Hlýjasti maímánuður á landinu frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2025 13:26 Gróður tók óvenjusnemma við sér í ár. Vorið, og maímánuður sérstaklega, var það hlýjasta frá upphafi mælinga. Vísir/Anton Brink Nýliðinn maímánuður var sá hlýjasti á landsvísu frá upphafi mælinga. Sett voru ný meðal- og hámarkshitamet fyrir mánuðinn á flestum veðurstöðvum landsins. Mesta hitabylgja sem vitað er um á íslandi í maímánuði setti svip sinn á mánuðinn. Hún stóð yfir dagana 13. til 22. maí og náði yfir allt landið. Markvert þykir hversu snemma árs hitabylgjan átti sér stað, hversu lengi hún stóð yfir og hversu útbreidd hún var. Hlýindakaflinn náði hámarki dagana 17. og 18. maí þegar hiti mældist tuttugu stig eða meira á um helmingi veðurstöðva landsins, að því er kemur fram í samantekt Veðurstofur Íslands á tíðarfari í maí. Nýtt hámarkshitamet fyrir landið í maí var sett þegar hitamælirinn fór í 26,6 gráður á Egilsstaðaflugvelli. Það var gráðu meira en fyrra met sem var sett á Vopnafirði árið 1992. Nánast allar veðurstöðvar landsins skráðu ný hámarkshitamet fyrir maímánuð. Landsmet á Akureyri Mánaðarhitinn í maí var langt yfir meðaltali á landinu öllu en sérstaklega á hálendinu norðaustan- og austanlands þar sem meðalhitinn var fimm stigum hærri en undanfarin tíu ár að meðaltali. Hæsti mánaðarhitinn mældist 10,1 gráða á Akureyri sem er nýtt landsmet. Það var tæpum fjórum gráðum hlýrra en meðallag maímánaðar þar á þrjátíu ára tímabili frá 1991 til 2020 en þremur og hálfum gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík var meðalhitinn níu stig, 2,3 stigum yfir meðaltali áranna 1991 til 2020 og síðustu tíu ára. Hlýjasta vor frá upphafi Vorið í heild, apríl og maí, var það hlýjasta frá upphafi mælinga. Auk hitabylgjunnar í maí var sérlega hlýtt í byrjun apríl. Meðalhiti í Reykjavík þessa tvo mánuði mældist 7,4 stig en það er 2,2 stigum hærra en 30 ára meðaltalið frá 1991 til 2020. Sami meðalhiti var á Akureyri í vor en þar hann þremur stigum yfir meðallaginu. Meðalhiti fyrstu fimm mánaða ársins var 4,1 stig í Reykjavík, 1,6 stigum yfir meðaltalinu frá 1991 til 2020. Það gerir byrjun ársins að þeirri þriðju hlýjustu undanfarin 155 ár. Á Akureyri mældist meðalhitinn 3,1 stig sem var 1,7 stigum yfir meðaltali. Veður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
Mesta hitabylgja sem vitað er um á íslandi í maímánuði setti svip sinn á mánuðinn. Hún stóð yfir dagana 13. til 22. maí og náði yfir allt landið. Markvert þykir hversu snemma árs hitabylgjan átti sér stað, hversu lengi hún stóð yfir og hversu útbreidd hún var. Hlýindakaflinn náði hámarki dagana 17. og 18. maí þegar hiti mældist tuttugu stig eða meira á um helmingi veðurstöðva landsins, að því er kemur fram í samantekt Veðurstofur Íslands á tíðarfari í maí. Nýtt hámarkshitamet fyrir landið í maí var sett þegar hitamælirinn fór í 26,6 gráður á Egilsstaðaflugvelli. Það var gráðu meira en fyrra met sem var sett á Vopnafirði árið 1992. Nánast allar veðurstöðvar landsins skráðu ný hámarkshitamet fyrir maímánuð. Landsmet á Akureyri Mánaðarhitinn í maí var langt yfir meðaltali á landinu öllu en sérstaklega á hálendinu norðaustan- og austanlands þar sem meðalhitinn var fimm stigum hærri en undanfarin tíu ár að meðaltali. Hæsti mánaðarhitinn mældist 10,1 gráða á Akureyri sem er nýtt landsmet. Það var tæpum fjórum gráðum hlýrra en meðallag maímánaðar þar á þrjátíu ára tímabili frá 1991 til 2020 en þremur og hálfum gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík var meðalhitinn níu stig, 2,3 stigum yfir meðaltali áranna 1991 til 2020 og síðustu tíu ára. Hlýjasta vor frá upphafi Vorið í heild, apríl og maí, var það hlýjasta frá upphafi mælinga. Auk hitabylgjunnar í maí var sérlega hlýtt í byrjun apríl. Meðalhiti í Reykjavík þessa tvo mánuði mældist 7,4 stig en það er 2,2 stigum hærra en 30 ára meðaltalið frá 1991 til 2020. Sami meðalhiti var á Akureyri í vor en þar hann þremur stigum yfir meðallaginu. Meðalhiti fyrstu fimm mánaða ársins var 4,1 stig í Reykjavík, 1,6 stigum yfir meðaltalinu frá 1991 til 2020. Það gerir byrjun ársins að þeirri þriðju hlýjustu undanfarin 155 ár. Á Akureyri mældist meðalhitinn 3,1 stig sem var 1,7 stigum yfir meðaltali.
Veður Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira