Mikill fjöldi mótmælir brottvísun Oscars Lovísa Arnardóttir skrifar 26. maí 2025 15:55 Fólk kallar eftir því að Oscar fái að vera áfram á Íslandi. Vísir/Bjarni Fjölmenn mótmæli fara nú fram á Austurvelli vegna brottvísunar Oscar Anders Bocanegra Florez, sautján ára drengs frá Kólumbíu. Kærunefnd útlendingamála staðfesti nýverið úrskurð Útlendingastofnunar um að vísa Oscari frá landi. Stofnunin tók mál hans fyrir í annað sinn eftir að hann kom einn til landsins en honum var synjað um alþjóðlega vernd í fyrra. Þá sótt hann um með kólumbískri fjölskyldu sinni. Eftir það fór hann til Kólumbíu en kom aftur til landsins um mánuði síðar. Sonja, fósturmóðir Oscars, er ráðalaus. Vísir/Bjarni Í tilkynningu frá Útlendingastofnun í dag kom fram að ekki væri rétt, eins og hafi komið fram í máli fjölskyldunnar, að umsókn hans hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. Ævar vísindamaður hélt ráðu. Við hlið hans er túlkur. Vísir/Bjarni Fósturforeldrar Oscars, Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, boðuðu til mótmælanna ásamt samtökunum No Borders og Rétti barna á flótta. Þau segjast ráðalaus en þau hafa ítrekað lýst yfir vilja til að taka hann að sér. „Okkur líður pínu þannig að það séu einhverjir embættismenn sem eru bara fúlir að hann sé kominn hingað aftur og að þeir ætli ekki að gefa sig í því að samþykkja hann á Íslandi. Eins og þeir hafi tapað málinu? Já eins og þetta sé þeirra persónulega tap að hann hafi komist hingað aftur og sé aftur orðinn vandamál fyrir Útlendingastofnun af því að það eru engin rök sem hníga til þess að lofa honum ekki að vera hérna, við erum tilbúin að hafa hann, það er enginn tilkostnaður,” sögðu Sonja og Svavar um málið í Bítinu í morgun. Skilaboðin voru skýr á mótmælunum. Vísir/Bjarni Mikill fjöldi kom saman á Austurvelli í dag. Vísir/Bjarni Kólumbía Hælisleitendur Réttindi barna Börn og uppeldi Barnavernd Hafnarfjörður Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Útlendingastofnun segir að ekki sé rétt að umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. 26. maí 2025 12:45 Oscar hafi veitt takmörkuð svör Kærunefnd útlendingamála hefur birt umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscar Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Boðað hefur verið til mótmæla við upphaf þingfundar við Austurvöll í dag en fósturforeldrar Oscars segjast ráðalaus vegna málsins, engin svör fáist frá ráðamönnum og embættismenn ráði för. 26. maí 2025 12:01 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála staðfesti nýverið úrskurð Útlendingastofnunar um að vísa Oscari frá landi. Stofnunin tók mál hans fyrir í annað sinn eftir að hann kom einn til landsins en honum var synjað um alþjóðlega vernd í fyrra. Þá sótt hann um með kólumbískri fjölskyldu sinni. Eftir það fór hann til Kólumbíu en kom aftur til landsins um mánuði síðar. Sonja, fósturmóðir Oscars, er ráðalaus. Vísir/Bjarni Í tilkynningu frá Útlendingastofnun í dag kom fram að ekki væri rétt, eins og hafi komið fram í máli fjölskyldunnar, að umsókn hans hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. Ævar vísindamaður hélt ráðu. Við hlið hans er túlkur. Vísir/Bjarni Fósturforeldrar Oscars, Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, boðuðu til mótmælanna ásamt samtökunum No Borders og Rétti barna á flótta. Þau segjast ráðalaus en þau hafa ítrekað lýst yfir vilja til að taka hann að sér. „Okkur líður pínu þannig að það séu einhverjir embættismenn sem eru bara fúlir að hann sé kominn hingað aftur og að þeir ætli ekki að gefa sig í því að samþykkja hann á Íslandi. Eins og þeir hafi tapað málinu? Já eins og þetta sé þeirra persónulega tap að hann hafi komist hingað aftur og sé aftur orðinn vandamál fyrir Útlendingastofnun af því að það eru engin rök sem hníga til þess að lofa honum ekki að vera hérna, við erum tilbúin að hafa hann, það er enginn tilkostnaður,” sögðu Sonja og Svavar um málið í Bítinu í morgun. Skilaboðin voru skýr á mótmælunum. Vísir/Bjarni Mikill fjöldi kom saman á Austurvelli í dag. Vísir/Bjarni
Kólumbía Hælisleitendur Réttindi barna Börn og uppeldi Barnavernd Hafnarfjörður Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Útlendingastofnun segir að ekki sé rétt að umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. 26. maí 2025 12:45 Oscar hafi veitt takmörkuð svör Kærunefnd útlendingamála hefur birt umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscar Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Boðað hefur verið til mótmæla við upphaf þingfundar við Austurvöll í dag en fósturforeldrar Oscars segjast ráðalaus vegna málsins, engin svör fáist frá ráðamönnum og embættismenn ráði för. 26. maí 2025 12:01 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Fleiri fréttir Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Sjá meira
Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Útlendingastofnun segir að ekki sé rétt að umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. 26. maí 2025 12:45
Oscar hafi veitt takmörkuð svör Kærunefnd útlendingamála hefur birt umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscar Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Boðað hefur verið til mótmæla við upphaf þingfundar við Austurvöll í dag en fósturforeldrar Oscars segjast ráðalaus vegna málsins, engin svör fáist frá ráðamönnum og embættismenn ráði för. 26. maí 2025 12:01