Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. apríl 2025 15:21 Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Vilhelm Formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að bensín- og olíuverð á Íslandi hafi tilhneigingu til þess að fara hratt upp en hægt niður. Heimsmarkaðsverð á olíu hafi lækkað um fjögur prósent á síðasta mánuði en meðalverð á Íslandi lækkað um 0,9 prósent á sama tíma. Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, var til viðtals í Reykjavík síðdegis fyrr í vikunni þar sem hann var spurður að því af hverju bensín- og líuverð hefði ekki lækkað á Íslandi í samræmi við veika stöðu Bandaríkjadollars og lækkandi heimsmarkaðsverði á olíu. Eiga neytendur inni lækkun á olíu- og bensínverði? „Já þetta er eins og við höfum áður farið yfir, skattar í ríkissjóð eru mjög hátt hlutfall í verði sem neytendur borga fyrir eldsneyti, það er yfir helmingur, en svo er það álagning olíufélaga og svo er það innkaupsverðið.“ Verðið lækkað á Norðurlöndunum Runólfur segir að verð hafi almennt verið að lækka til neytenda á Norðurlöndunum. Svipuð verðþróun hafi átt sér stað hjá Costco á Íslandi, en hin félögin hafi verið seinni til og latari á einhvern hátt. „En við erum að sjá að síðustu þrjátíu daga hefur meðalbensínverð lækkað um 0,9 prósent. Heimsmarkaðurinn hefur lækkað vel yfir 4 prósent að teknu tilliti til gengis Bandaríkjadals.“ Verðlækkunin hjá Costco á Íslandi síðustu þrjátíu daga hafi verið þrjú prósent. Það er meira í takt við heimsmarkaðsverðið? „Já þeir eru svona að fylgja kúrvunni sem við sjáum í nágrannalöndunum okkar.“ Runólfur segir að í gegnum tíðina hafi olíufélögin hér á landi yfirleitt ekki beðið lengi með að hækka verðið þegar hækkun verður á heimsmarkaði. „Já það er því miður þannig. Það hefur meira að segja verið sýnt fram á það með veigamikillirannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu, að verðið hefur tilhneigingu til þess að fara hratt upp en hægt niður „Það er eins og einhver lýsti því í ákveðinni fræðibók, það er eins og raketta upp en niður eins og fjöður.“ Útskýringarnar á þessu snúist yfirleitt um birgðarstöðu. „Einhvernveginn virðast menn bæði vera með vond innkaup þegar verð hækkar en líka vond innkaup þegar verð lækkar.“ „Ég ætla ekki að segja það að innkaupastjórarnir hjá olíufélögunum séu ekki starfi sínu vaxnir. Ég held það sé bara skortur á samkeppni, þessi fákeppnismarkaður hann örvar fólk ekki til dáða því miður,“ segir Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Bensín og olía Skattar og tollar Bílar Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira
Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, var til viðtals í Reykjavík síðdegis fyrr í vikunni þar sem hann var spurður að því af hverju bensín- og líuverð hefði ekki lækkað á Íslandi í samræmi við veika stöðu Bandaríkjadollars og lækkandi heimsmarkaðsverði á olíu. Eiga neytendur inni lækkun á olíu- og bensínverði? „Já þetta er eins og við höfum áður farið yfir, skattar í ríkissjóð eru mjög hátt hlutfall í verði sem neytendur borga fyrir eldsneyti, það er yfir helmingur, en svo er það álagning olíufélaga og svo er það innkaupsverðið.“ Verðið lækkað á Norðurlöndunum Runólfur segir að verð hafi almennt verið að lækka til neytenda á Norðurlöndunum. Svipuð verðþróun hafi átt sér stað hjá Costco á Íslandi, en hin félögin hafi verið seinni til og latari á einhvern hátt. „En við erum að sjá að síðustu þrjátíu daga hefur meðalbensínverð lækkað um 0,9 prósent. Heimsmarkaðurinn hefur lækkað vel yfir 4 prósent að teknu tilliti til gengis Bandaríkjadals.“ Verðlækkunin hjá Costco á Íslandi síðustu þrjátíu daga hafi verið þrjú prósent. Það er meira í takt við heimsmarkaðsverðið? „Já þeir eru svona að fylgja kúrvunni sem við sjáum í nágrannalöndunum okkar.“ Runólfur segir að í gegnum tíðina hafi olíufélögin hér á landi yfirleitt ekki beðið lengi með að hækka verðið þegar hækkun verður á heimsmarkaði. „Já það er því miður þannig. Það hefur meira að segja verið sýnt fram á það með veigamikillirannsókn hjá Samkeppniseftirlitinu, að verðið hefur tilhneigingu til þess að fara hratt upp en hægt niður „Það er eins og einhver lýsti því í ákveðinni fræðibók, það er eins og raketta upp en niður eins og fjöður.“ Útskýringarnar á þessu snúist yfirleitt um birgðarstöðu. „Einhvernveginn virðast menn bæði vera með vond innkaup þegar verð hækkar en líka vond innkaup þegar verð lækkar.“ „Ég ætla ekki að segja það að innkaupastjórarnir hjá olíufélögunum séu ekki starfi sínu vaxnir. Ég held það sé bara skortur á samkeppni, þessi fákeppnismarkaður hann örvar fólk ekki til dáða því miður,“ segir Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
Bensín og olía Skattar og tollar Bílar Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Fleiri fréttir Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Sjá meira