Kemur þín háskólagráða úr kornflakes pakka? Davíð Már Sigurðsson skrifar 1. júní 2025 22:02 Íslenskt menntakerfi hefur átt undir högg að sækja ef marka má umfjöllun síðustu ára, sbr. niðurstöður úr PISA og auðvitað frumvörp um gjaldfellingu á virði einkunna í boði Flokks Fólksins. En hvernig komumst við hingað? Gæti vandinn verið sjálfskapaður að einhverju leyti? Tökum dæmi um stefnumótun í skólastarfi hérlendis. Hvers vegna hefur hún fyrst og fremst horft til sjónarmiða þeirra sem kvarta mest og gengur verst? Eru það raddirnar sem eru líklegar til að leysa vandann? Myndir þú þiggja fjármálaráðgjöf frá einstaklingum sem eru alltaf blankir? Eða frá þeim óhamingjusömustu um hvernig þér gæti liðið betur? Er þessir aðilar endilega góðar fyrirmyndir til að leita til um hvernig best sé að gera hlutina? Það er í besta falli ólíklegt. En hvers vegna er það í lagi í skólamálum? Háskólarnir kvarta yfir því að menntaskólanemendur mæti illa í stakk búnir til að takast á við kröfur háskólanna. Menntaskólarnir segja sömu sögu varðandi grunnskólana, sem vísa svo til leikskólanna. Einhvers staðar er pottur brotinn, og sama við hvaða kennarastétt þú ræðir, þá virðist enginn vera sáttur við hvert verið er að stefna, en færri tilbúnir til að benda opinberlega á hvað veldur þessar niðursveiflu í getu nemenda. Hvað afleiðingar hefur það á heildarmengið ef viðmið um hæfni nemenda eru sífellt lækkuð. Það ekki eitthvað sem eykur skilvirkni, framleiðni eða árangur. Nemendur þvert á skólastig ættu ekki að geta kvartað sig upp í hærri einkunn. Það þurfa að vera viðurlög fyrir því að gera hlutina með hálfum hug. Því hvers konar hvata býr það til fyrir nemendurna sem svo leggja sig fram. Hvaða afleiðingar hefur það til lengri tíma. Sérstaklega ef krafa launafólks um að menntun sé metin til launa á að taka alvarlega. Það kann ekki góðri lukka að stýra ef allir og amma þeirra komast í gegn. Upphaflega var gagnfræðapróf flottur pappír, svo tók stúdentsprófið við. Gott og vel flestir kláruðu það í kringum tvítugsaldurinn. Næst var það Bakkalár og núna er það á góðri leið með að verða Mastergráða. Hvar á þetta að stoppa? Margir hafa hvorki tíma né aðstæður til að ná sér í doktorinn. Ef háskólanám er ekki lengur gæðastimpill, af hverju ætti hið opinbera eða atvinnulífið þá að borga fyrir það. Ekki má gleyma því að það er einfaldlega langt frá því sjálfbært að bróðurpartur ungs fólk sé ekki kominn á vinnumarkaðinn fyrr en í fyrsta lagi í kringum 25 árin. Jafnvel með menntun sem enginn mun borga þeim fyrir að hafa farteskinu. Viltu að þín gráða komi úr kornflexpakka? Höfundur er kennari og áhugamaður um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Skóla- og menntamál Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Íslenskt menntakerfi hefur átt undir högg að sækja ef marka má umfjöllun síðustu ára, sbr. niðurstöður úr PISA og auðvitað frumvörp um gjaldfellingu á virði einkunna í boði Flokks Fólksins. En hvernig komumst við hingað? Gæti vandinn verið sjálfskapaður að einhverju leyti? Tökum dæmi um stefnumótun í skólastarfi hérlendis. Hvers vegna hefur hún fyrst og fremst horft til sjónarmiða þeirra sem kvarta mest og gengur verst? Eru það raddirnar sem eru líklegar til að leysa vandann? Myndir þú þiggja fjármálaráðgjöf frá einstaklingum sem eru alltaf blankir? Eða frá þeim óhamingjusömustu um hvernig þér gæti liðið betur? Er þessir aðilar endilega góðar fyrirmyndir til að leita til um hvernig best sé að gera hlutina? Það er í besta falli ólíklegt. En hvers vegna er það í lagi í skólamálum? Háskólarnir kvarta yfir því að menntaskólanemendur mæti illa í stakk búnir til að takast á við kröfur háskólanna. Menntaskólarnir segja sömu sögu varðandi grunnskólana, sem vísa svo til leikskólanna. Einhvers staðar er pottur brotinn, og sama við hvaða kennarastétt þú ræðir, þá virðist enginn vera sáttur við hvert verið er að stefna, en færri tilbúnir til að benda opinberlega á hvað veldur þessar niðursveiflu í getu nemenda. Hvað afleiðingar hefur það á heildarmengið ef viðmið um hæfni nemenda eru sífellt lækkuð. Það ekki eitthvað sem eykur skilvirkni, framleiðni eða árangur. Nemendur þvert á skólastig ættu ekki að geta kvartað sig upp í hærri einkunn. Það þurfa að vera viðurlög fyrir því að gera hlutina með hálfum hug. Því hvers konar hvata býr það til fyrir nemendurna sem svo leggja sig fram. Hvaða afleiðingar hefur það til lengri tíma. Sérstaklega ef krafa launafólks um að menntun sé metin til launa á að taka alvarlega. Það kann ekki góðri lukka að stýra ef allir og amma þeirra komast í gegn. Upphaflega var gagnfræðapróf flottur pappír, svo tók stúdentsprófið við. Gott og vel flestir kláruðu það í kringum tvítugsaldurinn. Næst var það Bakkalár og núna er það á góðri leið með að verða Mastergráða. Hvar á þetta að stoppa? Margir hafa hvorki tíma né aðstæður til að ná sér í doktorinn. Ef háskólanám er ekki lengur gæðastimpill, af hverju ætti hið opinbera eða atvinnulífið þá að borga fyrir það. Ekki má gleyma því að það er einfaldlega langt frá því sjálfbært að bróðurpartur ungs fólk sé ekki kominn á vinnumarkaðinn fyrr en í fyrsta lagi í kringum 25 árin. Jafnvel með menntun sem enginn mun borga þeim fyrir að hafa farteskinu. Viltu að þín gráða komi úr kornflexpakka? Höfundur er kennari og áhugamaður um menntamál
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar