„Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. maí 2025 09:36 Guðmundur í Brim segir umræðu um sjávarútveg oft á villigötum. Vísir/Einar Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þjóðina ekki eiga fiskinn í sjónum, fiskurinn eigi sig sjálfur. Það gæti mikils misskilnings um gangverk fiskveiðistjórnunarkerfisins á Íslandi. Hann vill að veiðigjöld verði hækkuð í skrefum næstu tíu árin en ekki tvöfölduð í ár eins og frumvarp ríkisstjórnar gerir ráð fyrir. Veiðigjaldafrumvarpi er aftur á dagskrá Alþingis í dag og á svo að fara til nefndar. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á föstudag og var hún sú lengsta sem fram hefur farið í fyrstu umræðu. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fer fram á þingi í dag og fer frumvarpið svo til vinnslu í nefnd. Guðmundur ræddi fiskveiðistjórnunarkerfið og frumvarpið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sjá einnig: Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið „Það er hægt að hækka skatta endalaust en það eru alltaf afleiðingar,“ segir Guðmundur. Hann segist dauðþreyttur á umræðu um sjávarútveg síðustu 30 árin á Íslandi. Hann hafi komið heim eftir nám fyrir 39 árum og þá hafi kvótakerfið verið nýkomið á 1984. „Mér finnst umræðan oft vera svolítið innantóm,“ segir Guðmundur. Hann hafi komið heim 1986 og þá sjálfur verið á móti kvótakerfinu. Honum hafi þótt það ósanngjarnt því kvótinn hafi farið á fiskiskipin, ekki fiskvinnsluna eða bæina. Hann hafi síðasta mánuðinn varið miklum tíma í að reyna að finna leið til að útskýra fyrir almenningi, alþingismönnum og fjölmiðlum hvernig „gangverk íslensk sjávarútvegs“ er í dag því honum þykir almennur skilningur ekki réttur. „Það sem gerist hjá okkur er að þegar fiskveiðistjórnunarkerfið var sett á 1984 þá tekur Alþingi [innsk. blm. ákvörðun] um að setja veiðiréttinn á fiskiskipin. Veiðirétturinn fór aldrei til fólksins, fór aldrei til sveitarfélaga, heldur alltaf á fiskiskipið. Og sá sem átti fiskiskipið hann var þannig með veiðiréttinn,“ segir Guðmundur. Sveitarfélögin og ríkið seldu útgerðirnar Á þeim tíma hafi stærstu útgerðirnar verið í eigu sveitarfélaga eða ríkið sem hafi þá átt skipin. Næstu tíu til fimmtán árin hafi þau selt fyrirtækin og skipin og veiðiréttinn með. Framsalið er leyft 1990. „Við kaupum kannski skip á 100 milljónir. Við förum með það í brotajárn og seljum það á 10 milljónir en töpum 90 milljónum að hafa farið með það í brotajárn,“ segir Guðmundur og að þessar 90 milljónir hafi verið afskrifaðar til að þurfa ekki að greiða tekjuskatt. „Þá kom skatturinn í nafni fjármálaráðuneytisins, í nafni ríkisins, sami og er að semja þetta frumvarp á okkur núna og segir kvótinn er eign. Við sögðum nei, sjávarútvegurinn sagði nei. Við töpuðum í Hæstarétti 1993 þegar Hæstiréttur sagði: Þið verðið að færa veiðiréttinn, kvótann, til eignar. En veiðirétturinn er ekki fiskurinn í sjónum, og ekki auðlindin. Veiðirétturinn er rétturinn til að veiða,“ segir Guðmundur en bendir þó á að í dómi Hæstaréttar hafi komið fram að þessu gæti Alþingi þó breytt og að það mætti afskrifa þetta eftir fimm ár. Alþingi hafi svo ákveðið 1997 að það þyrfti að eignfæra kvótann að eilífu og að það mætti ekki afskrifa hann. Frá þeim tíma hafi sjávarútvegsfyrirtækin alltaf eignfært öll kvótakaup sem þau hafi gert. „Þessi kvóti er orðinn 500 milljarðar í öllum sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi.“ Veiðirétturinn verðmætasta eignin í bókhaldinu Hann segir að þegar hann tók við Granda, sem heitir Brim í dag, hafi langstærsta eign félagsins verið veiðirétturinn í bókhaldinu. Þau hafi fengið lán hjá erlendum bönkum sem hafi komið til landsins og spurt hvort þetta væri „plateign“. Þessir aðilar hafi farið upp í háskóla þar sem þeim hafi verið tjáð að þjóðin ætti fiskinn í sjónum, þjóðin ætti auðlindina og hún ráði auðlindinni. „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum,“ segir Guðmundur og þannig sé það í hafréttarsáttmálanum. Guðmundur vísaði svo til nýrrar kvikmyndar David Attenborough um hafið. Þar komi til dæmis fram að sumir fiskar syndi allt að þrjú þúsund kílómetra fram og til baka. „Það á enginn fiskinn í sjónum og veiðirétturinn það er það sem allir eru að deila um.“ Guðmundur sagðist svo, vegna umræðnanna í samfélaginu, hafa farið að skoða gömlu lögin og nefndarálit og svoleiðis. Hann hafi fundið nefndarálit nefndar sem hafi verið falið að fara yfir lög og stjórn fiskveiða. Nefndin hafi verið stofnuð 1988 og skilað af sér 1990. Í nefndinni hafi verið 19 karlmenn og aðeins einn þeirra sé enn í sjávarútvegi, Arthúr Bogason. Til að róa Jón Baldvin Hann segir að í fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlaganna standi að nytjastofninn sé sameiginleg eign þjóðarinnar. Nytjastofninn sé hópur fiska sem syndi inn og út og hann spyrji sig af hverju þetta ákvæði hafi verið sett inn. „Það varð að setja þetta inn svo Jón Baldvin myndi samþykkja frumvarpið í maí 1992.“ Guðmundur segir þetta grunninn að deilunum um fiskveiðistjórnunarkerfið síðustu 30 ár. Það sé misskilningur að þjóðin eigi fiskinn, hann eigi sig sjálfur og ríkið og þjóðin eigi veiðiréttinn. Þáttastjórnandi spurði hann þá hvort þjóðin ætti veiðiréttinn frekar en hann og aðrir í sjávarútvegi. „Ég er hluti af þjóðinni, það er vandamálið af því ríkið og þjóðin eru sama. Ríkið er eins og hlutafélag sem þjóðin á. Við gerum vegi, heilbrigðis- og menntamál en þjóðin eru einstaklingarnir í þjóðfélaginu. Þannig myndum við þjóð og við megum eiga fasteignir, lausafé, hlutabréf. Við eigum lífeyrissjóðina, ríkið á ekki það og Brim er skráð félag og 40 prósent af eigendum Brim eru lífeyrissjóðir, 55 eru hlutafélög sem eru í eigu einstaklinga og fimm prósent eru í eigu einstaklinga. Allir þessir aðilar eru hluti af þjóðinni. Öll þjóðin á ekki Brim en það er stór hluti af þjóðinni sem á Brim,“ segir Guðmundur. Hluti þjóðarinnar hafi keypt útgerðirnar Ríkið eigi ekki Brim en hafi átt útgerð 1984, eins og sveitarfélögin, sem þau hafi selt. „Hluti af þjóðinni“ hafi keypt skipin af þeim með því að taka við skuldum. „Kvótakerfið er sett á 1984 því útgerðin var á hausnum, sjávarútvegurinn var á hausnum… Þetta var sóun á verðmætum Íslands. Þetta var sóun á verðmætum þjóðarinnar en ekki auðlind ríkisins.“ Hann segir sjávarútvegsfyrirtækin hafa tekið við skuldsettum iðnaði og ekki annað hafi verið í stöðunni en að loka víða. Þeir hafi skapað sér óvinsældir með því en ekkert annað hægt í stöðunni. Guðmundur segir enga þjóð í heiminum borga eins háa skatta í sjávarútvegi en með hærri sköttum og meiri veiðigjöldum fylgi meiri hagræðing. Hann segir allt opinbert við til dæmis reksturs Brims. Félagið eigi 30 ára sögu á hlutabréfamarkaði og hafi aldrei greitt meiri arð en aðrir eða verið með meiri hagnað. Síðasta skip hafi kostað níu milljarða Þáttastjórnandi bendir Guðmundi á að fyrir hverja krónu sem Brim hafi greitt fyrir afnotin hafi þeir greitt sjálfum sér í arð 4,26 krónur og spyr hvort það sé ekki hægt að sjá af annarri krónu. „Við erum að keppa á erlendum mörkuðum. Við erum með tólf skip og síðasta skip sem við keyptum kostaði yfir níu milljarða. Ef Brim er ekki með bókfært eigið fé í reikningnum sínum þá fáum við ekki lán til að kaupa skipið,“ segir hann og að eigið fé Brims sé kyrrsettur hagnaður inni í félaginu. Félagið hafi aldrei greitt meira en 50 prósent af hagnaði út til hluthafa því rest sé kyrrsett til að gera félagið sterkara. Spurður út í það að útgerðirnar eigi sjálfar fiskvinnsluna og selji fiskinn þangað ódýrt en hækki verðið þegar fiskurinn er seldur erlendis segir Guðmundur það bull. Á heimasíðu Brims sé hægt að sjá öll fyrirtæki sem þau eigi og það séu strangar reglur um sölu og skatta erlendis. Þau geti ekki selt fiskinn til dótturfélags erlendis og skilið hagnaðinn eftir þar. Skatturinn vinni saman á milli landa og sé besta eftirlitið. Brim eigi sölufyrirtæki í Japan sem sé það eina erlendis sem þeir eigi 100 prósent. Þeir hafi átt Sölumiðstöðina með öðrum framleiðendum sem hafi reglulega verið tekin út af skattayfirvöldum í Bandaríkjunum. Spurður út í það að útgerðarmenn eða fyrrverandi útgerðarmenn séu yfirleitt á toppi í Tekjublaðinu biður Guðmundur um gögnin. Margir hafi síðustu ár verið að selja sig út úr greininni. „Af því það er búið að tala svo illa um sjávarútveginn. Búið að tala svo rangt. Það er eins og við séum að stela fisknum frá þjóðinni, stela kvótanum frá þjóðinni.“ Af hverju heldurðu að þjóðinni finnist það? „Af því við sögðum ekki satt og rétt 1990,“ segir Guðmundur og vísar aftur í lögin 1990 þar sem talað er um að nytjastofninn sé sameign þjóðarinnar. Ekki sé talað um veiðiréttinn eða að ríkið eigi nytjastofninn. Þjóð og ríki ekki það sama „Við eigum að vernda fiskinn og tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu,“ segir Guðmundur og að sjávarútvegur haldi uppi atvinnu hringinn í kringum landið. Hann segir kerfið gott en til þess að skapa sátt en það þurfi mögulega íslenskufræðing til að lesa fyrstu greinina og útskýra nákvæmlega hvað hún þýðir. „Af því þjóð og ríki er ekki sama.“ Hann segist sáttur við það að greiða veiðigjöld en er ósáttur við það hvaða aðferð er notuð til að ákveða veiðigjöldin. Hann telur þurfa að skipa nýja nefnd. Sú nefnd sem Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, hafi ekki verið nægilega góð. Spurður hvað sé sanngjörn krafa um hækkun segir Guðmundur að með hækkun veiðigjalda um 50 prósent verði aðeins tvær týpur af sjávarútvegi eftir fimm ár, strandveiðar, sem greiði engin gjöld og skatta, og nokkrar stórar fyrirtækjasamstæður á Íslandi og erlendis. Verðmætasköpunin verði færð frá landinu. Hann segir að 100 prósenta hækkun á tíu árum væri frábært markmið. Greinin gæti þá borgað og sjávarútvegurinn myndi haldast sterkur. „Sjávarútvegurinn er frábær grein en þið verðið að hætta hérna í Reykjavík að tala eins og þið eigið fiskinn í sjónum. Þið skrifuðuð undir Hafréttarsáttmálann á sínum tíma. Ef fugl flýgur hérna yfir ertu þá æpa: Ég á þennan fugl,“ segir Guðmundur. Viðtalið hægt að hlusta á hér að ofan. Umræðum um veiðigjaldafrumvarpið verður haldið áfram á þingi klukkan 15 í dag þegar atkvæðagreiðsla fer fram. Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarpi er aftur á dagskrá Alþingis í dag og á svo að fara til nefndar. Fyrstu umræðu um frumvarpið lauk á föstudag og var hún sú lengsta sem fram hefur farið í fyrstu umræðu. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fer fram á þingi í dag og fer frumvarpið svo til vinnslu í nefnd. Guðmundur ræddi fiskveiðistjórnunarkerfið og frumvarpið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sjá einnig: Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið „Það er hægt að hækka skatta endalaust en það eru alltaf afleiðingar,“ segir Guðmundur. Hann segist dauðþreyttur á umræðu um sjávarútveg síðustu 30 árin á Íslandi. Hann hafi komið heim eftir nám fyrir 39 árum og þá hafi kvótakerfið verið nýkomið á 1984. „Mér finnst umræðan oft vera svolítið innantóm,“ segir Guðmundur. Hann hafi komið heim 1986 og þá sjálfur verið á móti kvótakerfinu. Honum hafi þótt það ósanngjarnt því kvótinn hafi farið á fiskiskipin, ekki fiskvinnsluna eða bæina. Hann hafi síðasta mánuðinn varið miklum tíma í að reyna að finna leið til að útskýra fyrir almenningi, alþingismönnum og fjölmiðlum hvernig „gangverk íslensk sjávarútvegs“ er í dag því honum þykir almennur skilningur ekki réttur. „Það sem gerist hjá okkur er að þegar fiskveiðistjórnunarkerfið var sett á 1984 þá tekur Alþingi [innsk. blm. ákvörðun] um að setja veiðiréttinn á fiskiskipin. Veiðirétturinn fór aldrei til fólksins, fór aldrei til sveitarfélaga, heldur alltaf á fiskiskipið. Og sá sem átti fiskiskipið hann var þannig með veiðiréttinn,“ segir Guðmundur. Sveitarfélögin og ríkið seldu útgerðirnar Á þeim tíma hafi stærstu útgerðirnar verið í eigu sveitarfélaga eða ríkið sem hafi þá átt skipin. Næstu tíu til fimmtán árin hafi þau selt fyrirtækin og skipin og veiðiréttinn með. Framsalið er leyft 1990. „Við kaupum kannski skip á 100 milljónir. Við förum með það í brotajárn og seljum það á 10 milljónir en töpum 90 milljónum að hafa farið með það í brotajárn,“ segir Guðmundur og að þessar 90 milljónir hafi verið afskrifaðar til að þurfa ekki að greiða tekjuskatt. „Þá kom skatturinn í nafni fjármálaráðuneytisins, í nafni ríkisins, sami og er að semja þetta frumvarp á okkur núna og segir kvótinn er eign. Við sögðum nei, sjávarútvegurinn sagði nei. Við töpuðum í Hæstarétti 1993 þegar Hæstiréttur sagði: Þið verðið að færa veiðiréttinn, kvótann, til eignar. En veiðirétturinn er ekki fiskurinn í sjónum, og ekki auðlindin. Veiðirétturinn er rétturinn til að veiða,“ segir Guðmundur en bendir þó á að í dómi Hæstaréttar hafi komið fram að þessu gæti Alþingi þó breytt og að það mætti afskrifa þetta eftir fimm ár. Alþingi hafi svo ákveðið 1997 að það þyrfti að eignfæra kvótann að eilífu og að það mætti ekki afskrifa hann. Frá þeim tíma hafi sjávarútvegsfyrirtækin alltaf eignfært öll kvótakaup sem þau hafi gert. „Þessi kvóti er orðinn 500 milljarðar í öllum sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi.“ Veiðirétturinn verðmætasta eignin í bókhaldinu Hann segir að þegar hann tók við Granda, sem heitir Brim í dag, hafi langstærsta eign félagsins verið veiðirétturinn í bókhaldinu. Þau hafi fengið lán hjá erlendum bönkum sem hafi komið til landsins og spurt hvort þetta væri „plateign“. Þessir aðilar hafi farið upp í háskóla þar sem þeim hafi verið tjáð að þjóðin ætti fiskinn í sjónum, þjóðin ætti auðlindina og hún ráði auðlindinni. „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum,“ segir Guðmundur og þannig sé það í hafréttarsáttmálanum. Guðmundur vísaði svo til nýrrar kvikmyndar David Attenborough um hafið. Þar komi til dæmis fram að sumir fiskar syndi allt að þrjú þúsund kílómetra fram og til baka. „Það á enginn fiskinn í sjónum og veiðirétturinn það er það sem allir eru að deila um.“ Guðmundur sagðist svo, vegna umræðnanna í samfélaginu, hafa farið að skoða gömlu lögin og nefndarálit og svoleiðis. Hann hafi fundið nefndarálit nefndar sem hafi verið falið að fara yfir lög og stjórn fiskveiða. Nefndin hafi verið stofnuð 1988 og skilað af sér 1990. Í nefndinni hafi verið 19 karlmenn og aðeins einn þeirra sé enn í sjávarútvegi, Arthúr Bogason. Til að róa Jón Baldvin Hann segir að í fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlaganna standi að nytjastofninn sé sameiginleg eign þjóðarinnar. Nytjastofninn sé hópur fiska sem syndi inn og út og hann spyrji sig af hverju þetta ákvæði hafi verið sett inn. „Það varð að setja þetta inn svo Jón Baldvin myndi samþykkja frumvarpið í maí 1992.“ Guðmundur segir þetta grunninn að deilunum um fiskveiðistjórnunarkerfið síðustu 30 ár. Það sé misskilningur að þjóðin eigi fiskinn, hann eigi sig sjálfur og ríkið og þjóðin eigi veiðiréttinn. Þáttastjórnandi spurði hann þá hvort þjóðin ætti veiðiréttinn frekar en hann og aðrir í sjávarútvegi. „Ég er hluti af þjóðinni, það er vandamálið af því ríkið og þjóðin eru sama. Ríkið er eins og hlutafélag sem þjóðin á. Við gerum vegi, heilbrigðis- og menntamál en þjóðin eru einstaklingarnir í þjóðfélaginu. Þannig myndum við þjóð og við megum eiga fasteignir, lausafé, hlutabréf. Við eigum lífeyrissjóðina, ríkið á ekki það og Brim er skráð félag og 40 prósent af eigendum Brim eru lífeyrissjóðir, 55 eru hlutafélög sem eru í eigu einstaklinga og fimm prósent eru í eigu einstaklinga. Allir þessir aðilar eru hluti af þjóðinni. Öll þjóðin á ekki Brim en það er stór hluti af þjóðinni sem á Brim,“ segir Guðmundur. Hluti þjóðarinnar hafi keypt útgerðirnar Ríkið eigi ekki Brim en hafi átt útgerð 1984, eins og sveitarfélögin, sem þau hafi selt. „Hluti af þjóðinni“ hafi keypt skipin af þeim með því að taka við skuldum. „Kvótakerfið er sett á 1984 því útgerðin var á hausnum, sjávarútvegurinn var á hausnum… Þetta var sóun á verðmætum Íslands. Þetta var sóun á verðmætum þjóðarinnar en ekki auðlind ríkisins.“ Hann segir sjávarútvegsfyrirtækin hafa tekið við skuldsettum iðnaði og ekki annað hafi verið í stöðunni en að loka víða. Þeir hafi skapað sér óvinsældir með því en ekkert annað hægt í stöðunni. Guðmundur segir enga þjóð í heiminum borga eins háa skatta í sjávarútvegi en með hærri sköttum og meiri veiðigjöldum fylgi meiri hagræðing. Hann segir allt opinbert við til dæmis reksturs Brims. Félagið eigi 30 ára sögu á hlutabréfamarkaði og hafi aldrei greitt meiri arð en aðrir eða verið með meiri hagnað. Síðasta skip hafi kostað níu milljarða Þáttastjórnandi bendir Guðmundi á að fyrir hverja krónu sem Brim hafi greitt fyrir afnotin hafi þeir greitt sjálfum sér í arð 4,26 krónur og spyr hvort það sé ekki hægt að sjá af annarri krónu. „Við erum að keppa á erlendum mörkuðum. Við erum með tólf skip og síðasta skip sem við keyptum kostaði yfir níu milljarða. Ef Brim er ekki með bókfært eigið fé í reikningnum sínum þá fáum við ekki lán til að kaupa skipið,“ segir hann og að eigið fé Brims sé kyrrsettur hagnaður inni í félaginu. Félagið hafi aldrei greitt meira en 50 prósent af hagnaði út til hluthafa því rest sé kyrrsett til að gera félagið sterkara. Spurður út í það að útgerðirnar eigi sjálfar fiskvinnsluna og selji fiskinn þangað ódýrt en hækki verðið þegar fiskurinn er seldur erlendis segir Guðmundur það bull. Á heimasíðu Brims sé hægt að sjá öll fyrirtæki sem þau eigi og það séu strangar reglur um sölu og skatta erlendis. Þau geti ekki selt fiskinn til dótturfélags erlendis og skilið hagnaðinn eftir þar. Skatturinn vinni saman á milli landa og sé besta eftirlitið. Brim eigi sölufyrirtæki í Japan sem sé það eina erlendis sem þeir eigi 100 prósent. Þeir hafi átt Sölumiðstöðina með öðrum framleiðendum sem hafi reglulega verið tekin út af skattayfirvöldum í Bandaríkjunum. Spurður út í það að útgerðarmenn eða fyrrverandi útgerðarmenn séu yfirleitt á toppi í Tekjublaðinu biður Guðmundur um gögnin. Margir hafi síðustu ár verið að selja sig út úr greininni. „Af því það er búið að tala svo illa um sjávarútveginn. Búið að tala svo rangt. Það er eins og við séum að stela fisknum frá þjóðinni, stela kvótanum frá þjóðinni.“ Af hverju heldurðu að þjóðinni finnist það? „Af því við sögðum ekki satt og rétt 1990,“ segir Guðmundur og vísar aftur í lögin 1990 þar sem talað er um að nytjastofninn sé sameign þjóðarinnar. Ekki sé talað um veiðiréttinn eða að ríkið eigi nytjastofninn. Þjóð og ríki ekki það sama „Við eigum að vernda fiskinn og tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu,“ segir Guðmundur og að sjávarútvegur haldi uppi atvinnu hringinn í kringum landið. Hann segir kerfið gott en til þess að skapa sátt en það þurfi mögulega íslenskufræðing til að lesa fyrstu greinina og útskýra nákvæmlega hvað hún þýðir. „Af því þjóð og ríki er ekki sama.“ Hann segist sáttur við það að greiða veiðigjöld en er ósáttur við það hvaða aðferð er notuð til að ákveða veiðigjöldin. Hann telur þurfa að skipa nýja nefnd. Sú nefnd sem Svandís Svavarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, hafi ekki verið nægilega góð. Spurður hvað sé sanngjörn krafa um hækkun segir Guðmundur að með hækkun veiðigjalda um 50 prósent verði aðeins tvær týpur af sjávarútvegi eftir fimm ár, strandveiðar, sem greiði engin gjöld og skatta, og nokkrar stórar fyrirtækjasamstæður á Íslandi og erlendis. Verðmætasköpunin verði færð frá landinu. Hann segir að 100 prósenta hækkun á tíu árum væri frábært markmið. Greinin gæti þá borgað og sjávarútvegurinn myndi haldast sterkur. „Sjávarútvegurinn er frábær grein en þið verðið að hætta hérna í Reykjavík að tala eins og þið eigið fiskinn í sjónum. Þið skrifuðuð undir Hafréttarsáttmálann á sínum tíma. Ef fugl flýgur hérna yfir ertu þá æpa: Ég á þennan fugl,“ segir Guðmundur. Viðtalið hægt að hlusta á hér að ofan. Umræðum um veiðigjaldafrumvarpið verður haldið áfram á þingi klukkan 15 í dag þegar atkvæðagreiðsla fer fram.
Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira