þá veit hann ekki hvort þær borgi sig. Þegar svar hans við gagnrýni er að vísa almennt til skattaglufa og útreikninga ráðuneytisins, þá er það ekki stefna, heldur stjórnlaus skattheimta. Stór hluti umræðunnar hefur snúist um afnám samsköttunar. Ég benti á í gær að þessi breyting bitni sérstaklega á barnafjölskyldum með ójafnar tekjur. Svör fjármálaráðherra voru óskýr og innihaldslaus. En almenningur á rétt á skýrum svörum þegar lagt er til að hækka álögur um milljarða á fjölskyldur í sömu andrá og skortur er á leikskólaplássum, matvælaverð í sögulegum hæðum og vaxtastig hefur verið hátt. Ef þessi fjármálaáætlun á að vera svar ríkisstjórnarinnar við áskorunum dagsins í dag, þá liggur eitt fyrir: Þetta er ekki stefna sem styður heimilin í landinu. Þetta er stefna sem flytur fjármuni frá heimilisbókhaldi fjölskyldunnar og yfir í opinn reikning hjá fjármálaráðuneytinu. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á flokksþingi Repúblikana í Bandaríkjunum árið 1988 stóð forsetaframbjóðandinn George H. W. Bush og sagði: „Read my lips: No new taxes.“ (Lestu varirnar á mér: Engir nýir skattar.) Hann sigraði kosningarnar í kjölfarið – en hækkaði svo skatta. Loforðasvikin kostuðu hann forsetastólinn. Viðreisn lofaði líka að hækka ekki skatta á almenning – bæði fyrir og eftir kosningar. Nú, innan hundrað daga frá stjórnarmyndun, hefur ríkisstjórnin kynnt fjármálaáætlun sem leggur tugmilljarða álögur á heimili landsins, dulbúnar sem „kerfisbreytingar“. Þegar orðin og aðgerðirnar fara í sitthvora áttina, tapast traustið fyrst. Nú eru „kerfisbreytingar“ orðnar hentugt orð yfir nýjar álögur – og það eru heimilin í landinu sem borga fyrir þær. Þegar fjármálaráðherra mætti fyrir svörum á Alþingi í gær, var fátt um svör um raunverulegan tilgang fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Þar eru boðaðar tugmilljarða auknar álögur á heimili landsins – á sama tíma og efnahagurinn stendur á óvissum grunni. Fjármálaráðherra gat hvorki útskýrt hver tilgangurinn væri né hverjir bæru byrðarnar. Hann sagði einfaldlega að skattar fylgdu „kerfisbreytingum“. Þetta er áhyggjuefni. Þegar skattheimta verður markmið í sjálfu sér, þá hefur ríkisstjórnin gleymt hverjum hún á að þjóna. Í fyrsta verki hefur ríkisstjórnin, þvert á eigin yfirlýsingar, lagt fram fjármálaáætlun sem felur í sér umfangsmiklar skattahækkanir á almenning. Þegar tekjurnar duga ekki lengur fyrir loforðum, er reikningurinn sendur beint á fjölskyldur landsins. Þegar fjármálaráðherra getur ekki sagt hvaða hópar verða fyrir mestum áhrifum, þá veit hann ekki hverju hann er að breyta. Þegar hann getur ekki gert grein fyrir því hvort skattabreytingarnar skili ríkissjóði meiri tekjum til lengri tíma, þá veit hann ekki hvort þær borgi sig. Þegar svar hans við gagnrýni er að vísa almennt til skattaglufa og útreikninga ráðuneytisins, þá er það ekki stefna, heldur stjórnlaus skattheimta. Stór hluti umræðunnar hefur snúist um afnám samsköttunar. Ég benti á í gær að þessi breyting bitni sérstaklega á barnafjölskyldum með ójafnar tekjur. Svör fjármálaráðherra voru óskýr og innihaldslaus. En almenningur á rétt á skýrum svörum þegar lagt er til að hækka álögur um milljarða á fjölskyldur í sömu andrá og skortur er á leikskólaplássum, matvælaverð í sögulegum hæðum og vaxtastig hefur verið hátt. Ef þessi fjármálaáætlun á að vera svar ríkisstjórnarinnar við áskorunum dagsins í dag, þá liggur eitt fyrir: Þetta er ekki stefna sem styður heimilin í landinu. Þetta er stefna sem flytur fjármuni frá heimilisbókhaldi fjölskyldunnar og yfir í opinn reikning hjá fjármálaráðuneytinu. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun