Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 15. maí 2025 11:30 Mannvinurinn Nelson Mandela sagði einhverju sinni: “Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín” Og mikið er ég sammála honum. Því ég lít svo á að það eru okkar mennsku auðlindir og mannlegu innviðir, eða elsku börnin okkar, sem skipta hér lang mestu máli. Þetta eru, að mínu mati, okkar arðbærustu fjárfestingar og dýrmætasta verðmætasköpun. Mér er hugsað til þeirra þúsunda barna sem hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi eða jafnvel búa við viðvarandi ofbeldi á heimili sínu, til barna sem búa á heimili þar sem foreldri eða systkini glímir við fíknisjúkdóm eða geðrænan vanda, eða til einhverfa barna sem bíða eftir að fá að finna sig í skólaumhverfi sem hentar þeirra þörfum og hlúir að taugakerfi þeirra, Mér er líka hugsað til þeirra barna sem búa á heimili þar sem allt er með felldu á yfirborðinu, kótilettur með raspi, brúnaðar kartöflur og grænar ora baunir á sunnudögum, en foreldrarnir hafa ekki burði til tengjast þeim tilfinningalega. Allt þetta og miklu meira til eru markerandi reynslur og áföll sem geta haft skaðleg áhrif á börnin okkar og með alvarlegum afleiðingum á andlega og líkamlega heilsu inn í fullorðinsárin. Ég hef séð nýlega útreikninga sem benda á að það að fjárfesta í að grípa barn sem hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli nemur um 2-3% af kostnaðinum við að bera þennan sama einstakling brotinn í gegnum kerfin út lífið. Um 90% kvenna sem leita sér aðstoðar vegna áfengis- eða fíknivanda hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Í fangelsum landsins eru fangar sem eiga langflestir hræðilega sorglega og átakanlega sögu. Í atvinnulífinu er um 25% fólks að glíma við andlega erfiðleika og eða kulnun hverju sinni, sem má oft er hægt að rekja til áfalla í barnæsku. Allt eru þetta dæmi um afleiðingar sem kosta samfélagið gríðarlega fjármuni á hverjum degi. Við erum að gera margt gott en við getum gert svo miklu betur. Sjálf er ég til að mynda afar fylgjandi og hrifin af Farsældarlögunum. En ég vil sjá okkur taka miklu stærri skref þegar það kemur að því að grípa fallandi börn. Útum allt kerfi og út á vettvangi hvarvetna er lausnamiðað fólk með risa stórt hjarta sem býr til hring úr rúðustrikuðum kössum kerfisins. Það er hins vegar okkar, sem við stjórnvölinn eru, að búa til kerfi og vettvang sem með hefur sveigjanlegar útlínur rammanna svo þetta fólk geti nálgast einstaklinga með ólíkar þarfir.Það er verðmætaskapandi kerfi. Því hvet ég þingheim að sameinast í því að hafa kjark til að taka samstíga og stærri skref þegar það kemur að því að mæta börnum sem hafa orðið fyrir eða eru að verða fyrir áföllum. Við skulum ekki láta langar flóknar pólítískar forsögur, teknókratíu og prótókola hindra slíka samstöðu. Við verðum að láta sögurnar af þessum dýrmætu einstaklingum og tölfræðina tala saman.Hvað er orsök og hvað er afleiðing?- og hvoru megin ætlum við að vera þegar það kemur að fjárfestingu í hverju barni? Höfundur er varaþingkona Viðreisnar og byggir þessi grein á jómfrúarræðu hennar, sem flutt var á Alþingi 14. maí 2025 undir dagskrárliðnum Störf þingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Viðreisn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mannvinurinn Nelson Mandela sagði einhverju sinni: “Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín” Og mikið er ég sammála honum. Því ég lít svo á að það eru okkar mennsku auðlindir og mannlegu innviðir, eða elsku börnin okkar, sem skipta hér lang mestu máli. Þetta eru, að mínu mati, okkar arðbærustu fjárfestingar og dýrmætasta verðmætasköpun. Mér er hugsað til þeirra þúsunda barna sem hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi eða jafnvel búa við viðvarandi ofbeldi á heimili sínu, til barna sem búa á heimili þar sem foreldri eða systkini glímir við fíknisjúkdóm eða geðrænan vanda, eða til einhverfa barna sem bíða eftir að fá að finna sig í skólaumhverfi sem hentar þeirra þörfum og hlúir að taugakerfi þeirra, Mér er líka hugsað til þeirra barna sem búa á heimili þar sem allt er með felldu á yfirborðinu, kótilettur með raspi, brúnaðar kartöflur og grænar ora baunir á sunnudögum, en foreldrarnir hafa ekki burði til tengjast þeim tilfinningalega. Allt þetta og miklu meira til eru markerandi reynslur og áföll sem geta haft skaðleg áhrif á börnin okkar og með alvarlegum afleiðingum á andlega og líkamlega heilsu inn í fullorðinsárin. Ég hef séð nýlega útreikninga sem benda á að það að fjárfesta í að grípa barn sem hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli nemur um 2-3% af kostnaðinum við að bera þennan sama einstakling brotinn í gegnum kerfin út lífið. Um 90% kvenna sem leita sér aðstoðar vegna áfengis- eða fíknivanda hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Í fangelsum landsins eru fangar sem eiga langflestir hræðilega sorglega og átakanlega sögu. Í atvinnulífinu er um 25% fólks að glíma við andlega erfiðleika og eða kulnun hverju sinni, sem má oft er hægt að rekja til áfalla í barnæsku. Allt eru þetta dæmi um afleiðingar sem kosta samfélagið gríðarlega fjármuni á hverjum degi. Við erum að gera margt gott en við getum gert svo miklu betur. Sjálf er ég til að mynda afar fylgjandi og hrifin af Farsældarlögunum. En ég vil sjá okkur taka miklu stærri skref þegar það kemur að því að grípa fallandi börn. Útum allt kerfi og út á vettvangi hvarvetna er lausnamiðað fólk með risa stórt hjarta sem býr til hring úr rúðustrikuðum kössum kerfisins. Það er hins vegar okkar, sem við stjórnvölinn eru, að búa til kerfi og vettvang sem með hefur sveigjanlegar útlínur rammanna svo þetta fólk geti nálgast einstaklinga með ólíkar þarfir.Það er verðmætaskapandi kerfi. Því hvet ég þingheim að sameinast í því að hafa kjark til að taka samstíga og stærri skref þegar það kemur að því að mæta börnum sem hafa orðið fyrir eða eru að verða fyrir áföllum. Við skulum ekki láta langar flóknar pólítískar forsögur, teknókratíu og prótókola hindra slíka samstöðu. Við verðum að láta sögurnar af þessum dýrmætu einstaklingum og tölfræðina tala saman.Hvað er orsök og hvað er afleiðing?- og hvoru megin ætlum við að vera þegar það kemur að fjárfestingu í hverju barni? Höfundur er varaþingkona Viðreisnar og byggir þessi grein á jómfrúarræðu hennar, sem flutt var á Alþingi 14. maí 2025 undir dagskrárliðnum Störf þingsins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar