„Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2025 11:02 Jeremy Pargo hrósaði DeAndre Kane í hástert eftir endurkomusigur Grindavíkur á Stjörnunni í gær. vísir/guðmundur þórlaugarson Jeremy Pargo var alsæll þegar hann mætti í settið hjá Bónus Körfuboltakvöldi eftir ævintýralegan sigur Grindavíkur á Stjörnunni, 95-92, í Smáranum í gær. Stjörnumenn leiddu nær allan tímann og þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir kom Hilmar Smári Henningsson þeim ellefu stigum yfir, 79-90. Þá vöknuðu Grindvíkingar af værum blundi, komu til baka og unnu síðustu fjórar mínúturnar 14-2 og leikinn með þremur stigum, 95-92. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ á mánudaginn. Pargo lagði sín lóð á vogarskálarnar en hann skoraði 22 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar. „Þú verður að fara strax í meðhöndlun. Það er stór leikur á mánudaginn og sem betur fer bjargaði kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, okkur í kvöld,“ sagði Pargo þegar hann mætti í settið til Stefáns Árna Pálssonar, Pavels Ermolinskij og Teits Örlygssonar. Kane átti stórleik í Smáranum í gær en hann spilaði allar fjörutíu mínúturnar; skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann var ekki alltaf sáttur með samherja sína og braut meðal annars þjálfaraspjald Jóhanns Þórs Ólafssonar, þjálfara Grindavíkur, í einu leikhléi. „Réttilega því við vorum ekki að gera það sem við áttum að gera. Þegar við fórum eftir planinu áttum við góð augnablik í vörninni. En við misstum einbeitinguna svo oft þar sem við gerðum ekki það sem við þurftum að gera í vörninni og gáfum þrist eftir þrist eftir þrist. Þessir gaurar settu niður nokkur stór skot. Ef við náum stjórn á því eigum við góða möguleika á að vinna,“ sagði Pargo. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við Jeremy Pargo Þeir Kane þekkjast vel frá fyrri tíð og Stefán Árni bað Pargo um að lýsa leiðtogahæfileikum Kanes. „Hann gengur um alla daga með þessa sömu tilfinningu og ef þú þekkir hann elskar þú hann. Ég skil ekki hvernig fólk getur þekkt þennan gaur og ekki notið ástríðunnar sem hann spilar með. Hann gerði allt fyrir okkur. Hvar værum við án hans?“ Kane átti sinn þátt í að Pargo ákvað að koma til Íslands. Pargo vill meina að Kane hefði átt að gera meira með sína hæfileika. „Hann er félagi minn. Ég spila með honum í bakvarðastöðunum hvar sem er. Hann á örugglega eftir að drepa mig fyrir að segja ykkur þetta en fyrir tveimur vikum sagði ég honum að hann hefði átt að ná lengra á ferlinum. Hann ætti að vera að dekka einhvern í úrslitakeppni NBA núna en það er önnur saga,“ sagði Pargo. Allt viðtalið við Pargo má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins. 2. maí 2025 22:13 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Glódís með á æfingu Sport Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Stjörnumenn leiddu nær allan tímann og þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir kom Hilmar Smári Henningsson þeim ellefu stigum yfir, 79-90. Þá vöknuðu Grindvíkingar af værum blundi, komu til baka og unnu síðustu fjórar mínúturnar 14-2 og leikinn með þremur stigum, 95-92. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ á mánudaginn. Pargo lagði sín lóð á vogarskálarnar en hann skoraði 22 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar. „Þú verður að fara strax í meðhöndlun. Það er stór leikur á mánudaginn og sem betur fer bjargaði kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, okkur í kvöld,“ sagði Pargo þegar hann mætti í settið til Stefáns Árna Pálssonar, Pavels Ermolinskij og Teits Örlygssonar. Kane átti stórleik í Smáranum í gær en hann spilaði allar fjörutíu mínúturnar; skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann var ekki alltaf sáttur með samherja sína og braut meðal annars þjálfaraspjald Jóhanns Þórs Ólafssonar, þjálfara Grindavíkur, í einu leikhléi. „Réttilega því við vorum ekki að gera það sem við áttum að gera. Þegar við fórum eftir planinu áttum við góð augnablik í vörninni. En við misstum einbeitinguna svo oft þar sem við gerðum ekki það sem við þurftum að gera í vörninni og gáfum þrist eftir þrist eftir þrist. Þessir gaurar settu niður nokkur stór skot. Ef við náum stjórn á því eigum við góða möguleika á að vinna,“ sagði Pargo. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við Jeremy Pargo Þeir Kane þekkjast vel frá fyrri tíð og Stefán Árni bað Pargo um að lýsa leiðtogahæfileikum Kanes. „Hann gengur um alla daga með þessa sömu tilfinningu og ef þú þekkir hann elskar þú hann. Ég skil ekki hvernig fólk getur þekkt þennan gaur og ekki notið ástríðunnar sem hann spilar með. Hann gerði allt fyrir okkur. Hvar værum við án hans?“ Kane átti sinn þátt í að Pargo ákvað að koma til Íslands. Pargo vill meina að Kane hefði átt að gera meira með sína hæfileika. „Hann er félagi minn. Ég spila með honum í bakvarðastöðunum hvar sem er. Hann á örugglega eftir að drepa mig fyrir að segja ykkur þetta en fyrir tveimur vikum sagði ég honum að hann hefði átt að ná lengra á ferlinum. Hann ætti að vera að dekka einhvern í úrslitakeppni NBA núna en það er önnur saga,“ sagði Pargo. Allt viðtalið við Pargo má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins. 2. maí 2025 22:13 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Glódís með á æfingu Sport Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins. 2. maí 2025 22:13