Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar 13. maí 2025 13:01 Söfnum er ætlað viðamikið og mikilvægt samfélagslegt hlutverk: Þeim ber að standa vörð um menningararf þjóðarinnar og gefa honum gildi í samfélagi sem er sífellt að breytast og þróast. Þetta þurfa þau að gera fyrir opnum tjöldum, og fagmennsku. Þrátt fyrir oft á tíðumkrefjandi aðstæður getur safnafólk á Íslandi verið stolt af þeim metnaði og árangri í störfum þeirra. Eitt af því sem ætíð hefur mótandi áhrif á framtíð safna er hæft starfsfólk, sem hefur breiðan þekkingargrunn sem gerir söfnum kleift að taka þátt í fjölbreytilegum umræðum, mikilvægar samfélaginu. Með öðrum orðum, innan safna er mikill mannauður sem þarf að hlúa að. Þekkingöflun safna er eitt lykil framlag þeirra til íslensks samfélags, ekki síst í ljósi safnfræðslu og íslenskrar ferðaþjónustu, en þetta eru hvorutveggja umræðuefni sem mér eru mjög hugleikin þessa dagana. Söfn geta sannarlega verið öflug menningarauðlind ferðaþjónustunnar, þau bjóða upp á einstaka innsýn inn í íslensk samfélag, á grundvelli faglegra vinnubragða, rannsókna og þekkingar. Þau taka þátt í sjálfbærri menningarferðaþjónustu, ekki einungis með móttöku ferðamanna, heldur með því að ráða leiðsögumenn, taka þátt í öflugu samstarfi við aðrar stofnanir og fyrirtæki á svæðinu, og veita upplýsingar. Þar stoppar fólk og fær sér kaffi, og kaupir minjagripi, bækur og sækir sér upplýsingar um það samfélag sem þau eru að heimsækja á sýningum þeirra. Ferðaþjónustan er sannarlega mikilvægur þáttur í framtíð safna, ekki síst með tilliti til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem verið er að beina athyglinni að í ár: Að styðja við efnahagslífið, ýta undir sköpunargleði og hafa áhrif á sjálfbæra þróun samfélaga. Lykillinn að góðu samstarfi safna við ferðaþjónustuna er að hafa ávallt faglegt hlutverk stofnananna að leiðarljósi: Að varðveita menningararfinn af fagmennsku og að miðla honum á áhrifamikinn hátt til almennings (innlendra og erlendra gesta), með sanngildi að leiðarljósi. Höfundur er lektor í safnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Ferðaþjónusta Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Söfnum er ætlað viðamikið og mikilvægt samfélagslegt hlutverk: Þeim ber að standa vörð um menningararf þjóðarinnar og gefa honum gildi í samfélagi sem er sífellt að breytast og þróast. Þetta þurfa þau að gera fyrir opnum tjöldum, og fagmennsku. Þrátt fyrir oft á tíðumkrefjandi aðstæður getur safnafólk á Íslandi verið stolt af þeim metnaði og árangri í störfum þeirra. Eitt af því sem ætíð hefur mótandi áhrif á framtíð safna er hæft starfsfólk, sem hefur breiðan þekkingargrunn sem gerir söfnum kleift að taka þátt í fjölbreytilegum umræðum, mikilvægar samfélaginu. Með öðrum orðum, innan safna er mikill mannauður sem þarf að hlúa að. Þekkingöflun safna er eitt lykil framlag þeirra til íslensks samfélags, ekki síst í ljósi safnfræðslu og íslenskrar ferðaþjónustu, en þetta eru hvorutveggja umræðuefni sem mér eru mjög hugleikin þessa dagana. Söfn geta sannarlega verið öflug menningarauðlind ferðaþjónustunnar, þau bjóða upp á einstaka innsýn inn í íslensk samfélag, á grundvelli faglegra vinnubragða, rannsókna og þekkingar. Þau taka þátt í sjálfbærri menningarferðaþjónustu, ekki einungis með móttöku ferðamanna, heldur með því að ráða leiðsögumenn, taka þátt í öflugu samstarfi við aðrar stofnanir og fyrirtæki á svæðinu, og veita upplýsingar. Þar stoppar fólk og fær sér kaffi, og kaupir minjagripi, bækur og sækir sér upplýsingar um það samfélag sem þau eru að heimsækja á sýningum þeirra. Ferðaþjónustan er sannarlega mikilvægur þáttur í framtíð safna, ekki síst með tilliti til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem verið er að beina athyglinni að í ár: Að styðja við efnahagslífið, ýta undir sköpunargleði og hafa áhrif á sjálfbæra þróun samfélaga. Lykillinn að góðu samstarfi safna við ferðaþjónustuna er að hafa ávallt faglegt hlutverk stofnananna að leiðarljósi: Að varðveita menningararfinn af fagmennsku og að miðla honum á áhrifamikinn hátt til almennings (innlendra og erlendra gesta), með sanngildi að leiðarljósi. Höfundur er lektor í safnafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar