Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Jón Þór Stefánsson skrifar 12. maí 2025 15:45 Hér má sjá kort af vegalengdinni sem pilturinn ók eftir að lögregla kom auga á hann. Þess má geta að hún hafði áður fengið tilkynningu um akstur hans við Vífilstaði, sem er á miðju kortinu. Já.is Fimmtán ára ökumaður ók undan lögreglu með ofsafengnum hætti úr Hafnarfirði, í gegnum Garðabæ og Kópavog og endaði akstur sinn í Reykjavík. Hann var á bíl sem hann tók í óleyfi. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þeim hafi borist tilkynning um ofsaakstur á Reykjanesbraut þegar klukkan var alveg að ganga eitt í nótt. Lögreglumenn hafi síðan orðið varir við hann við Fjarðartorg í Hafnarfirði, og honum gefið merki um að stöðva bílinn. Pilturinn hafi hins vegar aukið hraðan frekar en að nema staðar og ekið upp eftir Lækjargötu. Þaðan hafi hann farið á Hlíðartorg og þangað aftur á Reykjanesbrautina, að Kaplakrika og fram hjá honum í átt að IKEA. „Hann ekur mjög greitt og það er eftirför og hann sinnir engum merkjum,“ segir Skúli. Svo fór pilturinn upp á Breiðholtsbraut, inn í Seljahverfið þar sem hann fór um Jaðarsel, Seljabraut og Fljótasel, en á síðastnefnda staðnum nam hann staðar. Skúli segir að þar hafi komið í ljós að ökumaðurinn væri alls gáður, en ansi ungur, á sextánda ári. Þess má geta að til þess að hefja æfingaakstur þarf einstaklingur að vera orðinn sextán ára gamall, og til þess að fá bílpróf sautján ára. Einnig kom í ljós að hann hafði tekið bílinn í óleyfi. Forráðamaður hans hafi síðan komið og að sögn Skúla var drengurinn miður sín. Hann segir að málið verði tilkynnt til Barnaverndar. Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þeim hafi borist tilkynning um ofsaakstur á Reykjanesbraut þegar klukkan var alveg að ganga eitt í nótt. Lögreglumenn hafi síðan orðið varir við hann við Fjarðartorg í Hafnarfirði, og honum gefið merki um að stöðva bílinn. Pilturinn hafi hins vegar aukið hraðan frekar en að nema staðar og ekið upp eftir Lækjargötu. Þaðan hafi hann farið á Hlíðartorg og þangað aftur á Reykjanesbrautina, að Kaplakrika og fram hjá honum í átt að IKEA. „Hann ekur mjög greitt og það er eftirför og hann sinnir engum merkjum,“ segir Skúli. Svo fór pilturinn upp á Breiðholtsbraut, inn í Seljahverfið þar sem hann fór um Jaðarsel, Seljabraut og Fljótasel, en á síðastnefnda staðnum nam hann staðar. Skúli segir að þar hafi komið í ljós að ökumaðurinn væri alls gáður, en ansi ungur, á sextánda ári. Þess má geta að til þess að hefja æfingaakstur þarf einstaklingur að vera orðinn sextán ára gamall, og til þess að fá bílpróf sautján ára. Einnig kom í ljós að hann hafði tekið bílinn í óleyfi. Forráðamaður hans hafi síðan komið og að sögn Skúla var drengurinn miður sín. Hann segir að málið verði tilkynnt til Barnaverndar.
Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent