Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. apríl 2025 14:37 Albert Jónsson var sendiherra í Bandaríkjunum árin 2006 til 2009, og í Rússlandi 2011 til 2016. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra segir vopnahlé sem boðað var milli Rússlands og Úkraínu yfir páskana litlu máli skipta. Ásakanir hafa gengið milli aðila um brot á vopnahléinu. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn ekki hafa haft í heiðri vopnahléið sem Rússlandsforseti boðaði í gær að yrði í gildi um páskana. Það átti að taka gildi klukkan sex í gærkvöldi. Selenskí segir að á fyrstu sex klukkustundunum hafi Rússar fjölda stórskotaliðsárása, áhlaupa og drónaárása í Úkraínu. Í nótt hafi verið gerðar fleiri stórskotaliðsárásir og áhlaup víða á víglínunni, í Dónetsk, Pokrovsk og Sapórísjíu. Selenskí greindi frá þessu á samfélagsmiðlum, og sagði Rússaher reyna að skapa ímynd vopnahlés, á meðan hann héldi áfram tilraunum til landvinninga. Rússar gefi ekkert eftir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum, segir vopnahléið í raun litlu skipta. Friðarviðræður til lengri tíma séu aðalmálið. „Það er tvennt sem stendur upp úr að mínu mati, í stóru myndinni. Annars vegar er ekkert sem bendir til þess að Rússar ætli, á þessu stigi, að gefa neitt eftir. Þeir hafa ekki gefið neitt eftir á meðan Trump-stjórnin virðist reiðubúin í meiriháttar eftirgjöf, varðandi hugsanlega Nató-aðild Úkraínu, og tilbúin til að gefa eftir úkraínskt land. Hins vegar virðist Trump-stjórnin einfaldlega ekki hafa neitt plan. Enga friðaráætlun fyrir Úkraínu,“ segir Albert. Stefnan á skjön við einu raunhæfu áætlunina Allur þrýstingur Bandaríkjanna sé settur á Úkraínu. „Nú síðast felst þrýstingurinn í því að Trump-stjórnin segist ætla að hætta þátttöku í öllum friðarviðræðum ef ekki kemur árangur. Þeir láta líta út eins og það standi á Rússum að færa fram árangur á næstu dögum, en það er bara ekkert sem bendir til þess að það sé raunverulega stefnan.“ Bandaríkin hafi hætt nánast öllum vopnasendingum til Úkraínu. „Eina raunhæfa friðaráætlunin fyrir Úkraínu væri að láta þá hafa þann stuðning sem þarf til þess að knýja Rússana í vopnahlé. Láta Úkraínu hafa það sem þarf til að halda aftur af rússneska hernum í framhaldinu. Stefna Trump-stjórnarinnar er hvergi nálægt því, eftir því sem ég fæ séð og margir aðrir. Þvert á móti.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn ekki hafa haft í heiðri vopnahléið sem Rússlandsforseti boðaði í gær að yrði í gildi um páskana. Það átti að taka gildi klukkan sex í gærkvöldi. Selenskí segir að á fyrstu sex klukkustundunum hafi Rússar fjölda stórskotaliðsárása, áhlaupa og drónaárása í Úkraínu. Í nótt hafi verið gerðar fleiri stórskotaliðsárásir og áhlaup víða á víglínunni, í Dónetsk, Pokrovsk og Sapórísjíu. Selenskí greindi frá þessu á samfélagsmiðlum, og sagði Rússaher reyna að skapa ímynd vopnahlés, á meðan hann héldi áfram tilraunum til landvinninga. Rússar gefi ekkert eftir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum, segir vopnahléið í raun litlu skipta. Friðarviðræður til lengri tíma séu aðalmálið. „Það er tvennt sem stendur upp úr að mínu mati, í stóru myndinni. Annars vegar er ekkert sem bendir til þess að Rússar ætli, á þessu stigi, að gefa neitt eftir. Þeir hafa ekki gefið neitt eftir á meðan Trump-stjórnin virðist reiðubúin í meiriháttar eftirgjöf, varðandi hugsanlega Nató-aðild Úkraínu, og tilbúin til að gefa eftir úkraínskt land. Hins vegar virðist Trump-stjórnin einfaldlega ekki hafa neitt plan. Enga friðaráætlun fyrir Úkraínu,“ segir Albert. Stefnan á skjön við einu raunhæfu áætlunina Allur þrýstingur Bandaríkjanna sé settur á Úkraínu. „Nú síðast felst þrýstingurinn í því að Trump-stjórnin segist ætla að hætta þátttöku í öllum friðarviðræðum ef ekki kemur árangur. Þeir láta líta út eins og það standi á Rússum að færa fram árangur á næstu dögum, en það er bara ekkert sem bendir til þess að það sé raunverulega stefnan.“ Bandaríkin hafi hætt nánast öllum vopnasendingum til Úkraínu. „Eina raunhæfa friðaráætlunin fyrir Úkraínu væri að láta þá hafa þann stuðning sem þarf til þess að knýja Rússana í vopnahlé. Láta Úkraínu hafa það sem þarf til að halda aftur af rússneska hernum í framhaldinu. Stefna Trump-stjórnarinnar er hvergi nálægt því, eftir því sem ég fæ séð og margir aðrir. Þvert á móti.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira