Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 8. maí 2025 08:00 Síðustu daga hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins rætt frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda af yfirvegun, málefnalegri gagnrýni og á grunni þeirra gilda sem flokkurinn stendur fyrir. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að reynt sé að gera okkur upp meiningar. Það þekkjum við vel. Sjálfstæðisflokkurinn er í sífellu skilgreindur af öðrum. Oft sem endurómur af orðinu á götunni, og ekki í takt við raunveruleikann. En sá sem les málflutning okkar, eða hlustar á hann í þingsal, sér að þessi afstaða byggir á skýrum og stöðugum grunni. Hún sprettur ekki af þrýstingi eða sérhagsmunum, heldur af grunngildum Sjálfstæðisstefnunnar. Við trúum því að skattlagning eigi að vera sanngjörn og fyrirsjáanleg. Að stjórnsýsla eigi að vera vönduð og málsmeðferð gagnsæ. Við trúum því að atvinnulífið sé ekki andstæðingur, heldur burðarás samfélagsins. Og við trúum því að þeir sem skapa verðmæti, byggja upp og halda samfélaginu gangandi eigi skilið traust og stöðugleika, ekki pólitískt áhlaup. Við höfum gagnrýnt þetta frumvarp bæði vegna þess hvernig að málinu hefur verið staðið og ekki síður vegna þess hvað felst í því efnislega. Þessar breytingar stefna að því að umbylta kerfi sem hefur skapað verðmæti, störf og byggð vítt og breitt um landið. Það er ekki aðeins óvíst að breytingarnar skili yfir höfuð auknum tekjum til ríkissjóðs – það er hætta á að þær grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. Þessi umræða afhjúpar líka grundvallarmun á hægrimönnum og vinstrimönnum. Þegar vinstrimenn komast til valda snúast fyrstu spurningarnar um það hvernig hægt sé að hækka skatta. Hvernig hægt sé að leggja auknar álögur á grunnatvinnugreinar og fjölskyldur í landinu. Við hægrimenn spyrjum að öðru: Hvernig tryggjum við jafnvægi milli skattheimtu og verðmætasköpunar svo að samfélagið allt njóti góðs? Þannig stækkar kakan, okkur öllum til hagsbóta. Það er líka þekkt stef að vinstrimenn hafi alltaf átt auðvelt með að finna ný nöfn á skatta. Það hentar málflutningi þeirra vel að skattar hafi þúsund nöfn. En sama hvað menn kalla þetta – skattar eru skattar, og þegar álögur eru hækkaðar á eina atvinnugrein bitnar það ekki aðeins á þeim sem starfa í henni heldur á samfélaginu öllu. Við skulum líka hafa það alveg á hreinu: sjávarútvegurinn er ein af lykilstoðum þjóðarbúsins. Hann hefur byggt upp samfélög um land allt, skapað störf, fært þjóðinni gjaldeyri og staðið undir gríðarlegum tekjum ríkis og sveitarfélaga. Það er ekkert óeðlilegt við það að Sjálfstæðisflokkurinn taki til varna þegar ráðist er að grunnstoð sem þessari. Það myndum við gera alveg sama hver atvinnugreinin væri – hvort sem um væri að ræða ferðaþjónustu, orku- eða álframleiðslu eða aðra burðarása þjóðarbúsins. Við höfum áður sagt að Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn í samtal um breytingar á veiðigjaldakerfinu. En þá þarf það samtal að byggjast á fagmennsku, raungögnum og góðum undirbúningi. Það þarf að virða fólk, fyrirtæki og byggðir sem lifa af atvinnugreininni sem um ræðir. Núverandi vegferð ríkisstjórnarinnar gerir það ekki og er ekki til þess fallin að koma á sátt um málið. Ég skil vel að þessi umræða veki sterkar tilfinningar. En við verðum að halda okkur við staðreyndir og rök. Við verðum að byggja á trausti, ekki popúlisma. Á stefnu, ekki frösum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með fólki sem vill skapa, byggja og horfa til framtíðar. Það höfum við alltaf gert og við ætlum að halda því áfram. Ekki vegna þess að það er vinsælt, heldur vegna þess að það er rétt. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins rætt frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda af yfirvegun, málefnalegri gagnrýni og á grunni þeirra gilda sem flokkurinn stendur fyrir. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að reynt sé að gera okkur upp meiningar. Það þekkjum við vel. Sjálfstæðisflokkurinn er í sífellu skilgreindur af öðrum. Oft sem endurómur af orðinu á götunni, og ekki í takt við raunveruleikann. En sá sem les málflutning okkar, eða hlustar á hann í þingsal, sér að þessi afstaða byggir á skýrum og stöðugum grunni. Hún sprettur ekki af þrýstingi eða sérhagsmunum, heldur af grunngildum Sjálfstæðisstefnunnar. Við trúum því að skattlagning eigi að vera sanngjörn og fyrirsjáanleg. Að stjórnsýsla eigi að vera vönduð og málsmeðferð gagnsæ. Við trúum því að atvinnulífið sé ekki andstæðingur, heldur burðarás samfélagsins. Og við trúum því að þeir sem skapa verðmæti, byggja upp og halda samfélaginu gangandi eigi skilið traust og stöðugleika, ekki pólitískt áhlaup. Við höfum gagnrýnt þetta frumvarp bæði vegna þess hvernig að málinu hefur verið staðið og ekki síður vegna þess hvað felst í því efnislega. Þessar breytingar stefna að því að umbylta kerfi sem hefur skapað verðmæti, störf og byggð vítt og breitt um landið. Það er ekki aðeins óvíst að breytingarnar skili yfir höfuð auknum tekjum til ríkissjóðs – það er hætta á að þær grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. Þessi umræða afhjúpar líka grundvallarmun á hægrimönnum og vinstrimönnum. Þegar vinstrimenn komast til valda snúast fyrstu spurningarnar um það hvernig hægt sé að hækka skatta. Hvernig hægt sé að leggja auknar álögur á grunnatvinnugreinar og fjölskyldur í landinu. Við hægrimenn spyrjum að öðru: Hvernig tryggjum við jafnvægi milli skattheimtu og verðmætasköpunar svo að samfélagið allt njóti góðs? Þannig stækkar kakan, okkur öllum til hagsbóta. Það er líka þekkt stef að vinstrimenn hafi alltaf átt auðvelt með að finna ný nöfn á skatta. Það hentar málflutningi þeirra vel að skattar hafi þúsund nöfn. En sama hvað menn kalla þetta – skattar eru skattar, og þegar álögur eru hækkaðar á eina atvinnugrein bitnar það ekki aðeins á þeim sem starfa í henni heldur á samfélaginu öllu. Við skulum líka hafa það alveg á hreinu: sjávarútvegurinn er ein af lykilstoðum þjóðarbúsins. Hann hefur byggt upp samfélög um land allt, skapað störf, fært þjóðinni gjaldeyri og staðið undir gríðarlegum tekjum ríkis og sveitarfélaga. Það er ekkert óeðlilegt við það að Sjálfstæðisflokkurinn taki til varna þegar ráðist er að grunnstoð sem þessari. Það myndum við gera alveg sama hver atvinnugreinin væri – hvort sem um væri að ræða ferðaþjónustu, orku- eða álframleiðslu eða aðra burðarása þjóðarbúsins. Við höfum áður sagt að Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn í samtal um breytingar á veiðigjaldakerfinu. En þá þarf það samtal að byggjast á fagmennsku, raungögnum og góðum undirbúningi. Það þarf að virða fólk, fyrirtæki og byggðir sem lifa af atvinnugreininni sem um ræðir. Núverandi vegferð ríkisstjórnarinnar gerir það ekki og er ekki til þess fallin að koma á sátt um málið. Ég skil vel að þessi umræða veki sterkar tilfinningar. En við verðum að halda okkur við staðreyndir og rök. Við verðum að byggja á trausti, ekki popúlisma. Á stefnu, ekki frösum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með fólki sem vill skapa, byggja og horfa til framtíðar. Það höfum við alltaf gert og við ætlum að halda því áfram. Ekki vegna þess að það er vinsælt, heldur vegna þess að það er rétt. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun