Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2025 12:32 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, segir ekki standa til að forgangsraða selahaldi fram yfir íþróttastarf. Vísir Ekki stendur til að skerða framlög Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga þrátt fyrir að Ríkisútvarpið hafi slegið því upp í fyrirsögn, að sögn formanns borgarráðs. Hann sakar stofnunina um óvandaðan fréttaflutning af borgarmálum. Ríkisútvarpið sagði frá breytingartillögum borgarstjóra á fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar í gær. Það var fullyrt að framlög vegna fjölnotaíþróttahúss KR yrði lækkað um hundrað milljónir ef tillögurnar yrðu samþykktar. Í staðinn yrðu framlög til selalaugar í Húsdýragarðinum hækkuð um sextíu milljónir. Fréttirnar hafa orðið kveikja að gagnrýni um að borgaryfirvöld snupri íþróttahreyfinguna og stuðli þess í stað að dýraníði sem felist í selahaldi. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, gagnrýnir framsetningu RÚV sem hún telur misvísandi og óvandaða. Ekki standi til að skerða framlög til íþróttafélaga heldur færa framlög á milli ára. Tafir hafi orðið á verkefnum sem borgin hefur skuldbundið sig til að ráðast í með íþróttafélögunum og að fjármunir sem gert var ráð fyrir í upphafi árs verði ekki nýttir allir í ár. Því hafi verið ráðist í tilfærslur og breytingar á fjárfestingaáætlun. „Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki,“ skrifar Líf í aðsendri grein á Vísi. Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR.Vísir/Sigurjón Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, segir í færslu á Facebook-síðu félagsins að hann hafi fengið símtal frá Líf sem hafi fullyrt við sig að borgin ætlaði ekki að bakka út úr gerð fjölnota íþróttahúss. Einungis væru tilfærslur vegna tafa á verkinu, til dæmis vegna tafa við útboð. Fáir kalli eftir að selalauginni verði lokað og selirnir aflífaðir Um selalaugin segir Líf að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hafi lengi beðið eftir úrbótum á aðstöðu sinni, þar á meðal betri umgjörð fyrir selina. „Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur,“ skrifar Líf. Umræðan snúist um atriði sem eigi ekki við rök að styðjast Segir Líf að fjölmiðlar eigi að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum og leita ólíkra skoðana. „Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna.“ Fréttin var uppfærð með upplýsingum úr Facebook-færslu framkvæmdastjóra KR. Reykjavík Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Borgarstjórn Vinstri græn Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Ríkisútvarpið sagði frá breytingartillögum borgarstjóra á fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar í gær. Það var fullyrt að framlög vegna fjölnotaíþróttahúss KR yrði lækkað um hundrað milljónir ef tillögurnar yrðu samþykktar. Í staðinn yrðu framlög til selalaugar í Húsdýragarðinum hækkuð um sextíu milljónir. Fréttirnar hafa orðið kveikja að gagnrýni um að borgaryfirvöld snupri íþróttahreyfinguna og stuðli þess í stað að dýraníði sem felist í selahaldi. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og formaður borgarráðs, gagnrýnir framsetningu RÚV sem hún telur misvísandi og óvandaða. Ekki standi til að skerða framlög til íþróttafélaga heldur færa framlög á milli ára. Tafir hafi orðið á verkefnum sem borgin hefur skuldbundið sig til að ráðast í með íþróttafélögunum og að fjármunir sem gert var ráð fyrir í upphafi árs verði ekki nýttir allir í ár. Því hafi verið ráðist í tilfærslur og breytingar á fjárfestingaáætlun. „Við ráðum stundum ekki við framvindu verkefna og er það ekki vegna skorts á fjármunum sem við setjum í þau. Aðrir hlutir þurfa að ganga upp frekar en að fjármögnun sé ábótavant. Því skal því haldið til haga hér að það fjármagn sem við höfum lofað íþróttafélögunum í þörf og nauðsynleg verkefni er tryggt. Breytingar á milli liða í fjárfestingaráætlun breyta því ekki,“ skrifar Líf í aðsendri grein á Vísi. Pálmi Rafn Pálmason er framkvæmdastjóri KR.Vísir/Sigurjón Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, segir í færslu á Facebook-síðu félagsins að hann hafi fengið símtal frá Líf sem hafi fullyrt við sig að borgin ætlaði ekki að bakka út úr gerð fjölnota íþróttahúss. Einungis væru tilfærslur vegna tafa á verkinu, til dæmis vegna tafa við útboð. Fáir kalli eftir að selalauginni verði lokað og selirnir aflífaðir Um selalaugin segir Líf að Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hafi lengi beðið eftir úrbótum á aðstöðu sinni, þar á meðal betri umgjörð fyrir selina. „Það kann að vera að það hefði verið farsælla á sínum tíma að taka ákvörðun um að hafa ekki seli til sýnis en ég held í dag að fáir myndu stinga upp á því að aflífa þá og loka lauginni. Fyrir utan það þá var búið að taka þessa fjárfestingaákvörðun fyrir þremur árum síðan en henni forgangsraðað aftar vegna hagræðingaraðgerða sem nú hafa skilað Reykjavíkurborg á betri stað fjárhagslega, eins og ársreikningurinn sýndi okkur,“ skrifar Líf. Umræðan snúist um atriði sem eigi ekki við rök að styðjast Segir Líf að fjölmiðlar eigi að leggja sig fram um að gæta hlutleysis og greina frá staðreyndum og leita ólíkra skoðana. „Fréttin sem ég nefndi hér að ofan var því miður ekki þannig og hefur umræðan í kjölfarið farið að snúast um atriði sem eiga ekki við rök að styðjast og standast ekki skoðun. Fjölmiðlar gegna veigamiklu hlutverki í lýðræðislegri umræðu og það eru hagsmunir samfélagsins að þeir, og einnig við sem erum í stjórnmálum, vandi sig í hvívetna.“ Fréttin var uppfærð með upplýsingum úr Facebook-færslu framkvæmdastjóra KR.
Reykjavík Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Borgarstjórn Vinstri græn Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira