„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Siggeir Ævarsson skrifar 16. apríl 2025 22:57 Þorleifur Ólafsson segir þetta hafa verið ömurlegt tímabil sem endaði rosalega vel þrátt fyrir tap í kvöld og að liðið sé komið í sumarfrí Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var svekktur með niðurstöðu kvöldsins þegar Grindvíkingar töpuðu í oddaleik í Ólafssal gegn Haukum 79-64 og var tíðrætt um hversu þungt það reyndist liðinu að missa miðherja sinn, Isabellu Ósk Sigurðardóttur, í meiðsli á ögurstundu. „Bara frábær sería en kannski einn lélegur leikhluti. Skitum á okkur í þriðja leikhluta og það er bara munurinn. Haukar bara frábærar. Ég er kannski ekkert aðdáandi þessa frasa en það er þetta gamla góða, þær vildu það meira, það er alveg hægt að segja það.“ Aðspurður um sveifluna sem varð í leiknum undir lok fyrri hálfleiks svaraði Þorleifur bara allt öðru og fór þess í stað í djúpa greiningu á seríunni í heild og hvar Grindvíkingar í raun misstu hana úr höndum sér eftir að hafa komist í 2-0. „Ég held svona eftir á að hyggja þá erum við að spila flotta fjóra leiki. Við erum óheppnar að tapa þriðja og svo bara missum við Isabellu út. Það sem við vorum að gera á móti þeim, hún var stærsti parturinn af því, sérstaklega varnarlega og var að gera það frábærlega. Hún dettur út, lendir í einhverju bílslysi og eitthvað djöfulsins kjaftæði. Hún kemur hérna inn og er að reyna sitt besta.“ Varnarleikur Grindvíkinga riðlaðist mikið með brotthvarfi Isabellu og það sást glöggt í kvöld. „Ég vil bara meina að ef við hefðum ekki misst Isabellu þá hefðum við bara tekið fjórða leikinn nokkuð örugglega. Því við vorum bara það fullar af sjálfstrausti. Við vorum bara það ákveðnar og okkur leið bara rosalega vel með Haukana. En svo bara breytist jafnvægið í liðinu. Að missa svona leikmann út, sem er náttúrulega frábær frákastari og hún var að binda vörnina okkar saman og var að gera það vel. Við þurfum ekki að vera að hjálpa mikið af skyttunum þeirra og hún bara sá um rúllið og gerði það ógeðslega vel.“ Það er nokkuð ljóst í huga Þorleifs að Haukar myndu ekki gefa nein grið í oddaleik. „Þar svona liggur hundurinn grafinn. Við missum hana og Haukar náttúrulega bara hörkulið, ógeðslega góðar, vel rútíneraðar og vel þjálfaðar. Eru búnar að spila vel í vetur og þær gefa ekkert einhverja sénsa í leik fimm þegar allt er búið að riðlast hjá okkur. Þær bara gerðu ógeðslega vel. Spiluðu frábærlega og við áttum bara einhvern veginn engin svör. En við reyndum. Við vorum að taka opnu skotin í restina. Ég tók leikhlé og sagði: „Þetta eru sex stopp og sex þristar og þá er málið dautt“ en það gekk ekki upp og við erum bara komnar í sumarfrí.“ Beðinn um að líta til baka á tímabilið, þar sem Grindavík rétt slefaði í úrslitakeppnina eftir allskonar skakkaföll var Þorleifur bara nokkuð sáttur með hvernig þetta fór að lokum, þrátt fyrir tap í kvöld. „Ég er mjög sáttur við hvernig við enduðum tímabilið. En byrjunin og miðjan og ýmislegt, það gekk mikið á. Þetta var svolítill rússíbani. Við vorum að skipta um útlendinga og lentum í fullt af meiðslum. Við ætluðum okkur bara stærri hluti. En mér finnst svona eftir á að hyggja, ömurlegt tímabil sem endaði rosalega vel.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira
„Bara frábær sería en kannski einn lélegur leikhluti. Skitum á okkur í þriðja leikhluta og það er bara munurinn. Haukar bara frábærar. Ég er kannski ekkert aðdáandi þessa frasa en það er þetta gamla góða, þær vildu það meira, það er alveg hægt að segja það.“ Aðspurður um sveifluna sem varð í leiknum undir lok fyrri hálfleiks svaraði Þorleifur bara allt öðru og fór þess í stað í djúpa greiningu á seríunni í heild og hvar Grindvíkingar í raun misstu hana úr höndum sér eftir að hafa komist í 2-0. „Ég held svona eftir á að hyggja þá erum við að spila flotta fjóra leiki. Við erum óheppnar að tapa þriðja og svo bara missum við Isabellu út. Það sem við vorum að gera á móti þeim, hún var stærsti parturinn af því, sérstaklega varnarlega og var að gera það frábærlega. Hún dettur út, lendir í einhverju bílslysi og eitthvað djöfulsins kjaftæði. Hún kemur hérna inn og er að reyna sitt besta.“ Varnarleikur Grindvíkinga riðlaðist mikið með brotthvarfi Isabellu og það sást glöggt í kvöld. „Ég vil bara meina að ef við hefðum ekki misst Isabellu þá hefðum við bara tekið fjórða leikinn nokkuð örugglega. Því við vorum bara það fullar af sjálfstrausti. Við vorum bara það ákveðnar og okkur leið bara rosalega vel með Haukana. En svo bara breytist jafnvægið í liðinu. Að missa svona leikmann út, sem er náttúrulega frábær frákastari og hún var að binda vörnina okkar saman og var að gera það vel. Við þurfum ekki að vera að hjálpa mikið af skyttunum þeirra og hún bara sá um rúllið og gerði það ógeðslega vel.“ Það er nokkuð ljóst í huga Þorleifs að Haukar myndu ekki gefa nein grið í oddaleik. „Þar svona liggur hundurinn grafinn. Við missum hana og Haukar náttúrulega bara hörkulið, ógeðslega góðar, vel rútíneraðar og vel þjálfaðar. Eru búnar að spila vel í vetur og þær gefa ekkert einhverja sénsa í leik fimm þegar allt er búið að riðlast hjá okkur. Þær bara gerðu ógeðslega vel. Spiluðu frábærlega og við áttum bara einhvern veginn engin svör. En við reyndum. Við vorum að taka opnu skotin í restina. Ég tók leikhlé og sagði: „Þetta eru sex stopp og sex þristar og þá er málið dautt“ en það gekk ekki upp og við erum bara komnar í sumarfrí.“ Beðinn um að líta til baka á tímabilið, þar sem Grindavík rétt slefaði í úrslitakeppnina eftir allskonar skakkaföll var Þorleifur bara nokkuð sáttur með hvernig þetta fór að lokum, þrátt fyrir tap í kvöld. „Ég er mjög sáttur við hvernig við enduðum tímabilið. En byrjunin og miðjan og ýmislegt, það gekk mikið á. Þetta var svolítill rússíbani. Við vorum að skipta um útlendinga og lentum í fullt af meiðslum. Við ætluðum okkur bara stærri hluti. En mér finnst svona eftir á að hyggja, ömurlegt tímabil sem endaði rosalega vel.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira