„Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2025 22:01 Daði Geir Samúelsson fjármálastjóri ylræktarstöðvanna Sólskinsgrænmetis. Vísir/Magnús Hlynur Garðyrkjubændum í ylrækt reynist erfitt að keppa við innflutt grænmeti eins og tómötum, sem eru til dæmis seldir á 1200 krónur kílóið á meðan íslenskir tómatar eru seldir á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Á sama tíma hefur orðið gríðarleg hækkun á rafmagni til garðyrkjubænda en um síðustu mánaðarmót þurfti garðyrkjustöð á Flúðum til dæmis að borga 16 milljónir í rafmagn fyrir einn mánuð. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra fóru nýlega í hringferð um landið þar sem þau héldu sjö fundi með bænum og búaliði til að taka stöðuna í atvinnugreininni og heyra í bændum. Einn af fundunum var haldinn í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi þar sem Daði Geir Samúelsson, fjármálastjóri ylræktarstöðvanna Sólskinsgrænmetis á Flúðum, en þær eru tvær, kom í ræðustól og sagði meðal annars þetta. „Það er alveg rosalega erfitt að reyna að reka garðyrkjustöðin þegar maður er að reyna að keppa við innflutning þar sem tómatar eru kannski á 1200 krónur kílóið en við þurfum að hafa okkar tómata á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Og þótt að fólk vilji gjarnan versla við okkur þá er munurinn bara orðin svo gríðarlegur. Það er orðið svolítið erfitt,“ sagði Daði Geir. Fundurinn var vel sóttur. Vísir/Magnús Hlynur Þá fór hann að tala um raforkuverð til ylræktarinnar. „Til dæmis núna um áramótin þá hækkaði rafmagnskostnaður hjá okkur um yfir 30%, þá söluhlutinn. Ef ég gef ykkur dæmi þá borga ég 16 milljónir á mánuði í rafmagnskostnað, sem sagt sala og dreifingu fyrir mínar tvær garðyrkjustöðvar. Það er um einn hektari af húsum, sem við erum með í lýsingu.“ Svo eru 22 starfsmenn að vinna hjá Daða, sem fengu launahækkun um síðustu áramót samkvæmt kjarasamningum. „Þannig að þetta er alveg gríðarlegur vandi þarna á höndum þótt að við séum með trausta neytendur og erum með verslunina í ákveðnu liði með okkur.“ Landbúnaður Garðyrkja Flóahreppur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra fóru nýlega í hringferð um landið þar sem þau héldu sjö fundi með bænum og búaliði til að taka stöðuna í atvinnugreininni og heyra í bændum. Einn af fundunum var haldinn í félagsheimilinu Félagslundi í Flóahreppi þar sem Daði Geir Samúelsson, fjármálastjóri ylræktarstöðvanna Sólskinsgrænmetis á Flúðum, en þær eru tvær, kom í ræðustól og sagði meðal annars þetta. „Það er alveg rosalega erfitt að reyna að reka garðyrkjustöðin þegar maður er að reyna að keppa við innflutning þar sem tómatar eru kannski á 1200 krónur kílóið en við þurfum að hafa okkar tómata á 2.800 krónur upp í 3.000 krónur kílóið. Og þótt að fólk vilji gjarnan versla við okkur þá er munurinn bara orðin svo gríðarlegur. Það er orðið svolítið erfitt,“ sagði Daði Geir. Fundurinn var vel sóttur. Vísir/Magnús Hlynur Þá fór hann að tala um raforkuverð til ylræktarinnar. „Til dæmis núna um áramótin þá hækkaði rafmagnskostnaður hjá okkur um yfir 30%, þá söluhlutinn. Ef ég gef ykkur dæmi þá borga ég 16 milljónir á mánuði í rafmagnskostnað, sem sagt sala og dreifingu fyrir mínar tvær garðyrkjustöðvar. Það er um einn hektari af húsum, sem við erum með í lýsingu.“ Svo eru 22 starfsmenn að vinna hjá Daða, sem fengu launahækkun um síðustu áramót samkvæmt kjarasamningum. „Þannig að þetta er alveg gríðarlegur vandi þarna á höndum þótt að við séum með trausta neytendur og erum með verslunina í ákveðnu liði með okkur.“
Landbúnaður Garðyrkja Flóahreppur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira