Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 30. apríl 2025 09:33 Í hjarta jafnaðarmennskunnar slær sú sannfæring að réttlæti og jafnrétti eigi að ríkja í samfélagi okkar og með samstöðu getum við nálgast þetta markmið. Frá upphafi hefur barátta jafnaðarmanna verið órofa tengd verkalýðsbaráttunni – baráttunni fyrir að tryggja öllum mannsæmandi lífskjör, félagslegt öryggi og raunverulegt vald yfir eigin lífi óháð uppruna, kyni, bakgrunni, stöðu eða stétt. Samfylkingin − jafnaðarflokkur Íslands heldur 1. maí í heiðri minningu þeirra sem frá því snemma á liðinni öld hafa barist fyrir réttindum sem launafólk nýtur nú góðs af, svo sem orlofsrétti, fæðingarorlofi, atvinnuleysistryggingum, veikindarétti, öryggi í starfi, styttri vinnuviku. Barátta þeirra sem á undan hafa gengið í þessari mannréttindasókn er arfleifð okkar – en sú barátta er langt í frá á enda. Við lifum á tímum þar sem þau réttindi sem áunnist hafa á þessum tíma þykja sjálfsögð. Sumum þykja þau jafnvel óþörf, og vilja skerða rétt launafólks til kjarabaráttu og verkfalla. Þá er ójöfnuðurinn á vinnumarkaði vegna kynbundins launamunar óþolandi fortíðardraugur sem við þurfum að kveða niður með samstöðu. Einnig hefur húsnæðismarkaðurinn verið ósanngjarn, og láglaunafólkið á vinnumarkaði, sem ber þyngstu byrðarnar, hefur ekki búið við þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Þessi raunveruleiki blasir við og þess vegna stendur Samfylkingin nú af fullum krafti með verkalýðshreyfingunni, bæði í landstjórninni og í sveitarfélögunum, í að bæta úr þessum, tja, meinum vil ég segja. Samstaða, jöfnuður og réttlæti eiga ekki að vera orðin tóm – þau eru lífæð samfélagsins. Verkalýðsbaráttan sprettur af þeirri einföldu en djúpstæðu sannfæringu að vinnandi fólk sé hornsteinn samfélagsins, og við í Samfylkingunni vitum að það er fólkið sem skapar auðinn í samfélaginu. Án vinnandi fólks eru engir atvinnuvegir, engin fyrirtæki dafna og engin samfélög blómstra. Samt sem áður hefur sagan sýnt okkur hvernig vinnuafl er og misbeitt í þágu fárra. Því rísa jafnaðarmenn upp, ekki til að skapa óvissu eða glundroða í samfélaginu, heldur til að móta réttlátari grunn til framtíðar með skýru framtíðarplani. Ein af grunnkröfum jafnaðarmannastefnunnar hefur verið sú að fólk á vinnumarkaði þurfi ekki að lifa í fátækt. Mannlegri reisn vinnandi fólks má aldrei fórna fyrir skammtímahagnað eða vegna græðgi. Ásamt kröfu verkalýðshreyfingarinnar um sanngjörn laun hefur baráttan einnig snúist um að standa vörð um velferðina og berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, gegn launamisrétti, ofbeldi gegn konum á vinnumarkaði og kynbundnum launamun, sem stundum virðist meitlaður í stein. En jafnaðarmennska gengur ekki aðeins út á að tryggja réttindi í samfélaginu í heild, heldur einnig á vinnustöðunum. Vinnandi fólk á auðvitað rétt á því að rödd þess heyrist þegar teknar eru ákvarðanir sem snúa að daglegu lífi þess, hvort sem um er að ræða launakjör, vinnutíma eða skipulag vinnunnar. Lýðræði á vinnustöðum styrkir samfélagið allt, því það stuðlar að sameiginlegri ábyrgð og virðingu fyrir margbreytileika. Vinnandi fólk á Íslandi á meira sameiginlegt með vinnandi fólki í öðrum löndum en með auðstéttum innanlands. Þess vegna leggja jafnaðarmenn áherslu á alþjóðlega samstöðu gegn láglaunastefnu, gegn niðurrifi réttinda og fyrir sanngjörnu, sjálfbæru hagkerfi sem þjónar fjöldanum frekar en litlum organdi minnihluta sem gerður er út af auðstéttinni. Jafnaðarmennskan sem Samfylkingin stendur fyrir og verkalýðsbaráttan eru og verða órjúfanlega samtvinnuð. Við í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík fögnum þess vegna 1. maí með verkalýðshreyfingunni og bjóðum gestum og gangandi í verkalýðskaffi í húsi Oddfellowa á Vonarstræti 10 (gamla Tjarnarbúð), til móts við Ráðhúsið, eftir kröfugöngu og baráttufund kl. 15 á Ingólfstorgi. Í tilefni af Kvennaárinu höfum við fengið þrjár öflugar forystukonur til að flytja ávarp – þær Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, borgarstjóra, og Birgittu Ragnarsdóttur, stjórnarmann í ASÍ-ung. Án baráttu fyrir réttindum vinnandi fólks verður ekkert raunverulegt jafnrétti í samfélaginu. Höfundur er formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Samfylkingin Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í hjarta jafnaðarmennskunnar slær sú sannfæring að réttlæti og jafnrétti eigi að ríkja í samfélagi okkar og með samstöðu getum við nálgast þetta markmið. Frá upphafi hefur barátta jafnaðarmanna verið órofa tengd verkalýðsbaráttunni – baráttunni fyrir að tryggja öllum mannsæmandi lífskjör, félagslegt öryggi og raunverulegt vald yfir eigin lífi óháð uppruna, kyni, bakgrunni, stöðu eða stétt. Samfylkingin − jafnaðarflokkur Íslands heldur 1. maí í heiðri minningu þeirra sem frá því snemma á liðinni öld hafa barist fyrir réttindum sem launafólk nýtur nú góðs af, svo sem orlofsrétti, fæðingarorlofi, atvinnuleysistryggingum, veikindarétti, öryggi í starfi, styttri vinnuviku. Barátta þeirra sem á undan hafa gengið í þessari mannréttindasókn er arfleifð okkar – en sú barátta er langt í frá á enda. Við lifum á tímum þar sem þau réttindi sem áunnist hafa á þessum tíma þykja sjálfsögð. Sumum þykja þau jafnvel óþörf, og vilja skerða rétt launafólks til kjarabaráttu og verkfalla. Þá er ójöfnuðurinn á vinnumarkaði vegna kynbundins launamunar óþolandi fortíðardraugur sem við þurfum að kveða niður með samstöðu. Einnig hefur húsnæðismarkaðurinn verið ósanngjarn, og láglaunafólkið á vinnumarkaði, sem ber þyngstu byrðarnar, hefur ekki búið við þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Þessi raunveruleiki blasir við og þess vegna stendur Samfylkingin nú af fullum krafti með verkalýðshreyfingunni, bæði í landstjórninni og í sveitarfélögunum, í að bæta úr þessum, tja, meinum vil ég segja. Samstaða, jöfnuður og réttlæti eiga ekki að vera orðin tóm – þau eru lífæð samfélagsins. Verkalýðsbaráttan sprettur af þeirri einföldu en djúpstæðu sannfæringu að vinnandi fólk sé hornsteinn samfélagsins, og við í Samfylkingunni vitum að það er fólkið sem skapar auðinn í samfélaginu. Án vinnandi fólks eru engir atvinnuvegir, engin fyrirtæki dafna og engin samfélög blómstra. Samt sem áður hefur sagan sýnt okkur hvernig vinnuafl er og misbeitt í þágu fárra. Því rísa jafnaðarmenn upp, ekki til að skapa óvissu eða glundroða í samfélaginu, heldur til að móta réttlátari grunn til framtíðar með skýru framtíðarplani. Ein af grunnkröfum jafnaðarmannastefnunnar hefur verið sú að fólk á vinnumarkaði þurfi ekki að lifa í fátækt. Mannlegri reisn vinnandi fólks má aldrei fórna fyrir skammtímahagnað eða vegna græðgi. Ásamt kröfu verkalýðshreyfingarinnar um sanngjörn laun hefur baráttan einnig snúist um að standa vörð um velferðina og berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, gegn launamisrétti, ofbeldi gegn konum á vinnumarkaði og kynbundnum launamun, sem stundum virðist meitlaður í stein. En jafnaðarmennska gengur ekki aðeins út á að tryggja réttindi í samfélaginu í heild, heldur einnig á vinnustöðunum. Vinnandi fólk á auðvitað rétt á því að rödd þess heyrist þegar teknar eru ákvarðanir sem snúa að daglegu lífi þess, hvort sem um er að ræða launakjör, vinnutíma eða skipulag vinnunnar. Lýðræði á vinnustöðum styrkir samfélagið allt, því það stuðlar að sameiginlegri ábyrgð og virðingu fyrir margbreytileika. Vinnandi fólk á Íslandi á meira sameiginlegt með vinnandi fólki í öðrum löndum en með auðstéttum innanlands. Þess vegna leggja jafnaðarmenn áherslu á alþjóðlega samstöðu gegn láglaunastefnu, gegn niðurrifi réttinda og fyrir sanngjörnu, sjálfbæru hagkerfi sem þjónar fjöldanum frekar en litlum organdi minnihluta sem gerður er út af auðstéttinni. Jafnaðarmennskan sem Samfylkingin stendur fyrir og verkalýðsbaráttan eru og verða órjúfanlega samtvinnuð. Við í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík fögnum þess vegna 1. maí með verkalýðshreyfingunni og bjóðum gestum og gangandi í verkalýðskaffi í húsi Oddfellowa á Vonarstræti 10 (gamla Tjarnarbúð), til móts við Ráðhúsið, eftir kröfugöngu og baráttufund kl. 15 á Ingólfstorgi. Í tilefni af Kvennaárinu höfum við fengið þrjár öflugar forystukonur til að flytja ávarp – þær Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, borgarstjóra, og Birgittu Ragnarsdóttur, stjórnarmann í ASÍ-ung. Án baráttu fyrir réttindum vinnandi fólks verður ekkert raunverulegt jafnrétti í samfélaginu. Höfundur er formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun