Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2025 08:02 Tone og Gjert Ingebrigtsen eiga sjö börn. Hann er sakaður um að hafa beitt tvö þeirra, Jakob og Ingrid, ofbeldi. Tone hefur staðið þétt við bakið á sínum manni. Eiginkona Jakobs Ingebrigtsen, Elisabeth, lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu fyrir rétti í gær. Hún sagði að fjölskyldufaðirinn, Gjert, hafi reiðst þegar þau Jakob vildu flytja inn saman. Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í Sandnes í gær en þá steig Elisabeth í vitnastúkuna. Gjert er sakaður um að hafa beitt Jakob og systur hans, Ingrid, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Elisabeth kynntist Jakob þau hún var sextán ára. Hún sagði að Ingebrigtsen-fjölskyldan hafi tekið vel á móti henni í byrjun en síðan hafi hún séð að ekki var allt með felldu. View this post on Instagram A post shared by ELISABETH ASSERSON INGEBRIGTSEN (@elisabethassers) Gjert var til að mynda afar ósáttur við þegar Elisabeth og Jakob vildu byrja að búa saman. „Þegar það var tekið alvarlega vorum við skömmuð og kölluð hryðjuverkamenn. Fyrir þeim og fjölskyldunni voru þetta mikil svik,“ sagði Elisabeth en Jakob hefur einnig lýst svipuðum viðbrögðum föður síns við áætlunum þeirra Elisabethar að flytja inn saman. Þau byrjuðu að búa í kjallara á Ingebrigtsen-heimilinu en fluttu svo í íbúð skammt frá. Grét í klukkutíma um jólin Elisabeth segist hafa haft áhyggjur af Jakob, meðal annars um jólin 2021. „Ég var mjög áhyggjufull að hann væri þunglyndur. Ég man eftir kvöldinu fyrir aðfangadag, eða aðfangadag sjálfan, þegar hann grét í klukkustund og sagðist líða eins og hann væri hlutur. Ég þurfti bókstaflega að draga hann út til að vera með fjölskyldunni,“ sagði Elisabeth. Jakob er afar sigursæll hlaupari.epa/Lise Aserud Í janúar 2022 ráku Jakob og bræður hans Gjert sem þjálfara þeirra og slitu á öll samskipti við hann eftir að hann sló Ingrid í andlitið með handklæði. Þarf að eiga síðasta orðið Elisabeth lýsti tengdaföður sínum sem skapheitum og óútreiknanlegum. „Ég upplifi hann sem frekar skapheitan. Það er mikill óútreiknanleiki. Mér finnst erfitt að lýsa þessu, hann sveiflast mikið fram og til baka í hegðun. Þú veist aldrei við hverju þú mátt búast á hverjum degi. Mér hefur alltaf fundist sem hann þurfi að eiga síðasta orðið og hafa rétt fyrir sér,“ sagði Elisabeth og bætti við að Gjert hafi stundum blótað börnum sínum daglega. Réttarhöldin yfir Gjert standa yfir til 16. maí. Hann gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi, verði hann fundinn sekur. Hlaup Mál Gjert Ingebrigtsen Frjálsar íþróttir Noregur Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Sjá meira
Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í Sandnes í gær en þá steig Elisabeth í vitnastúkuna. Gjert er sakaður um að hafa beitt Jakob og systur hans, Ingrid, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Elisabeth kynntist Jakob þau hún var sextán ára. Hún sagði að Ingebrigtsen-fjölskyldan hafi tekið vel á móti henni í byrjun en síðan hafi hún séð að ekki var allt með felldu. View this post on Instagram A post shared by ELISABETH ASSERSON INGEBRIGTSEN (@elisabethassers) Gjert var til að mynda afar ósáttur við þegar Elisabeth og Jakob vildu byrja að búa saman. „Þegar það var tekið alvarlega vorum við skömmuð og kölluð hryðjuverkamenn. Fyrir þeim og fjölskyldunni voru þetta mikil svik,“ sagði Elisabeth en Jakob hefur einnig lýst svipuðum viðbrögðum föður síns við áætlunum þeirra Elisabethar að flytja inn saman. Þau byrjuðu að búa í kjallara á Ingebrigtsen-heimilinu en fluttu svo í íbúð skammt frá. Grét í klukkutíma um jólin Elisabeth segist hafa haft áhyggjur af Jakob, meðal annars um jólin 2021. „Ég var mjög áhyggjufull að hann væri þunglyndur. Ég man eftir kvöldinu fyrir aðfangadag, eða aðfangadag sjálfan, þegar hann grét í klukkustund og sagðist líða eins og hann væri hlutur. Ég þurfti bókstaflega að draga hann út til að vera með fjölskyldunni,“ sagði Elisabeth. Jakob er afar sigursæll hlaupari.epa/Lise Aserud Í janúar 2022 ráku Jakob og bræður hans Gjert sem þjálfara þeirra og slitu á öll samskipti við hann eftir að hann sló Ingrid í andlitið með handklæði. Þarf að eiga síðasta orðið Elisabeth lýsti tengdaföður sínum sem skapheitum og óútreiknanlegum. „Ég upplifi hann sem frekar skapheitan. Það er mikill óútreiknanleiki. Mér finnst erfitt að lýsa þessu, hann sveiflast mikið fram og til baka í hegðun. Þú veist aldrei við hverju þú mátt búast á hverjum degi. Mér hefur alltaf fundist sem hann þurfi að eiga síðasta orðið og hafa rétt fyrir sér,“ sagði Elisabeth og bætti við að Gjert hafi stundum blótað börnum sínum daglega. Réttarhöldin yfir Gjert standa yfir til 16. maí. Hann gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi, verði hann fundinn sekur.
Hlaup Mál Gjert Ingebrigtsen Frjálsar íþróttir Noregur Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Sjá meira