„Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. maí 2025 22:46 Jóhann Þór er þjálfari Grindavíkur. Honum var heitt í hamsi eftir leik Vísir/Anton Brink Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. Jóhann var spurður hvar leikurinn hefði tapast en honum var efst í huga ræða Baldurs eftir síðasta leik um dómgæsluna í þeim leik. „Voðalega erfitt að segja svona strax eftir leik. En ég verð bara að koma inn á það, að ræðan hjá Baldri eftir síðasta leik hún virkaði heldur betur og þetta er annar oddaleikurinn á tveimur árum þar sem við lendum í algjörri þvælu. Þetta er bara ekki boðlegt. Ég er að reyna að halda ró minni.“ „Auðvitað eru þetta víti og tapaðir boltar í fyrri hálfleik. Við búum okkur til opin skot og erum of stuttir, eins og það vantaði smá orku í okkur. Lykilmenn kannski orðnir þreyttir, getur vel verið, eða það var þannig. Ég er ekki sáttur.“ Jóhann var beðinn um að útskýra nánar hvað hann ætti við með þessari vísun í ræðu Baldurs og var honum þá nokkuð heitt í hamsi. „Þú heyrðir hvað hann sagði. Hann kenndi dómurunum um að þeir hefðu tapað. Þeir hefðu verið með okkur í liði og allt það. Hvað má segja? Má þetta bara? Er engin aganefnd eða neitt þannig? Hann áskar dómarana um að vera með okkur í liði og það hafði heldur betur áhrif á þrjá hérna í kvöld. Það eru bara dómarar hérna 50/50 sem falla allir Stjörnumegin. „No call“ hinumegin sem eru brot hér. Ég næ þessu ekki. Þetta var líka svona á Hlíðarenda fyrir ári síðan.“ „En bara til hamingju Stjarnan. Bara geggjað að vera komnir í gegn, loksins fyrir þá. Vonandi verður þetta bara geggjuð sería og íslenskum körfubolta til sóma.“ Hvaða atvik áttu við? „Bara síðustu tvær mínúturnar. Skoðaðu þetta bara aftur. Til dæmis þegar Arnór tekur frákastið og Orri brýtur á honum. Svo svörin sem maður fær, „Já, þetta má hérna líka“, þetta bara heldur ekki vatni.“ Jóhann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram með lið Grindavíkur. „Ég veit það ekki, ég var bara á leiðinni á Krókinn á fimmtudaginn. Ég er ekkert búinn að pæla neitt í því, það bara kemur í ljós.“ Hann fékk svo sömu spurningu um DeAndre Kane. „Aftur, ég bara veit það ekki, vonandi.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Breytt lið í nýrri undankeppni Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Njarðvík - Tindastóll | Tekst Stólunum að stöðva sigurgöngu Njarðvíkur? Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira
Jóhann var spurður hvar leikurinn hefði tapast en honum var efst í huga ræða Baldurs eftir síðasta leik um dómgæsluna í þeim leik. „Voðalega erfitt að segja svona strax eftir leik. En ég verð bara að koma inn á það, að ræðan hjá Baldri eftir síðasta leik hún virkaði heldur betur og þetta er annar oddaleikurinn á tveimur árum þar sem við lendum í algjörri þvælu. Þetta er bara ekki boðlegt. Ég er að reyna að halda ró minni.“ „Auðvitað eru þetta víti og tapaðir boltar í fyrri hálfleik. Við búum okkur til opin skot og erum of stuttir, eins og það vantaði smá orku í okkur. Lykilmenn kannski orðnir þreyttir, getur vel verið, eða það var þannig. Ég er ekki sáttur.“ Jóhann var beðinn um að útskýra nánar hvað hann ætti við með þessari vísun í ræðu Baldurs og var honum þá nokkuð heitt í hamsi. „Þú heyrðir hvað hann sagði. Hann kenndi dómurunum um að þeir hefðu tapað. Þeir hefðu verið með okkur í liði og allt það. Hvað má segja? Má þetta bara? Er engin aganefnd eða neitt þannig? Hann áskar dómarana um að vera með okkur í liði og það hafði heldur betur áhrif á þrjá hérna í kvöld. Það eru bara dómarar hérna 50/50 sem falla allir Stjörnumegin. „No call“ hinumegin sem eru brot hér. Ég næ þessu ekki. Þetta var líka svona á Hlíðarenda fyrir ári síðan.“ „En bara til hamingju Stjarnan. Bara geggjað að vera komnir í gegn, loksins fyrir þá. Vonandi verður þetta bara geggjuð sería og íslenskum körfubolta til sóma.“ Hvaða atvik áttu við? „Bara síðustu tvær mínúturnar. Skoðaðu þetta bara aftur. Til dæmis þegar Arnór tekur frákastið og Orri brýtur á honum. Svo svörin sem maður fær, „Já, þetta má hérna líka“, þetta bara heldur ekki vatni.“ Jóhann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram með lið Grindavíkur. „Ég veit það ekki, ég var bara á leiðinni á Krókinn á fimmtudaginn. Ég er ekkert búinn að pæla neitt í því, það bara kemur í ljós.“ Hann fékk svo sömu spurningu um DeAndre Kane. „Aftur, ég bara veit það ekki, vonandi.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Breytt lið í nýrri undankeppni Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Njarðvík - Tindastóll | Tekst Stólunum að stöðva sigurgöngu Njarðvíkur? Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira