Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 1. maí 2025 13:33 Staða fatlaðs fólks á vinnumarkaði er almennt verri en annarra. Þrátt fyrir það og fögur fyrirheit um mikilvægi fjölbreytileika á vinnumarkaði er nánast útilokað fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi og getu. Þetta er augljós og þekkt staðreynd og kemur væntanlega engum á óvart. Þetta er óviðunandi staða sem á sér ýmsar ástæður. Má þar til dæmis nefna óhagstætt lífeyriskerfi, skort á þekkingu og tækifærum og misjafnt aðgengi og er því er jafnan borið við að kostnaðurinn sé meiri en ávinningurinn. Þó eru jákvæð teikn á lofti. Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi í haust en því er meðal annars ætlað að greiða fyrir atvinnuþátttöku lífeyristaka. Við gildistöku frumvarpsins þann 1. september breytist heilmargt. Kerfið verður einfaldað, fólk á möguleika á því að vera á svokallaðri hlutaörorku, sjálft örorkumatið breytist og tekur mið af fleiri þáttum en gert er í dag og svo mætti lengi áfram halda. Þessi kerfisbreyting ein og sér er hins vegar ekki nóg. Upplifun fatlaðs fólks Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, gerði fyrir ÖBÍ réttindasamtök, sagði tæpur þriðjungur örorkulífeyristaka að það að viðkomandi hafi ekki fundið starf við hæfi vera helstu ástæðuna fyrir því að hann væri utan vinnumarkaðar. Rannsóknin var ítarleg og sýndi glögglega laka stöðu lífeyristaka á flestum sviðum. Fatlað fólk er verr sett á húsnæðismarkaði, vinnumarkaði og hvað varðar tekjur og mikill fjöldi upplifir félagslega einangrun. Einnig kom fram að meira en fjórðungur sagðist upplifa mikla fordóma á vinnustað og heil 55% sögðust upplifa fordóma við atvinnuleit. Hvað er til ráða? Nýtt lífeyriskerfi mun hafa þær afleiðingar að mikill fjöldi fólks með skerta starfsgetu mun leita út á vinnumarkaðinn og þá sérstaklega í hlutastörf. Það er brýnt að þessi störf séu til staðar, enda er aukin atvinnuþátttaka ekki bara góð fyrir einstaklinginn heldur gagnleg samfélaginu öllu. Atvinnurekendur geta haft margþættan ávinning af því að ráða fatlað fólk til vinnu. Með því geta komið ný sjónarmið inn í starfsemina og þá hafa rannsóknir bent til þess að fyrirtæki sem leggja áherslu á inngildingu nái oft betri rekstarafkomu. Meðal annars vegna betri teymisvinnu, meiri starfsánægju og nýsköpunar. ÖBÍ réttindasamtök hafa að undanförnu unnið með Vinnumálastofnun að verkefni sem kallast Unndís og byggir á fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum. Verkefnið miðar að því að fjölga hlutastörfum hér á landi. Unndís er eins konar matskvarði og leiðarvísir á öllum þáttum vinnustaðar sem miðar að því að styðja við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Lesa má nánar um verkefnið hér: https://island.is/fjolgun-hlutastarfa Sýnum gott fordæmi Um leið og við hjá ÖBÍ réttindasamtökum óskum öllum landsmönnum til hamingju með baráttudags verkalýðsins viljum við hvetja ríki og sveitarfélög til þess að sýna gott fordæmi í að skapa fötluðu fólki tækifæri á atvinnumarkaði með hlutastörf í huga sem og almennan vinnumarkað. Þátttaka fatlaðs fólks á vinnumarkaði á ekki að vera fjarlægur draumur heldur raunveruleiki sem felur í sér tækifæri og framþróun fyrir fatlað fólk, atvinnulífið og samfélagið allt. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í í fátækt. Þegar inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkaði hefur náð fótfestu geta vinnustaðir fyrst farið að tala um raunverulegt jafnrétti. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Staða fatlaðs fólks á vinnumarkaði er almennt verri en annarra. Þrátt fyrir það og fögur fyrirheit um mikilvægi fjölbreytileika á vinnumarkaði er nánast útilokað fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi og getu. Þetta er augljós og þekkt staðreynd og kemur væntanlega engum á óvart. Þetta er óviðunandi staða sem á sér ýmsar ástæður. Má þar til dæmis nefna óhagstætt lífeyriskerfi, skort á þekkingu og tækifærum og misjafnt aðgengi og er því er jafnan borið við að kostnaðurinn sé meiri en ávinningurinn. Þó eru jákvæð teikn á lofti. Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi í haust en því er meðal annars ætlað að greiða fyrir atvinnuþátttöku lífeyristaka. Við gildistöku frumvarpsins þann 1. september breytist heilmargt. Kerfið verður einfaldað, fólk á möguleika á því að vera á svokallaðri hlutaörorku, sjálft örorkumatið breytist og tekur mið af fleiri þáttum en gert er í dag og svo mætti lengi áfram halda. Þessi kerfisbreyting ein og sér er hins vegar ekki nóg. Upplifun fatlaðs fólks Samkvæmt rannsókn sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, gerði fyrir ÖBÍ réttindasamtök, sagði tæpur þriðjungur örorkulífeyristaka að það að viðkomandi hafi ekki fundið starf við hæfi vera helstu ástæðuna fyrir því að hann væri utan vinnumarkaðar. Rannsóknin var ítarleg og sýndi glögglega laka stöðu lífeyristaka á flestum sviðum. Fatlað fólk er verr sett á húsnæðismarkaði, vinnumarkaði og hvað varðar tekjur og mikill fjöldi upplifir félagslega einangrun. Einnig kom fram að meira en fjórðungur sagðist upplifa mikla fordóma á vinnustað og heil 55% sögðust upplifa fordóma við atvinnuleit. Hvað er til ráða? Nýtt lífeyriskerfi mun hafa þær afleiðingar að mikill fjöldi fólks með skerta starfsgetu mun leita út á vinnumarkaðinn og þá sérstaklega í hlutastörf. Það er brýnt að þessi störf séu til staðar, enda er aukin atvinnuþátttaka ekki bara góð fyrir einstaklinginn heldur gagnleg samfélaginu öllu. Atvinnurekendur geta haft margþættan ávinning af því að ráða fatlað fólk til vinnu. Með því geta komið ný sjónarmið inn í starfsemina og þá hafa rannsóknir bent til þess að fyrirtæki sem leggja áherslu á inngildingu nái oft betri rekstarafkomu. Meðal annars vegna betri teymisvinnu, meiri starfsánægju og nýsköpunar. ÖBÍ réttindasamtök hafa að undanförnu unnið með Vinnumálastofnun að verkefni sem kallast Unndís og byggir á fyrirmynd frá Sameinuðu þjóðunum. Verkefnið miðar að því að fjölga hlutastörfum hér á landi. Unndís er eins konar matskvarði og leiðarvísir á öllum þáttum vinnustaðar sem miðar að því að styðja við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Lesa má nánar um verkefnið hér: https://island.is/fjolgun-hlutastarfa Sýnum gott fordæmi Um leið og við hjá ÖBÍ réttindasamtökum óskum öllum landsmönnum til hamingju með baráttudags verkalýðsins viljum við hvetja ríki og sveitarfélög til þess að sýna gott fordæmi í að skapa fötluðu fólki tækifæri á atvinnumarkaði með hlutastörf í huga sem og almennan vinnumarkað. Þátttaka fatlaðs fólks á vinnumarkaði á ekki að vera fjarlægur draumur heldur raunveruleiki sem felur í sér tækifæri og framþróun fyrir fatlað fólk, atvinnulífið og samfélagið allt. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í í fátækt. Þegar inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkaði hefur náð fótfestu geta vinnustaðir fyrst farið að tala um raunverulegt jafnrétti. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun