Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2025 12:32 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir ekki standa til að forgangsraða selahaldi fram yfir íþróttastarf. Vísir Ekki stendur til að skerða framlög Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga þrátt fyrir að Ríkisútvarpið hafi slegið því upp í fyrirsögn, að sögn formanns borgarráðs. Hann sakar stofnunina um óvandaðan fréttaflutning af borgarmálum. Ríkisútvarpið sagði frá breytingartillögum borgarstjóra á fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar í gær. Það var fullyrt að framlög vegna fjölnotaíþróttahúss KR yrði lækkað um hundrað milljónir ef tillögurnar yrðu samþykktar. Í staðinn yrðu framlög til selalaugar í Húsdýragarðinum hækkuð um sextíu milljónir. Fréttirnar hafa orðið kveikja að gagnrýni um að borgaryfirvöld snupri íþróttahreyfinguna og stuðli þess í stað að dýraníði sem felist í selahaldi. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, gagnrýnir framsetningu RÚV sem hún telur misvísandi og óvandaða. Ekki standi til að skerða framlög til íþróttafélaga heldur færa framlög á milli ára. Tafir hafi orðið á verkefnum sem borgin hefur skuldbundið sig til að ráðast í með íþróttafélögunum og að fjármunir sem gert var ráð fyrir í upphafi árs verði ekki nýttir allir í ár. Því hafi verið ráðist í tilfærslur og breytingar á fjárfestingaáætlun. „Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki,“ skrifar Líf í aðsendri grein á Vísi. Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR.Vísir/Sigurjón Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, segir í færslu á Facebook-síðu félagsins að hann hafi fengið símtal frá Líf sem hafi fullyrt við sig að borgin ætlaði ekki að bakka út úr gerð fjölnota íþróttahúss. Einungis væru tilfærslur vegna tafa á verkinu, til dæmis vegna tafa við útboð. Fáir kalli eftir að selalauginni verði lokað og selirnir aflífaðir Um selalaugin segir Líf að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hafi lengi beðið eftir úrbótum á aðstöðu sinni, þar á meðal betri umgjörð fyrir selina. „Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur,“ skrifar Líf. Umræðan snúist um atriði sem eigi ekki við rök að styðjast Segir Líf að fjölmiðlar eigi að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum og leita ólíkra skoðana. „Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna.“ Fréttin var uppfærð með upplýsingum úr Facebook-færslu framkvæmdastjóra KR. Reykjavík Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Borgarstjórn Vinstri græn Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Ríkisútvarpið sagði frá breytingartillögum borgarstjóra á fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar í gær. Það var fullyrt að framlög vegna fjölnotaíþróttahúss KR yrði lækkað um hundrað milljónir ef tillögurnar yrðu samþykktar. Í staðinn yrðu framlög til selalaugar í Húsdýragarðinum hækkuð um sextíu milljónir. Fréttirnar hafa orðið kveikja að gagnrýni um að borgaryfirvöld snupri íþróttahreyfinguna og stuðli þess í stað að dýraníði sem felist í selahaldi. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, gagnrýnir framsetningu RÚV sem hún telur misvísandi og óvandaða. Ekki standi til að skerða framlög til íþróttafélaga heldur færa framlög á milli ára. Tafir hafi orðið á verkefnum sem borgin hefur skuldbundið sig til að ráðast í með íþróttafélögunum og að fjármunir sem gert var ráð fyrir í upphafi árs verði ekki nýttir allir í ár. Því hafi verið ráðist í tilfærslur og breytingar á fjárfestingaáætlun. „Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki,“ skrifar Líf í aðsendri grein á Vísi. Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR.Vísir/Sigurjón Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, segir í færslu á Facebook-síðu félagsins að hann hafi fengið símtal frá Líf sem hafi fullyrt við sig að borgin ætlaði ekki að bakka út úr gerð fjölnota íþróttahúss. Einungis væru tilfærslur vegna tafa á verkinu, til dæmis vegna tafa við útboð. Fáir kalli eftir að selalauginni verði lokað og selirnir aflífaðir Um selalaugin segir Líf að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hafi lengi beðið eftir úrbótum á aðstöðu sinni, þar á meðal betri umgjörð fyrir selina. „Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur,“ skrifar Líf. Umræðan snúist um atriði sem eigi ekki við rök að styðjast Segir Líf að fjölmiðlar eigi að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum og leita ólíkra skoðana. „Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna.“ Fréttin var uppfærð með upplýsingum úr Facebook-færslu framkvæmdastjóra KR.
Reykjavík Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Borgarstjórn Vinstri græn Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira