Innlent

Eldur kom upp í seilingar­fjar­lægð frá gashylkjum og þvotta­efni

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Myndin er af verslun Bónuss í Holtagörðum en atvikið sem um ræðir átti sér stað í versluninni á Fitjum í Reykjanesbæ.
Myndin er af verslun Bónuss í Holtagörðum en atvikið sem um ræðir átti sér stað í versluninni á Fitjum í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm

Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í Bónus í Fitjum í Reykjanesbæ um eittleytið í dag. Eldurinn kom upp í kassa af pappadiskum í hillu í seilingarfjarlægð frá hylkjum af bútangasi og þvottaefni.

Björgvin Víkingsson framkvæmdastjóri segist þakklátur því að aðstoðarverslunarstjórinn í Fitjum hafi brugðist hratt við, farið með umræddan kassa út og slökkt í honum eldinn. Það þarf ekki að spyrja að því hvað hefði getað gerst ef viðbrögðin hefðu ekki verið snör.

Hann segir að í kjölfarið hafi búðin verið loftræst en ekki kom til þess að loka þurfti búðinni. Verið sé að skoða málið og reyna að komast að því hver eldsupptökin voru en Björgvin vildi ekki tjá sig um hvort málið hafi verið tilkynnt til lögreglunnar.

„Það er frábært að eiga geggjað starfsfólk sem veit hvað það er að gera þannig var það svo sannarlega í þessu tilfelli,“ segir Björgvin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×