Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Jón Þór Stefánsson skrifar 8. apríl 2025 18:57 Sagan segir að á gosskeiðum Reykjanesskagans verða flest eldstöðvakerfi skagans virk. Vísir/Vilhelm Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem eldsumbrot, jarðskjálftar og sprunguhreyfingar voru teknar fyrir. Sagan segi okkur að á gosskeiðum Reykjanesskagans verði flest eldstöðvakerfi skagans virk. Því þurfi að aðlagast nýjum veruleika. Nú vinni Veðurstofan að áhættumati fyrir Reykjanesskaga og segir að höfuðborgarsvæðið sé í forgangi í því verkefni. Skipulagsslys geti ýtt undir náttúruvá Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur og einn höfundur skýrslunnar, ræddi innihald hennar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar benti hún á að skýrslan væri í raun liður í enn stærra verkefni. Hún sagði að með góðu skipulagi væri hægt að koma í veg fyrir mikið tjón. „Við þurfum að reyna allt sem við getum til að skoða hvar eru viðkvæm svæði á höfuðborgarsvæðinu þannig við förum ekki að búa til skipulagsslys og þar með ýta undir náttúruvá,“ sagði Bergrún. „Ef við erum með gott skipulag þurfum við ekki að horfa upp á eins mikið tjón og mögulega gæti orðið.“ Vellirnir og Elliðaárdalur gætu orðið undir hrauni Líkt og áður segir eru í skýrslunni taldar litlar líkur á því að mannslíf væru í hættu kæmi til hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu, en gæti gjöreyðilagt innviði og byggð. Hættan á að hraun renni í byggð er sögð vera mest við suðurhluta höfuðborgarsvæðisins, til dæmist við Vellina í Hafnarfirði. Þá sé ekki útilokað að hraun renni norðar, líkt og niður Elliðaárdal í Reykjavík. Vellirnir, Elliðaárdalur, Urriðaholt, Norðlingaholt og Kópavogur eru sérstaklega nefnd í skýrslunni. Einnig fjallað um mögulega gróðurelda sem gætu kviknað út frá hrauni í skýrslunni, en í henni segir að þeirri ógn verði að taka alvarlega enda sé töluvert af gróðurlendi umhverfis og í höfuðborgarsvæðinu. Þá segir að hraunrennsli utan höfuðborgarsvæðisins gæti tjónað lífæðar þess, til dæmis vatnslagnir og rafmagnsinnviði, og gæti það haft mikil áhrif á svæðið. Þá gætu áhrifin verið meiri að vetri til þar sem hitaveita gæti laskast mikið. Urriðaholt, Norðlingaholt og Kópavogur gætu fundið fyrir sprunguhreyfingum Þegar kemur að sprunguheyfingum innan byggðar höfuðborgarsvæðisins segir að þær væru líklegastar innan Urriðaholts í Garðabæ, í austurhluta Kópavogs, í Norðlingaholti. Jafnvel gætu orðið sprunguhreyfingar í Grafarholti í Reykjavík, þó að þar megi telja líkurnar mun minni en í byggðum sunnar. Þá segir að smávægilegar sprunguhreyfingar séu ekki útilokaðar á öðrum svæðum, líkt og í Árbænum. Bent er á að neysluvatn höfuðborgarsvæðisins sé að mestu tekið úr sprungum innan sprungusveims Krýsuvíkur og óljóst sé hafa áhrif myndun kvikugangs eða sprunguhreyfingar myndu hafa á það. Mikilvægt að íbúar séu upplýstir Farið er yfir ýmsar mögulegar mótvægisaðgerðir. Mikilvægt sé að upplýsa íbúa um æskileg viðbrögð við hraunrennsli, eiga rýmingaráætlanir sem íbúar þekkja og tryggja að fleiri en ein leið sé fær út úr hverfum þar sem hraunvá sé fyrirsjáanleg. Einnig eigi að styðjast við hættumat við skipulagningu framtíðar byggðar. Bent er á að komin sé góð reynsla af vörnum innviða fyrir hraunrennsli og af hraunkælingu. Sá lærdómur muni nýtast í næstu atburðum. Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Veður Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Hafnarfjörður Grindavík Kópavogur Reykjavík Vogar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu Veðurstofu Íslands um náttúruvá á höfuðborgarsvæðinu þar sem eldsumbrot, jarðskjálftar og sprunguhreyfingar voru teknar fyrir. Sagan segi okkur að á gosskeiðum Reykjanesskagans verði flest eldstöðvakerfi skagans virk. Því þurfi að aðlagast nýjum veruleika. Nú vinni Veðurstofan að áhættumati fyrir Reykjanesskaga og segir að höfuðborgarsvæðið sé í forgangi í því verkefni. Skipulagsslys geti ýtt undir náttúruvá Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur og einn höfundur skýrslunnar, ræddi innihald hennar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar benti hún á að skýrslan væri í raun liður í enn stærra verkefni. Hún sagði að með góðu skipulagi væri hægt að koma í veg fyrir mikið tjón. „Við þurfum að reyna allt sem við getum til að skoða hvar eru viðkvæm svæði á höfuðborgarsvæðinu þannig við förum ekki að búa til skipulagsslys og þar með ýta undir náttúruvá,“ sagði Bergrún. „Ef við erum með gott skipulag þurfum við ekki að horfa upp á eins mikið tjón og mögulega gæti orðið.“ Vellirnir og Elliðaárdalur gætu orðið undir hrauni Líkt og áður segir eru í skýrslunni taldar litlar líkur á því að mannslíf væru í hættu kæmi til hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu, en gæti gjöreyðilagt innviði og byggð. Hættan á að hraun renni í byggð er sögð vera mest við suðurhluta höfuðborgarsvæðisins, til dæmist við Vellina í Hafnarfirði. Þá sé ekki útilokað að hraun renni norðar, líkt og niður Elliðaárdal í Reykjavík. Vellirnir, Elliðaárdalur, Urriðaholt, Norðlingaholt og Kópavogur eru sérstaklega nefnd í skýrslunni. Einnig fjallað um mögulega gróðurelda sem gætu kviknað út frá hrauni í skýrslunni, en í henni segir að þeirri ógn verði að taka alvarlega enda sé töluvert af gróðurlendi umhverfis og í höfuðborgarsvæðinu. Þá segir að hraunrennsli utan höfuðborgarsvæðisins gæti tjónað lífæðar þess, til dæmis vatnslagnir og rafmagnsinnviði, og gæti það haft mikil áhrif á svæðið. Þá gætu áhrifin verið meiri að vetri til þar sem hitaveita gæti laskast mikið. Urriðaholt, Norðlingaholt og Kópavogur gætu fundið fyrir sprunguhreyfingum Þegar kemur að sprunguheyfingum innan byggðar höfuðborgarsvæðisins segir að þær væru líklegastar innan Urriðaholts í Garðabæ, í austurhluta Kópavogs, í Norðlingaholti. Jafnvel gætu orðið sprunguhreyfingar í Grafarholti í Reykjavík, þó að þar megi telja líkurnar mun minni en í byggðum sunnar. Þá segir að smávægilegar sprunguhreyfingar séu ekki útilokaðar á öðrum svæðum, líkt og í Árbænum. Bent er á að neysluvatn höfuðborgarsvæðisins sé að mestu tekið úr sprungum innan sprungusveims Krýsuvíkur og óljóst sé hafa áhrif myndun kvikugangs eða sprunguhreyfingar myndu hafa á það. Mikilvægt að íbúar séu upplýstir Farið er yfir ýmsar mögulegar mótvægisaðgerðir. Mikilvægt sé að upplýsa íbúa um æskileg viðbrögð við hraunrennsli, eiga rýmingaráætlanir sem íbúar þekkja og tryggja að fleiri en ein leið sé fær út úr hverfum þar sem hraunvá sé fyrirsjáanleg. Einnig eigi að styðjast við hættumat við skipulagningu framtíðar byggðar. Bent er á að komin sé góð reynsla af vörnum innviða fyrir hraunrennsli og af hraunkælingu. Sá lærdómur muni nýtast í næstu atburðum.
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Veður Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Hafnarfjörður Grindavík Kópavogur Reykjavík Vogar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira