Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Lovísa Arnardóttir skrifar 4. maí 2025 22:44 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri. Hún segir borgina vilja miðla málum íbúa og byggingaraðila vöruhússins við Álfabakka. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir vöruhúsið við Álfabakka, eða „græna skrímslið“ flókið mál. Húsið hafi verið lengi á skipulagi en útlitið hafi farið fyrir brjóstið á fólki þegar húsið var komið upp. Borgin sé tilbúin til að miðla málum svo hægt sé að finna lausn sem henti öllum. Heiða Björg ræddi vöruhúsið, fjárhag borgarinnar og leikskólamál í Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Hún sagði ljóst að það hefði verið lítill metnaður í þeirri hlið hússins sem snýr að íbúðabyggð. Borgin vinni nú að því að fara í gegnum allt ákvörðunarferlið. Húsið hafi komið mörgum á óvart og útlitið á því. „Það er ekki hægt að kaupa fólk út úr húsunum sínum og senda þau eitthvað annað. En það er heldur ekki hægt að rífa hús sem einhver hefur byggt í góðri trú með leyfi til þess,“ segir Heiða um húsið og það verði að finna lausn. Hún hafi ekkert séð sem bendi til þess að eitthvað sé að þeim leyfum sem hafi verið gefin en lögmaður Búseta hefur fullyrt að byggingin gangi þvert á aðal- og deiliskipulag. Heiða Björg segist ekki geta kommentað á það en að hlutverk borgarinnar sé að miðla málum. Að íbúar og fyrirtæki geti komist að samkomulagi um hvernig þau geti verið í návígi. Það sé víða verið að byggja þannig að atvinnuhúsnæði sé á jarðhæð og íbúar að ofan. Hún skilji að þarna hafi eitthvað komið á óvart en fyrir hana skipti mestu máli hvernig eigi að leysa málið. Borgin sé í samtali við Búseta og eigendur hússins og það sé hennar markmið að íbúar séu sáttir. Það séu ýmsar leiðir færar eins og að breyta umhverfinu. Heiða segir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála munu úrskurða í málinu og það verði farið yfir það þegar niðurstaða þeirra liggi fyrir. Borgin hafi verið að fara yfir sína ferla og á þessu ári verði kynnt ný skref. Hún segir stöðuna núna þannig að þarna sé ljótt hús, fólk geti talað við borgina og kvartað og þau geti reynt að miðla málum. „Ég vona að við finnum lausn og við erum sannarlega til í að taka þátt í því.“ Stefnan að vaxa úr vandanum Heiða ræddi einnig fjármál borgarinnar en rekstrarniðurstaða síðasta árs var kynnt síðasta föstudag. Heiða Björg sagði að allt frá því í heimsfaraldri Covid hefði það verið stefna borgarinnar að vaxa úr vandanum. Borgin hafi upplifað mikið tekjufall á meðan faraldri stóð sem borgin sé enn að jafna sig á. Í fjárhagsáætlun árið 2020 hafi verið gert ráð fyrir því að þau færu í mínus en að núna séu þau að komast út úr því fyrr en áætlað var. Árið 2020 hafi þau sett sér plan, Græna planið, sem þýði að þau hafi frá þeim tíma aðeins fjárfest í grænni þróun en líka í grunnskólum, leikskólum og íþróttamannvirkjum. Það skili mestu til íbúa. Frá árinu 2018 sé búið að byggja sjö nýja leikskóla og stækka tíu. Hún segir gleðilegt að í ný rekstrarniðurstaða sýni viðsnúning. Hún segir misábyrga umræðu um fjármál borgarinnar en A hluti sýni að skuldahlutfall sé 77 prósent. Það sé miðað við 150 prósent í lögum. „Við stöndum býsna sterkt miðað við önnur sveitarfélög. En það er líka eðlilegt. Við erum stór. Við erum hundrað þúsund fleiri í Reykjavík en í Kópavogi.“ Heiða segir um 1.100 íbúðir hafa komið á markað í Reykjavík á ári síðustu ár en íbúum hafi fjölgað hraðar en áætlað var. Leikskólakerfið í mikilli viðhaldsskuld Heiða Björg segir leikskólakerfið gott dæmi viðhaldsskuld sem myndaðist eftir hrun. Það hafi ekki verið til fjármagn eftir hrun í viðhald og borgin hafi verið að súpa seyðið af því síðast. „Við vorum komin í mikla skuld þarna,“ segir Heiða og að þó svo að borgin hafi verið að byggja nýja leikskóla hafi þetta elt þau og plássunum því í raun ekki fjölgað eins og áætlað var. Heiða Björg segir svigrúm til að fjárfesta í borginni. Það sé þeirra hlutverk að byggja gott samfélag og það sé ekki gott samfélag að til dæmis ekki koma börnum að í leikskóla. Það sé verið að byggja og þau að fjárfesta í samgönguinnviðum og það eigi að koma í ljós í haust. Þau myndu auðvitað vilja gera meira en það sem þau hafi verið að gera sé að skila þeim í betri átt. Það sé gott að vera með sýn og það sé mikilvægast að halda kúrsi. Þau stefni á að vera kolefnishlutlaus 2030 og að öll börn 18 mánaða börn komist að í leikskóla í haust. Heiða viðurkennir að leikskólavandinn sé þó ekki bara húsnæðisvandi. Það sé líka mönnunarvandi og hún vonist til þess að nýir kjarasamningar við kennara skili kennurum inn í skólana. Borgaryfirvöld ætli auk þess að skoða aðbúnað kennara í vetur í samráði við þá. Reykjavíkurborg eigi mikið inni þar. Þá segir Heiða Björg mikilvægt að menntakerfið sé ekki talað niður. Það eigi að lyfta þessum störfum og borgin eigi að tryggja að þetta sé góður vinnustaður. Það þurfi að gera betur. „Við erum stærsti vinnustaður landsins. Við erum með átta þúsund starfsmenn og þetta skiptir máli.“ Heiða Björg segir það skila sér í ársreikningi í ár að ríkið hafi komið að þjónustu við fatlað fólk að nýju og það eigi eftir að skila sér að ríkið ætli að taka yfir þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Það sé eitthvað sem hafi legið þungt á sveitarfélögunum. Heiða Björg segir mikilvægt að það sé gert betur í málefnum þessara hópa. Það sé til dæmis hægt að setjast niður og ræða hver eigi að gera það. Of miklum tíma sé varið í að rífast um hver eigi að gera hvað. Stundum sé bara þörf á að taka ákvörðun og gera hlutina. Mikilvægt að vera með plan Heiða Björg segir engan geta gert allt, en ef það er gert plan og staðið við það sé hægt að byggja upp borgina. „Við erum að koma út úr núna einu mesta vaxtarskeiði borgarinnar. Íbúðum fjölgar, húsnæði eykst, við höfum fjárfest í leiguhúsnæði með óhagnaðardrifnum fyrirtækjum og erum í algerri forystu með félagslegt húsnæði. Ef önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu væru í sama takt og við væri ekki biðlisti eftir félagslegu húsnæði,“ segir Heiða. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Reykjavík Leikskólar Vöruskemma við Álfabakka Skóla- og menntamál Húsnæðismál Sprengisandur Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Matvælastofnun telur sig ekki hafa neinar forsendur til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum hvað varðar fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í umtalaðri 11.500 fermetra grænni byggingu við Álfabakka 2a í Breiðholti. 11. apríl 2025 11:13 Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun hefur fjarlægt umsagnir íbúa um fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í vöruskemmunni við Álfabakka 2a, sem borist höfðu í skipulagsgátt stofnunarinnar. 27. mars 2025 12:15 Skipulagsstofnun bíður upplýsinga um kjötvinnsluna Skipulagsstofnun bíður gagna frá Álfabakka 2, eiganda skemmunnar margumtöluðu við Álfabakka, en þegar þau liggja fyrir mun stofnunin taka ákvörðun um hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. 7. mars 2025 13:42 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Heiða Björg ræddi vöruhúsið, fjárhag borgarinnar og leikskólamál í Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. Hún sagði ljóst að það hefði verið lítill metnaður í þeirri hlið hússins sem snýr að íbúðabyggð. Borgin vinni nú að því að fara í gegnum allt ákvörðunarferlið. Húsið hafi komið mörgum á óvart og útlitið á því. „Það er ekki hægt að kaupa fólk út úr húsunum sínum og senda þau eitthvað annað. En það er heldur ekki hægt að rífa hús sem einhver hefur byggt í góðri trú með leyfi til þess,“ segir Heiða um húsið og það verði að finna lausn. Hún hafi ekkert séð sem bendi til þess að eitthvað sé að þeim leyfum sem hafi verið gefin en lögmaður Búseta hefur fullyrt að byggingin gangi þvert á aðal- og deiliskipulag. Heiða Björg segist ekki geta kommentað á það en að hlutverk borgarinnar sé að miðla málum. Að íbúar og fyrirtæki geti komist að samkomulagi um hvernig þau geti verið í návígi. Það sé víða verið að byggja þannig að atvinnuhúsnæði sé á jarðhæð og íbúar að ofan. Hún skilji að þarna hafi eitthvað komið á óvart en fyrir hana skipti mestu máli hvernig eigi að leysa málið. Borgin sé í samtali við Búseta og eigendur hússins og það sé hennar markmið að íbúar séu sáttir. Það séu ýmsar leiðir færar eins og að breyta umhverfinu. Heiða segir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála munu úrskurða í málinu og það verði farið yfir það þegar niðurstaða þeirra liggi fyrir. Borgin hafi verið að fara yfir sína ferla og á þessu ári verði kynnt ný skref. Hún segir stöðuna núna þannig að þarna sé ljótt hús, fólk geti talað við borgina og kvartað og þau geti reynt að miðla málum. „Ég vona að við finnum lausn og við erum sannarlega til í að taka þátt í því.“ Stefnan að vaxa úr vandanum Heiða ræddi einnig fjármál borgarinnar en rekstrarniðurstaða síðasta árs var kynnt síðasta föstudag. Heiða Björg sagði að allt frá því í heimsfaraldri Covid hefði það verið stefna borgarinnar að vaxa úr vandanum. Borgin hafi upplifað mikið tekjufall á meðan faraldri stóð sem borgin sé enn að jafna sig á. Í fjárhagsáætlun árið 2020 hafi verið gert ráð fyrir því að þau færu í mínus en að núna séu þau að komast út úr því fyrr en áætlað var. Árið 2020 hafi þau sett sér plan, Græna planið, sem þýði að þau hafi frá þeim tíma aðeins fjárfest í grænni þróun en líka í grunnskólum, leikskólum og íþróttamannvirkjum. Það skili mestu til íbúa. Frá árinu 2018 sé búið að byggja sjö nýja leikskóla og stækka tíu. Hún segir gleðilegt að í ný rekstrarniðurstaða sýni viðsnúning. Hún segir misábyrga umræðu um fjármál borgarinnar en A hluti sýni að skuldahlutfall sé 77 prósent. Það sé miðað við 150 prósent í lögum. „Við stöndum býsna sterkt miðað við önnur sveitarfélög. En það er líka eðlilegt. Við erum stór. Við erum hundrað þúsund fleiri í Reykjavík en í Kópavogi.“ Heiða segir um 1.100 íbúðir hafa komið á markað í Reykjavík á ári síðustu ár en íbúum hafi fjölgað hraðar en áætlað var. Leikskólakerfið í mikilli viðhaldsskuld Heiða Björg segir leikskólakerfið gott dæmi viðhaldsskuld sem myndaðist eftir hrun. Það hafi ekki verið til fjármagn eftir hrun í viðhald og borgin hafi verið að súpa seyðið af því síðast. „Við vorum komin í mikla skuld þarna,“ segir Heiða og að þó svo að borgin hafi verið að byggja nýja leikskóla hafi þetta elt þau og plássunum því í raun ekki fjölgað eins og áætlað var. Heiða Björg segir svigrúm til að fjárfesta í borginni. Það sé þeirra hlutverk að byggja gott samfélag og það sé ekki gott samfélag að til dæmis ekki koma börnum að í leikskóla. Það sé verið að byggja og þau að fjárfesta í samgönguinnviðum og það eigi að koma í ljós í haust. Þau myndu auðvitað vilja gera meira en það sem þau hafi verið að gera sé að skila þeim í betri átt. Það sé gott að vera með sýn og það sé mikilvægast að halda kúrsi. Þau stefni á að vera kolefnishlutlaus 2030 og að öll börn 18 mánaða börn komist að í leikskóla í haust. Heiða viðurkennir að leikskólavandinn sé þó ekki bara húsnæðisvandi. Það sé líka mönnunarvandi og hún vonist til þess að nýir kjarasamningar við kennara skili kennurum inn í skólana. Borgaryfirvöld ætli auk þess að skoða aðbúnað kennara í vetur í samráði við þá. Reykjavíkurborg eigi mikið inni þar. Þá segir Heiða Björg mikilvægt að menntakerfið sé ekki talað niður. Það eigi að lyfta þessum störfum og borgin eigi að tryggja að þetta sé góður vinnustaður. Það þurfi að gera betur. „Við erum stærsti vinnustaður landsins. Við erum með átta þúsund starfsmenn og þetta skiptir máli.“ Heiða Björg segir það skila sér í ársreikningi í ár að ríkið hafi komið að þjónustu við fatlað fólk að nýju og það eigi eftir að skila sér að ríkið ætli að taka yfir þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Það sé eitthvað sem hafi legið þungt á sveitarfélögunum. Heiða Björg segir mikilvægt að það sé gert betur í málefnum þessara hópa. Það sé til dæmis hægt að setjast niður og ræða hver eigi að gera það. Of miklum tíma sé varið í að rífast um hver eigi að gera hvað. Stundum sé bara þörf á að taka ákvörðun og gera hlutina. Mikilvægt að vera með plan Heiða Björg segir engan geta gert allt, en ef það er gert plan og staðið við það sé hægt að byggja upp borgina. „Við erum að koma út úr núna einu mesta vaxtarskeiði borgarinnar. Íbúðum fjölgar, húsnæði eykst, við höfum fjárfest í leiguhúsnæði með óhagnaðardrifnum fyrirtækjum og erum í algerri forystu með félagslegt húsnæði. Ef önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu væru í sama takt og við væri ekki biðlisti eftir félagslegu húsnæði,“ segir Heiða. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Reykjavík Leikskólar Vöruskemma við Álfabakka Skóla- og menntamál Húsnæðismál Sprengisandur Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Matvælastofnun telur sig ekki hafa neinar forsendur til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum hvað varðar fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í umtalaðri 11.500 fermetra grænni byggingu við Álfabakka 2a í Breiðholti. 11. apríl 2025 11:13 Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun hefur fjarlægt umsagnir íbúa um fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í vöruskemmunni við Álfabakka 2a, sem borist höfðu í skipulagsgátt stofnunarinnar. 27. mars 2025 12:15 Skipulagsstofnun bíður upplýsinga um kjötvinnsluna Skipulagsstofnun bíður gagna frá Álfabakka 2, eiganda skemmunnar margumtöluðu við Álfabakka, en þegar þau liggja fyrir mun stofnunin taka ákvörðun um hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. 7. mars 2025 13:42 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Matvælastofnun telur sig ekki hafa neinar forsendur til að gera athugasemdir við fyrirliggjandi mat á umhverfisáhrifum hvað varðar fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í umtalaðri 11.500 fermetra grænni byggingu við Álfabakka 2a í Breiðholti. 11. apríl 2025 11:13
Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun hefur fjarlægt umsagnir íbúa um fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í vöruskemmunni við Álfabakka 2a, sem borist höfðu í skipulagsgátt stofnunarinnar. 27. mars 2025 12:15
Skipulagsstofnun bíður upplýsinga um kjötvinnsluna Skipulagsstofnun bíður gagna frá Álfabakka 2, eiganda skemmunnar margumtöluðu við Álfabakka, en þegar þau liggja fyrir mun stofnunin taka ákvörðun um hvort framkvæmdin þurfi að fara í umhverfismat. 7. mars 2025 13:42