Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2025 15:55 Fólk kallar eftir því að Oscar fái að vera áfram á Íslandi. Vísir/Bjarni Fjölmenn mótmæli fara nú fram á Austurvelli vegna brottvísunar Oscar Anders Bocanegra Florez, sautján ára drengs frá Kólumbíu. Kærunefnd útlendingamála staðfesti nýverið úrskurð Útlendingastofnunar um að vísa Oscari frá landi. Stofnunin tók mál hans fyrir í annað sinn eftir að hann kom einn til landsins en honum var synjað um alþjóðlega vernd í fyrra. Þá sótt hann um með kólumbískri fjölskyldu sinni. Eftir það fór hann til Kólumbíu en kom aftur til landsins um mánuði síðar. Sonja, fósturmóðir Oscars, er ráðalaus. Vísir/Bjarni Í tilkynningu frá Útlendingastofnun í dag kom fram að ekki væri rétt, eins og hafi komið fram í máli fjölskyldunnar, að umsókn hans hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. Ævar vísindamaður hélt ráðu. Við hlið hans er túlkur. Vísir/Bjarni Fósturforeldrar Oscars, Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, boðuðu til mótmælanna ásamt samtökunum No Borders og Rétti barna á flótta. Þau segjast ráðalaus en þau hafa ítrekað lýst yfir vilja til að taka hann að sér. „Okkur líður pínu þannig að það séu einhverjir embættismenn sem eru bara fúlir að hann sé kominn hingað aftur og að þeir ætli ekki að gefa sig í því að samþykkja hann á Íslandi. Eins og þeir hafi tapað málinu? Já eins og þetta sé þeirra persónulega tap að hann hafi komist hingað aftur og sé aftur orðinn vandamál fyrir Útlendingastofnun af því að það eru engin rök sem hníga til þess að lofa honum ekki að vera hérna, við erum tilbúin að hafa hann, það er enginn tilkostnaður,” sögðu Sonja og Svavar um málið í Bítinu í morgun. Skilaboðin voru skýr á mótmælunum. Vísir/Bjarni Mikill fjöldi kom saman á Austurvelli í dag. Vísir/Bjarni Kólumbía Hælisleitendur Réttindi barna Börn og uppeldi Barnavernd Hafnarfjörður Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Útlendingastofnun segir að ekki sé rétt að umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. 26. maí 2025 12:45 Oscar hafi veitt takmörkuð svör Kærunefnd útlendingamála hefur birt umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscar Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Boðað hefur verið til mótmæla við upphaf þingfundar við Austurvöll í dag en fósturforeldrar Oscars segjast ráðalaus vegna málsins, engin svör fáist frá ráðamönnum og embættismenn ráði för. 26. maí 2025 12:01 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála staðfesti nýverið úrskurð Útlendingastofnunar um að vísa Oscari frá landi. Stofnunin tók mál hans fyrir í annað sinn eftir að hann kom einn til landsins en honum var synjað um alþjóðlega vernd í fyrra. Þá sótt hann um með kólumbískri fjölskyldu sinni. Eftir það fór hann til Kólumbíu en kom aftur til landsins um mánuði síðar. Sonja, fósturmóðir Oscars, er ráðalaus. Vísir/Bjarni Í tilkynningu frá Útlendingastofnun í dag kom fram að ekki væri rétt, eins og hafi komið fram í máli fjölskyldunnar, að umsókn hans hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. Ævar vísindamaður hélt ráðu. Við hlið hans er túlkur. Vísir/Bjarni Fósturforeldrar Oscars, Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, boðuðu til mótmælanna ásamt samtökunum No Borders og Rétti barna á flótta. Þau segjast ráðalaus en þau hafa ítrekað lýst yfir vilja til að taka hann að sér. „Okkur líður pínu þannig að það séu einhverjir embættismenn sem eru bara fúlir að hann sé kominn hingað aftur og að þeir ætli ekki að gefa sig í því að samþykkja hann á Íslandi. Eins og þeir hafi tapað málinu? Já eins og þetta sé þeirra persónulega tap að hann hafi komist hingað aftur og sé aftur orðinn vandamál fyrir Útlendingastofnun af því að það eru engin rök sem hníga til þess að lofa honum ekki að vera hérna, við erum tilbúin að hafa hann, það er enginn tilkostnaður,” sögðu Sonja og Svavar um málið í Bítinu í morgun. Skilaboðin voru skýr á mótmælunum. Vísir/Bjarni Mikill fjöldi kom saman á Austurvelli í dag. Vísir/Bjarni
Kólumbía Hælisleitendur Réttindi barna Börn og uppeldi Barnavernd Hafnarfjörður Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Útlendingastofnun segir að ekki sé rétt að umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. 26. maí 2025 12:45 Oscar hafi veitt takmörkuð svör Kærunefnd útlendingamála hefur birt umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscar Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Boðað hefur verið til mótmæla við upphaf þingfundar við Austurvöll í dag en fósturforeldrar Oscars segjast ráðalaus vegna málsins, engin svör fáist frá ráðamönnum og embættismenn ráði för. 26. maí 2025 12:01 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Útlendingastofnun segir að ekki sé rétt að umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. 26. maí 2025 12:45
Oscar hafi veitt takmörkuð svör Kærunefnd útlendingamála hefur birt umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscar Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Boðað hefur verið til mótmæla við upphaf þingfundar við Austurvöll í dag en fósturforeldrar Oscars segjast ráðalaus vegna málsins, engin svör fáist frá ráðamönnum og embættismenn ráði för. 26. maí 2025 12:01