Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. apríl 2025 20:04 Frú Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, ásamt Soffíu Sveinsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands og Guðríði Helgadóttur, staðarhaldara á Reykjum þegar forsetahjónin mættu í opna húsið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseta Íslands dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði því það er svo erfitt að stunda garðrækt í rokinu á staðnum. Kryddjurtir eru þó ræktaðir inni í gluggakistunum á Bessastöðum, sem eiginmaður forseta notar svo í matseld. Forseti Íslands og eiginmaður hennar voru heiðursgestir á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta. Hópur barna tók á móti forsetanum og fékk myndir af sér með þeim og svo var haldið á hátíðarsamkomu í gróðurskála skólans þar sem forsetinn veitti nokkur garðyrkjuverðlaun. Garðyrkjubændurnir í garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási í Bláskógabyggð fengu hvatningarverðlaun garðyrkjunnar og Bjarkarás, Svava Rafnsdóttir, garðyrkjufræðingur hluti verðlaun fyrir að vera besti verknámsstaður skólans en um er að ræða gróðurhús við Stjörnugróf í Reykjavík, sem er rekið af Ás styrktarfélagi. Loks fékk Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjusérfræðingur í Nátthaga í Ölfusi heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2025 en þar rekur hann öfluga garðplöntustöð. Eigendur garðyrkjustöðvarinnar Heiðmerkur í Laugarási í Bláskógabyggð fengu Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2025 en það eru þau Óli Finnsson og Inga Sigríður Snorradóttir, sem eru hér með börnum sínum, Mána og Kríu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarkarás hlaut verðlaun fyrir að vera besti verknámsstaður Garðyrkjuskólans en um er að ræða gróðurhús við Stjörnugróf í Reykjavík, sem er rekið af Ás styrktarfélagi. Svava Rafnsdóttir er garðyrkjufræðingur þar og tók á móti verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjusérfræðingur í Nátthaga í Ölfusi fékk heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2025 en þar rekur hann öfluga garðplöntustöð. Hér er hann með verðlaunagripinn og Höllu forseta, sem afhenti honum viðurkenninguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Halla rifjaði upp sínar fyrstu gróður minningar sínar í ræðustólnum. „Mínar fyrstu gróðurminningar voru hér í Eden þannig að mér finnst þið eiga eitthvað hlutverk á landsvísu að halda áfram að leiða og minna okkur á fegurðina, skjólið, ánægjuna og næringuna, sem felst í því að við ræktum áfram garðinn okkar hér og á landinu öllu,“ sagði Halla. En hvað með Höllu sjálfa, hefur hún eitthvað vit á garðyrkju? „Nei, kannski ekki vit en áhuga og gleði, sérstaklega af kryddjurtarækt, það er eitthvað, sem ég hef alltaf haft gaman af og maðurinn eldar svo úr því. Það gengur illa í rokinu á Bessastöðum að gera eitthvað úti enn þá. Ég þarf eiginlega að koma mér upp gróðurhúsi en ég reyni að nota eldhúsgluggann aðeins já,” segir Halla kampakát. Forsetahjónin með nokkrum hressum krökkum, sem tóku á móti þeim þegar þau mættu í opna húsið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson mætti líka í Garðyrkjuskólann en hann veitti umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar en þau fóru til fyrirtækisins „Livefodd” í Hveragerði, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi en eigendur fyrirtækisins ery þau Erlendur Eiríksson og Fjóla Einarsdóttir, sem tóku á móti verðlaununum vegna framlags fyrirtækis þeirra til umhverfisvænnar og sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar fóru til fyrirtækisins „Livefodd” í Hveragerði, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi en eigendur fyrirtækisins eru þau Erlendur Eiríksson og Fjóla Einarsdóttir. Þau eru hér með forseta Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Garðyrkja Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Forseti Íslands og eiginmaður hennar voru heiðursgestir á opnu húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta. Hópur barna tók á móti forsetanum og fékk myndir af sér með þeim og svo var haldið á hátíðarsamkomu í gróðurskála skólans þar sem forsetinn veitti nokkur garðyrkjuverðlaun. Garðyrkjubændurnir í garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarási í Bláskógabyggð fengu hvatningarverðlaun garðyrkjunnar og Bjarkarás, Svava Rafnsdóttir, garðyrkjufræðingur hluti verðlaun fyrir að vera besti verknámsstaður skólans en um er að ræða gróðurhús við Stjörnugróf í Reykjavík, sem er rekið af Ás styrktarfélagi. Loks fékk Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjusérfræðingur í Nátthaga í Ölfusi heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2025 en þar rekur hann öfluga garðplöntustöð. Eigendur garðyrkjustöðvarinnar Heiðmerkur í Laugarási í Bláskógabyggð fengu Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2025 en það eru þau Óli Finnsson og Inga Sigríður Snorradóttir, sem eru hér með börnum sínum, Mána og Kríu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarkarás hlaut verðlaun fyrir að vera besti verknámsstaður Garðyrkjuskólans en um er að ræða gróðurhús við Stjörnugróf í Reykjavík, sem er rekið af Ás styrktarfélagi. Svava Rafnsdóttir er garðyrkjufræðingur þar og tók á móti verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Sturla Njálsson, garðyrkjusérfræðingur í Nátthaga í Ölfusi fékk heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2025 en þar rekur hann öfluga garðplöntustöð. Hér er hann með verðlaunagripinn og Höllu forseta, sem afhenti honum viðurkenninguna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Halla rifjaði upp sínar fyrstu gróður minningar sínar í ræðustólnum. „Mínar fyrstu gróðurminningar voru hér í Eden þannig að mér finnst þið eiga eitthvað hlutverk á landsvísu að halda áfram að leiða og minna okkur á fegurðina, skjólið, ánægjuna og næringuna, sem felst í því að við ræktum áfram garðinn okkar hér og á landinu öllu,“ sagði Halla. En hvað með Höllu sjálfa, hefur hún eitthvað vit á garðyrkju? „Nei, kannski ekki vit en áhuga og gleði, sérstaklega af kryddjurtarækt, það er eitthvað, sem ég hef alltaf haft gaman af og maðurinn eldar svo úr því. Það gengur illa í rokinu á Bessastöðum að gera eitthvað úti enn þá. Ég þarf eiginlega að koma mér upp gróðurhúsi en ég reyni að nota eldhúsgluggann aðeins já,” segir Halla kampakát. Forsetahjónin með nokkrum hressum krökkum, sem tóku á móti þeim þegar þau mættu í opna húsið í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson mætti líka í Garðyrkjuskólann en hann veitti umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar en þau fóru til fyrirtækisins „Livefodd” í Hveragerði, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi en eigendur fyrirtækisins ery þau Erlendur Eiríksson og Fjóla Einarsdóttir, sem tóku á móti verðlaununum vegna framlags fyrirtækis þeirra til umhverfisvænnar og sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar fóru til fyrirtækisins „Livefodd” í Hveragerði, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi en eigendur fyrirtækisins eru þau Erlendur Eiríksson og Fjóla Einarsdóttir. Þau eru hér með forseta Íslands. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Garðyrkja Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira