Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Lovísa Arnardóttir skrifar 16. apríl 2025 11:23 Kópavogur úthlutaði um 540 leikskólaplássum fyrir haustið. Vísir/Anton Brink Fyrri úthlutun í leikskóla Kópavogs fyrir haustið er lokið og var öllum börnum sem fædd eru í júní 2024 og eldri boðið leikskólapláss. Yngstu börnin verða því um fjórtán mánaða þegar aðlögun hefst í leikskólum Kópavogs að loknu sumarfríi. Úthlutun náði til 540 barna sem sótt var um fyrir 10.mars, sem eru um 90 prósent barna sem hefja leikskólagöngu í haust samkvæmt tilkynningu frá bænum. „Frá því við innleiddum Kópavogsmódelið hefur starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi breyst til batnaðar. Mönnun leikskóla gengur vel og frábært að sjá að ríflega helmingur starfsmanna er með háskólamenntun, sem er hátt hlutfall á landsvísu. Þá hefur faglega starfið og þjónustan batnað til muna. Það ríkir mikil tilhlökkun að taka á móti börnunum sem hefja skólagöngu í leikskólum Kópavogs í haust,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, í tilkynningunni. Í tilkynningu kemur einnig fram að eftir páska verði opnað fyrir umsóknir sem bárust eftir 10. mars og haldið áfram að úthluta plássum fram á sumar. Í tilkynningunni segir að frá því að Kópavogsmódelið var innleitt árið 2023 hafi bæði skipulag og starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi tekið stakkaskiptum. Betur gangi að manna leikskóla og því sé hægt að bjóða fleiri börnum pláss. Þá sé boðið upp á sveigjanleika í skráningu leikskólatíma sem um 26 prósent foreldra hafa nýtt sér. Leikskólaplássum hefur fjölgað í Kópavogi frá því í fyrra. Barnaskóli Kársness tekur til starfa í ágúst og hefur þegar 40 leikskólaplássum verið úthlutað í leikskólanum. Auk þess eru framkvæmdir hafnar við nýjan leikskóla við Skólatröð. Leikskólinn verður tekinn í notkun á næsta ári og er gert ráð fyrir 60 leikskólaplássum þar. Árið 2027 verður svo opnaður leikskóli við Naustavör sem mun rýma 100 börn. Sams konar tilkynningar komu frá Reykjavík og Garðabæ í gær. Í Reykjavíkurborg hefur öllum börnum 18 mánaða og eldri verið boðið pláss í haust og í Garðabæ var öllum börnum 14 mánaða og eldri boðin leikskólavist. Einhver yngri börn voru innrituð þar og var það yngsta átta mánaða. Reiknað er með að fimmtán og sextán mánaða börn fái einnig boð í ágúst eða september. Skóla- og menntamál Kópavogur Leikskólar Garðabær Reykjavík Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Úthlutun náði til 540 barna sem sótt var um fyrir 10.mars, sem eru um 90 prósent barna sem hefja leikskólagöngu í haust samkvæmt tilkynningu frá bænum. „Frá því við innleiddum Kópavogsmódelið hefur starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi breyst til batnaðar. Mönnun leikskóla gengur vel og frábært að sjá að ríflega helmingur starfsmanna er með háskólamenntun, sem er hátt hlutfall á landsvísu. Þá hefur faglega starfið og þjónustan batnað til muna. Það ríkir mikil tilhlökkun að taka á móti börnunum sem hefja skólagöngu í leikskólum Kópavogs í haust,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, í tilkynningunni. Í tilkynningu kemur einnig fram að eftir páska verði opnað fyrir umsóknir sem bárust eftir 10. mars og haldið áfram að úthluta plássum fram á sumar. Í tilkynningunni segir að frá því að Kópavogsmódelið var innleitt árið 2023 hafi bæði skipulag og starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi tekið stakkaskiptum. Betur gangi að manna leikskóla og því sé hægt að bjóða fleiri börnum pláss. Þá sé boðið upp á sveigjanleika í skráningu leikskólatíma sem um 26 prósent foreldra hafa nýtt sér. Leikskólaplássum hefur fjölgað í Kópavogi frá því í fyrra. Barnaskóli Kársness tekur til starfa í ágúst og hefur þegar 40 leikskólaplássum verið úthlutað í leikskólanum. Auk þess eru framkvæmdir hafnar við nýjan leikskóla við Skólatröð. Leikskólinn verður tekinn í notkun á næsta ári og er gert ráð fyrir 60 leikskólaplássum þar. Árið 2027 verður svo opnaður leikskóli við Naustavör sem mun rýma 100 börn. Sams konar tilkynningar komu frá Reykjavík og Garðabæ í gær. Í Reykjavíkurborg hefur öllum börnum 18 mánaða og eldri verið boðið pláss í haust og í Garðabæ var öllum börnum 14 mánaða og eldri boðin leikskólavist. Einhver yngri börn voru innrituð þar og var það yngsta átta mánaða. Reiknað er með að fimmtán og sextán mánaða börn fái einnig boð í ágúst eða september.
Skóla- og menntamál Kópavogur Leikskólar Garðabær Reykjavík Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira