Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 10. apríl 2025 11:45 Ég get ekki annað en glaðst yfir því að vera endurtekið innblástur fyrir skrif fólks. Einkum fólks sem virðist mikið í mun að skilgreina sig út frá kærleika og umburðarlyndi. Brýnir fyrir öðrum að hætta að „hneykslast og blammera“ – moka „yfir skotgrafirnar“, svo ég notist við orð þingmanns Viðreisnar úr nýlegum pistli hennar um vókið á Eyjunni. Við þingmennirnir ræddum nefnilega um vók í útvarpsviðtali á dögunum. Þingmaður Viðreisnar fylgdi viðtalinu svo eftir með pistli á Eyjunni þar sem hún fór yfir það í löngu máli hvað hún sé mikil baráttukona gegn hvers kyns misrétti og vísaði í eigin ummæli um þær dyggðir. Þar á móti vísaði þingmaðurinn í ein ummæla minna í umræddu viðtali. Ummælin voru þau að yfirlýsingar um endalok vóksins sneru að því að ákveðin stemning í samfélaginu væri búin. Ég teldi að fólk hefði einfaldlega fengið nóg af því að vera tiplandi á tánum af ótta við að vera bannfært fyrir einhverja skoðun. Af því tilefni spyr þingmaðurinn í pistlinum: „er ekki góð stemning?“ Heilagleiki og fordæmingar Svarið, kæri kollegi, er nei. Stemningin hefur verið súr. Og við sem höfum barist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir stöðu jaðarsettra hópa (undirrituð fór m.a. fyrir starfshópi sem innleiddi mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu í utanríkisþjónustu Íslands), við getum alveg líka verið þeirrar skoðunar. Að við séum þreytt á heilagleikanum, fordæmingunum og yfirlætinu. Húmorsleysinu. Á því að geta ekki opnað á okkur munninn án þess að einhver krefjist þess að við höldum okkur saman í nafni „réttlætis“. Ég ætla ekki að gera tilraun til að svara 1100 orða pistli þingmanns Viðreisnar með viðlíka yfirferð. Ég má þó til með að hrósa henni fyrir að ná að koma orðunum réttindabarátta, bakslag, kynbundið ofbeldi, kúgun, jaðarsetning, skautun, útlendingaandúð, mannréttindi, aktívismi, þöggun, skömm, óréttlæti (og réttlæti), ábyrgð, smánarblettur, kyntjáning, hugrekki, mismunun og tilveruréttur, öllum að. Af pistlinum að dæma er enn von fyrir aðdáendur vóksins í Viðreisn. Vindáttin hefur snúist Til að svara útúrsnúningum þingmannsins verð ég þó að árétta að umræðan um vók snýst ekki um að mannréttindabarátta fari í taugarnar á fólki. Ég tel að orðræða og skrif þingmanns Viðreisnar bendi reyndar til þess að henni sé það ljóst að umræðan snúi ekki að gömlum uppruna orðsins vók heldur mun nýlegri notkun hugtaksins. Sú notkun og þróun á hugtakinu hefur einkennst af mikilli fórnarlambamenningu og lýst jafnvel minnstu frávikum sem samfélagslegu óréttlæti sem kallar fram móðgunarbylgju. Vindáttin hefur blessunarlega snúist og við erum farin að andmæla þessari stemningu. Andmæla því að mistök séu ekki leyfð – að fyrirgefning og mannskilningur séu af skornum skammti, ef þá einhver. Yfirlæti skjöldur „ergelsis“ Samkennd og réttindabarátta voru reyndar ekki fundin upp með vókinu, hvorki í fortíð eða nútíð. Það er talsvert eldra fyrirbæri að láta sig minni máttar varða og elska náungann. Ég legg því til að við þingmennirnir höldum áfram að berjast fyrir betra samfélagi og jafnrétti. Sýnum raunverulegt umburðarlyndi og náungakærleika, en höfum líka meira gaman en minna í kaffistofunum, boðunum og í heita pottinum. Veðrið er eflaust gott þarna uppi, en margur heldur víst mig sig. Yfirlæti er nefnilega, þegar betur er að gáð, svo oft bara skjöldur til að fela „ergelsi“. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get ekki annað en glaðst yfir því að vera endurtekið innblástur fyrir skrif fólks. Einkum fólks sem virðist mikið í mun að skilgreina sig út frá kærleika og umburðarlyndi. Brýnir fyrir öðrum að hætta að „hneykslast og blammera“ – moka „yfir skotgrafirnar“, svo ég notist við orð þingmanns Viðreisnar úr nýlegum pistli hennar um vókið á Eyjunni. Við þingmennirnir ræddum nefnilega um vók í útvarpsviðtali á dögunum. Þingmaður Viðreisnar fylgdi viðtalinu svo eftir með pistli á Eyjunni þar sem hún fór yfir það í löngu máli hvað hún sé mikil baráttukona gegn hvers kyns misrétti og vísaði í eigin ummæli um þær dyggðir. Þar á móti vísaði þingmaðurinn í ein ummæla minna í umræddu viðtali. Ummælin voru þau að yfirlýsingar um endalok vóksins sneru að því að ákveðin stemning í samfélaginu væri búin. Ég teldi að fólk hefði einfaldlega fengið nóg af því að vera tiplandi á tánum af ótta við að vera bannfært fyrir einhverja skoðun. Af því tilefni spyr þingmaðurinn í pistlinum: „er ekki góð stemning?“ Heilagleiki og fordæmingar Svarið, kæri kollegi, er nei. Stemningin hefur verið súr. Og við sem höfum barist gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir stöðu jaðarsettra hópa (undirrituð fór m.a. fyrir starfshópi sem innleiddi mannréttindamiðaða þróunarsamvinnu í utanríkisþjónustu Íslands), við getum alveg líka verið þeirrar skoðunar. Að við séum þreytt á heilagleikanum, fordæmingunum og yfirlætinu. Húmorsleysinu. Á því að geta ekki opnað á okkur munninn án þess að einhver krefjist þess að við höldum okkur saman í nafni „réttlætis“. Ég ætla ekki að gera tilraun til að svara 1100 orða pistli þingmanns Viðreisnar með viðlíka yfirferð. Ég má þó til með að hrósa henni fyrir að ná að koma orðunum réttindabarátta, bakslag, kynbundið ofbeldi, kúgun, jaðarsetning, skautun, útlendingaandúð, mannréttindi, aktívismi, þöggun, skömm, óréttlæti (og réttlæti), ábyrgð, smánarblettur, kyntjáning, hugrekki, mismunun og tilveruréttur, öllum að. Af pistlinum að dæma er enn von fyrir aðdáendur vóksins í Viðreisn. Vindáttin hefur snúist Til að svara útúrsnúningum þingmannsins verð ég þó að árétta að umræðan um vók snýst ekki um að mannréttindabarátta fari í taugarnar á fólki. Ég tel að orðræða og skrif þingmanns Viðreisnar bendi reyndar til þess að henni sé það ljóst að umræðan snúi ekki að gömlum uppruna orðsins vók heldur mun nýlegri notkun hugtaksins. Sú notkun og þróun á hugtakinu hefur einkennst af mikilli fórnarlambamenningu og lýst jafnvel minnstu frávikum sem samfélagslegu óréttlæti sem kallar fram móðgunarbylgju. Vindáttin hefur blessunarlega snúist og við erum farin að andmæla þessari stemningu. Andmæla því að mistök séu ekki leyfð – að fyrirgefning og mannskilningur séu af skornum skammti, ef þá einhver. Yfirlæti skjöldur „ergelsis“ Samkennd og réttindabarátta voru reyndar ekki fundin upp með vókinu, hvorki í fortíð eða nútíð. Það er talsvert eldra fyrirbæri að láta sig minni máttar varða og elska náungann. Ég legg því til að við þingmennirnir höldum áfram að berjast fyrir betra samfélagi og jafnrétti. Sýnum raunverulegt umburðarlyndi og náungakærleika, en höfum líka meira gaman en minna í kaffistofunum, boðunum og í heita pottinum. Veðrið er eflaust gott þarna uppi, en margur heldur víst mig sig. Yfirlæti er nefnilega, þegar betur er að gáð, svo oft bara skjöldur til að fela „ergelsi“. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun