Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Jón Þór Stefánsson skrifar 12. maí 2025 15:45 Hér má sjá kort af vegalengdinni sem pilturinn ók eftir að lögregla kom auga á hann. Þess má geta að hún hafði áður fengið tilkynningu um akstur hans við Vífilstaði, sem er á miðju kortinu. Já.is Fimmtán ára ökumaður ók undan lögreglu með ofsafengnum hætti úr Hafnarfirði, í gegnum Garðabæ og Kópavog og endaði akstur sinn í Reykjavík. Hann var á bíl sem hann tók í óleyfi. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þeim hafi borist tilkynning um ofsaakstur á Reykjanesbraut þegar klukkan var alveg að ganga eitt í nótt. Lögreglumenn hafi síðan orðið varir við hann við Fjarðartorg í Hafnarfirði, og honum gefið merki um að stöðva bílinn. Pilturinn hafi hins vegar aukið hraðan frekar en að nema staðar og ekið upp eftir Lækjargötu. Þaðan hafi hann farið á Hlíðartorg og þangað aftur á Reykjanesbrautina, að Kaplakrika og fram hjá honum í átt að IKEA. „Hann ekur mjög greitt og það er eftirför og hann sinnir engum merkjum,“ segir Skúli. Svo fór pilturinn upp á Breiðholtsbraut, inn í Seljahverfið þar sem hann fór um Jaðarsel, Seljabraut og Fljótasel, en á síðastnefnda staðnum nam hann staðar. Skúli segir að þar hafi komið í ljós að ökumaðurinn væri alls gáður, en ansi ungur, á sextánda ári. Þess má geta að til þess að hefja æfingaakstur þarf einstaklingur að vera orðinn sextán ára gamall, og til þess að fá bílpróf sautján ára. Einnig kom í ljós að hann hafði tekið bílinn í óleyfi. Forráðamaður hans hafi síðan komið og að sögn Skúla var drengurinn miður sín. Hann segir að málið verði tilkynnt til Barnaverndar. Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að þeim hafi borist tilkynning um ofsaakstur á Reykjanesbraut þegar klukkan var alveg að ganga eitt í nótt. Lögreglumenn hafi síðan orðið varir við hann við Fjarðartorg í Hafnarfirði, og honum gefið merki um að stöðva bílinn. Pilturinn hafi hins vegar aukið hraðan frekar en að nema staðar og ekið upp eftir Lækjargötu. Þaðan hafi hann farið á Hlíðartorg og þangað aftur á Reykjanesbrautina, að Kaplakrika og fram hjá honum í átt að IKEA. „Hann ekur mjög greitt og það er eftirför og hann sinnir engum merkjum,“ segir Skúli. Svo fór pilturinn upp á Breiðholtsbraut, inn í Seljahverfið þar sem hann fór um Jaðarsel, Seljabraut og Fljótasel, en á síðastnefnda staðnum nam hann staðar. Skúli segir að þar hafi komið í ljós að ökumaðurinn væri alls gáður, en ansi ungur, á sextánda ári. Þess má geta að til þess að hefja æfingaakstur þarf einstaklingur að vera orðinn sextán ára gamall, og til þess að fá bílpróf sautján ára. Einnig kom í ljós að hann hafði tekið bílinn í óleyfi. Forráðamaður hans hafi síðan komið og að sögn Skúla var drengurinn miður sín. Hann segir að málið verði tilkynnt til Barnaverndar.
Lögreglumál Umferðaröryggi Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira