Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Lovísa Arnardóttir skrifar 16. apríl 2025 11:23 Kópavogur úthlutaði um 540 leikskólaplássum fyrir haustið. Vísir/Anton Brink Fyrri úthlutun í leikskóla Kópavogs fyrir haustið er lokið og var öllum börnum sem fædd eru í júní 2024 og eldri boðið leikskólapláss. Yngstu börnin verða því um fjórtán mánaða þegar aðlögun hefst í leikskólum Kópavogs að loknu sumarfríi. Úthlutun náði til 540 barna sem sótt var um fyrir 10.mars, sem eru um 90 prósent barna sem hefja leikskólagöngu í haust samkvæmt tilkynningu frá bænum. „Frá því við innleiddum Kópavogsmódelið hefur starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi breyst til batnaðar. Mönnun leikskóla gengur vel og frábært að sjá að ríflega helmingur starfsmanna er með háskólamenntun, sem er hátt hlutfall á landsvísu. Þá hefur faglega starfið og þjónustan batnað til muna. Það ríkir mikil tilhlökkun að taka á móti börnunum sem hefja skólagöngu í leikskólum Kópavogs í haust,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, í tilkynningunni. Í tilkynningu kemur einnig fram að eftir páska verði opnað fyrir umsóknir sem bárust eftir 10. mars og haldið áfram að úthluta plássum fram á sumar. Í tilkynningunni segir að frá því að Kópavogsmódelið var innleitt árið 2023 hafi bæði skipulag og starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi tekið stakkaskiptum. Betur gangi að manna leikskóla og því sé hægt að bjóða fleiri börnum pláss. Þá sé boðið upp á sveigjanleika í skráningu leikskólatíma sem um 26 prósent foreldra hafa nýtt sér. Leikskólaplássum hefur fjölgað í Kópavogi frá því í fyrra. Barnaskóli Kársness tekur til starfa í ágúst og hefur þegar 40 leikskólaplássum verið úthlutað í leikskólanum. Auk þess eru framkvæmdir hafnar við nýjan leikskóla við Skólatröð. Leikskólinn verður tekinn í notkun á næsta ári og er gert ráð fyrir 60 leikskólaplássum þar. Árið 2027 verður svo opnaður leikskóli við Naustavör sem mun rýma 100 börn. Sams konar tilkynningar komu frá Reykjavík og Garðabæ í gær. Í Reykjavíkurborg hefur öllum börnum 18 mánaða og eldri verið boðið pláss í haust og í Garðabæ var öllum börnum 14 mánaða og eldri boðin leikskólavist. Einhver yngri börn voru innrituð þar og var það yngsta átta mánaða. Reiknað er með að fimmtán og sextán mánaða börn fái einnig boð í ágúst eða september. Skóla- og menntamál Kópavogur Leikskólar Garðabær Reykjavík Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Úthlutun náði til 540 barna sem sótt var um fyrir 10.mars, sem eru um 90 prósent barna sem hefja leikskólagöngu í haust samkvæmt tilkynningu frá bænum. „Frá því við innleiddum Kópavogsmódelið hefur starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi breyst til batnaðar. Mönnun leikskóla gengur vel og frábært að sjá að ríflega helmingur starfsmanna er með háskólamenntun, sem er hátt hlutfall á landsvísu. Þá hefur faglega starfið og þjónustan batnað til muna. Það ríkir mikil tilhlökkun að taka á móti börnunum sem hefja skólagöngu í leikskólum Kópavogs í haust,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, í tilkynningunni. Í tilkynningu kemur einnig fram að eftir páska verði opnað fyrir umsóknir sem bárust eftir 10. mars og haldið áfram að úthluta plássum fram á sumar. Í tilkynningunni segir að frá því að Kópavogsmódelið var innleitt árið 2023 hafi bæði skipulag og starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi tekið stakkaskiptum. Betur gangi að manna leikskóla og því sé hægt að bjóða fleiri börnum pláss. Þá sé boðið upp á sveigjanleika í skráningu leikskólatíma sem um 26 prósent foreldra hafa nýtt sér. Leikskólaplássum hefur fjölgað í Kópavogi frá því í fyrra. Barnaskóli Kársness tekur til starfa í ágúst og hefur þegar 40 leikskólaplássum verið úthlutað í leikskólanum. Auk þess eru framkvæmdir hafnar við nýjan leikskóla við Skólatröð. Leikskólinn verður tekinn í notkun á næsta ári og er gert ráð fyrir 60 leikskólaplássum þar. Árið 2027 verður svo opnaður leikskóli við Naustavör sem mun rýma 100 börn. Sams konar tilkynningar komu frá Reykjavík og Garðabæ í gær. Í Reykjavíkurborg hefur öllum börnum 18 mánaða og eldri verið boðið pláss í haust og í Garðabæ var öllum börnum 14 mánaða og eldri boðin leikskólavist. Einhver yngri börn voru innrituð þar og var það yngsta átta mánaða. Reiknað er með að fimmtán og sextán mánaða börn fái einnig boð í ágúst eða september.
Skóla- og menntamál Kópavogur Leikskólar Garðabær Reykjavík Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira