Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar 20. maí 2025 14:03 Það er óvænt hitabylgja á skerinu okkar í maí og vegirnir okkar blæða. Vegfarendur eru argir og við verðum vör við fréttaflutning af málinu, eðlilega, enda er vandamálið mjög hvimleitt og í raun hættulegt. Þegar bikið í vegunum hefur þrýst svona upp í yfirborðið verður það slétt og veggrip minkar. Við næstu rigningu getur vegarkafli orðið lífshættulegur vegna hálku sem bílstjórar eiga ekki von á um mitt sumar. Hvers vegna gerist þetta ítrekað og hvers vegna eru vegirnir okkar svona? Til að svara þessu verður enn að fara með sömu möntruna og áður. Við erum í gríðarlegri innviðaskuld við vegakerfið okkar. Allt frá hrunárunum eða í um 16-17 ár hafa stjórnmálamenn vanrækt að sinna þeirri skyldu sinni að útvega fé, ellegar finna aðrar leiðir til að fjármagna viðhald vega. Við erum fámenn þjóð með hlutfallslega gríðarlega stórt vegakerfi. Eitt það stærsta í heimi á hvern íbúa. Við slíkar aðstæður þarf hver og einn skattgreiðandi að standa undir miklu meiri útgjöldum til vegamála en þéttbýlli lönd. Þetta á svo sem við um svo margt í okkar samfélagi en forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara. Lausnirnar eru í sjálfu sér einfaldar en við munum ekki geta fært vegakerfið okkar á hærra gæðastig nema með stórauknum útgjöldum. Það þarf að malbika miklu fleiri vegarkafla þar sem nú er klæðing (blæðandi), sem ekki þolir umferðarþunga umfram þetta 1500-2000 bíla á sólarhring og enn verr mikla þungaflutninga. Það þarf að styrkja og endurbyggja vegi sem lagðir voru fyrir 50-60 árum þar sem burðarlagið er fyrir löngu síðan orðið ónýtt. Það þarf að stórauka framlög til rannsókna og sinna þeim af áhuga og metnaði. Það þarf að halda áfram að þróa og rannsaka bindiefni í klæðingar sem athugið vel, verður alltaf notað áfram í svona strjálbýlu landi. Við höfum bara ekki efni á öðru. Þetta er ódýrasta aðferðin til að fá bundið slitlag. Vegfarendur eru pirraðir og reiðir og hella úr skálum sínum á vefmiðlum. Vegagerðin verður oftast fyrir barðinu á reiðinni og svo við verktakarnir sem vinnum okkar verk hvert sumar við að lappa uppá hálfónýtt vegakerfið. Ég segi við ykkur reiða fólk, það er ekki við Vegagerðina eða verktaka að sakast. Það væri hægt að gera svo miklu betur með meira fé, en hver ætlar að borga fyrir það? Ræðið málin við þingmenn ykkar og beinið reiðinni í réttan farveg. Við erum með frumstætt vegakerfi og það eru margir áratugir í fallegar öruggar hraðbrautir í svona fámennu landi, og kannski aldrei. Þangað til akið varlega og eftir aðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Sjá meira
Það er óvænt hitabylgja á skerinu okkar í maí og vegirnir okkar blæða. Vegfarendur eru argir og við verðum vör við fréttaflutning af málinu, eðlilega, enda er vandamálið mjög hvimleitt og í raun hættulegt. Þegar bikið í vegunum hefur þrýst svona upp í yfirborðið verður það slétt og veggrip minkar. Við næstu rigningu getur vegarkafli orðið lífshættulegur vegna hálku sem bílstjórar eiga ekki von á um mitt sumar. Hvers vegna gerist þetta ítrekað og hvers vegna eru vegirnir okkar svona? Til að svara þessu verður enn að fara með sömu möntruna og áður. Við erum í gríðarlegri innviðaskuld við vegakerfið okkar. Allt frá hrunárunum eða í um 16-17 ár hafa stjórnmálamenn vanrækt að sinna þeirri skyldu sinni að útvega fé, ellegar finna aðrar leiðir til að fjármagna viðhald vega. Við erum fámenn þjóð með hlutfallslega gríðarlega stórt vegakerfi. Eitt það stærsta í heimi á hvern íbúa. Við slíkar aðstæður þarf hver og einn skattgreiðandi að standa undir miklu meiri útgjöldum til vegamála en þéttbýlli lönd. Þetta á svo sem við um svo margt í okkar samfélagi en forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara. Lausnirnar eru í sjálfu sér einfaldar en við munum ekki geta fært vegakerfið okkar á hærra gæðastig nema með stórauknum útgjöldum. Það þarf að malbika miklu fleiri vegarkafla þar sem nú er klæðing (blæðandi), sem ekki þolir umferðarþunga umfram þetta 1500-2000 bíla á sólarhring og enn verr mikla þungaflutninga. Það þarf að styrkja og endurbyggja vegi sem lagðir voru fyrir 50-60 árum þar sem burðarlagið er fyrir löngu síðan orðið ónýtt. Það þarf að stórauka framlög til rannsókna og sinna þeim af áhuga og metnaði. Það þarf að halda áfram að þróa og rannsaka bindiefni í klæðingar sem athugið vel, verður alltaf notað áfram í svona strjálbýlu landi. Við höfum bara ekki efni á öðru. Þetta er ódýrasta aðferðin til að fá bundið slitlag. Vegfarendur eru pirraðir og reiðir og hella úr skálum sínum á vefmiðlum. Vegagerðin verður oftast fyrir barðinu á reiðinni og svo við verktakarnir sem vinnum okkar verk hvert sumar við að lappa uppá hálfónýtt vegakerfið. Ég segi við ykkur reiða fólk, það er ekki við Vegagerðina eða verktaka að sakast. Það væri hægt að gera svo miklu betur með meira fé, en hver ætlar að borga fyrir það? Ræðið málin við þingmenn ykkar og beinið reiðinni í réttan farveg. Við erum með frumstætt vegakerfi og það eru margir áratugir í fallegar öruggar hraðbrautir í svona fámennu landi, og kannski aldrei. Þangað til akið varlega og eftir aðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun