Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar 28. apríl 2025 14:00 Á hverju ári eru flest skólahúsnæði í Reykjavík lokuð í um einn til þrjá mánuði. Gluggar eru lokaðir, loftræstikerfi ganga illa og andrúmsloftið verður kyrrt og dautt. Þrátt fyrir að skólabyggingar séu meðal stærstu fasteigna borgarinnar, standa þær að miklu leyti auðar yfir sumarið – þar liggja tækifæri til að nýta þær á gagnlegan hátt. Á sama tíma eigum við í baráttu við síendurtekið vandamál: myglu í skólum. Það má spyrja einfaldra spurninga: Af hverju nýtum við ekki skólahúsnæði betur yfir sumarið?Af hverju fá ekki listamenn, hópar eða samfélagsverkefni aðgang að þessum húsum þegar þau standa annars ónotuð?Hvers vegna snúum við ekki vandamálinu í tekjulind? Leigum út skólana – í þágu loftgæða og lífsgæða Hugmyndin sem ég legg til er einföld: Reykjavíkurborg bjóði kerfisbundið út skólahúsnæði til tímabundinnar leigu yfir sumarmánuðina. Það gæti verið ein álma með sal og stofum, eða bara ein sérinngangsstofa – eftir aðstæðum. Notkunin gæti verið fjölbreytt: listasýningar, tónleikar, æfingar, námskeið, sumarbúðir, ráðstefnur eða nýsköpunarverkefni. Slíkt fyrirkomulag gæti: Bætt loftflæði og minnkað líkur á myglu. Skapað nýja tekjulind fyrir borgina. Stutt við menningu og grasrót. Gert Reykjavík að enn fjölbreyttari borg yfir sumarið. Þetta snýst ekki bara um ónotað rými - heldur um tækifæri. Það er engin ástæða fyrir því að skólabyggingar standi lokaðar í 6–10 vikur eins og heilagir gripir. Skólarnir eru samfélagsleg auðlind og við ættum að meðhöndla þá sem slíka. Engir öfgar – bara skynsemi Hér á landi eru dæmi um að skólahúsnæði séu notuð fyrir námskeið eða viðburði, en það er undantekning, ekki regla. Hver hefur ekki gist í skóla í Vestmanneyjum á fótboltamóti?Reykjavíkurborg gæti verið leiðandi í því að þróa þessa nálgun áfram með ábyrgum hætti. Með því að skilgreina reglur, verðskrá, viðmið og tryggja samráð við skólayfirvöld – væri hægt að gera þetta að sjálfbæru og gagnlegu kerfi. Við gerum kröfur um skilvirkni í allri opinberri starfsemi. En þegar kemur að fasteignum borgarinnar virðist viðmið okkar oft gleymast. Það er kominn tími til að við horfum á þessar byggingar með nýjum augum: sem lífleg samfélagsrými – ekki lokaðar hirslur fyrir krakka og kennara. Hvað nú? Ég kalla eftir því að Reykjavíkurborg skoði þessa hugmynd af alvöru og ekki síst að við hættum að líta á skólahúsnæði sem rými með aðeins eitt hlutverk. Staðreyndin er sú að virk notkun og góð loftræsting kemur í veg fyrir myglu. Við getum á sama tíma stutt við menningu og nýsköpun, jafnvel aflað tekna (ekki veitir af). Þetta er ekki flókið. Byggingarnar eru til, tækifærið er raunverulegt og lausnin er einföld: opnum dyrnar, hleypum inn fólki og lofti – gerum borgina okkar skynsamari í leiðinni. Höfundur er ungur Framsóknarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Sjá meira
Á hverju ári eru flest skólahúsnæði í Reykjavík lokuð í um einn til þrjá mánuði. Gluggar eru lokaðir, loftræstikerfi ganga illa og andrúmsloftið verður kyrrt og dautt. Þrátt fyrir að skólabyggingar séu meðal stærstu fasteigna borgarinnar, standa þær að miklu leyti auðar yfir sumarið – þar liggja tækifæri til að nýta þær á gagnlegan hátt. Á sama tíma eigum við í baráttu við síendurtekið vandamál: myglu í skólum. Það má spyrja einfaldra spurninga: Af hverju nýtum við ekki skólahúsnæði betur yfir sumarið?Af hverju fá ekki listamenn, hópar eða samfélagsverkefni aðgang að þessum húsum þegar þau standa annars ónotuð?Hvers vegna snúum við ekki vandamálinu í tekjulind? Leigum út skólana – í þágu loftgæða og lífsgæða Hugmyndin sem ég legg til er einföld: Reykjavíkurborg bjóði kerfisbundið út skólahúsnæði til tímabundinnar leigu yfir sumarmánuðina. Það gæti verið ein álma með sal og stofum, eða bara ein sérinngangsstofa – eftir aðstæðum. Notkunin gæti verið fjölbreytt: listasýningar, tónleikar, æfingar, námskeið, sumarbúðir, ráðstefnur eða nýsköpunarverkefni. Slíkt fyrirkomulag gæti: Bætt loftflæði og minnkað líkur á myglu. Skapað nýja tekjulind fyrir borgina. Stutt við menningu og grasrót. Gert Reykjavík að enn fjölbreyttari borg yfir sumarið. Þetta snýst ekki bara um ónotað rými - heldur um tækifæri. Það er engin ástæða fyrir því að skólabyggingar standi lokaðar í 6–10 vikur eins og heilagir gripir. Skólarnir eru samfélagsleg auðlind og við ættum að meðhöndla þá sem slíka. Engir öfgar – bara skynsemi Hér á landi eru dæmi um að skólahúsnæði séu notuð fyrir námskeið eða viðburði, en það er undantekning, ekki regla. Hver hefur ekki gist í skóla í Vestmanneyjum á fótboltamóti?Reykjavíkurborg gæti verið leiðandi í því að þróa þessa nálgun áfram með ábyrgum hætti. Með því að skilgreina reglur, verðskrá, viðmið og tryggja samráð við skólayfirvöld – væri hægt að gera þetta að sjálfbæru og gagnlegu kerfi. Við gerum kröfur um skilvirkni í allri opinberri starfsemi. En þegar kemur að fasteignum borgarinnar virðist viðmið okkar oft gleymast. Það er kominn tími til að við horfum á þessar byggingar með nýjum augum: sem lífleg samfélagsrými – ekki lokaðar hirslur fyrir krakka og kennara. Hvað nú? Ég kalla eftir því að Reykjavíkurborg skoði þessa hugmynd af alvöru og ekki síst að við hættum að líta á skólahúsnæði sem rými með aðeins eitt hlutverk. Staðreyndin er sú að virk notkun og góð loftræsting kemur í veg fyrir myglu. Við getum á sama tíma stutt við menningu og nýsköpun, jafnvel aflað tekna (ekki veitir af). Þetta er ekki flókið. Byggingarnar eru til, tækifærið er raunverulegt og lausnin er einföld: opnum dyrnar, hleypum inn fólki og lofti – gerum borgina okkar skynsamari í leiðinni. Höfundur er ungur Framsóknarmaður.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun