Hlýjasti maímánuður á landinu frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2025 13:26 Gróður tók óvenjusnemma við sér í ár. Vorið, og maímánuður sérstaklega, var það hlýjasta frá upphafi mælinga. Vísir/Anton Brink Nýliðinn maímánuður var sá hlýjasti á landsvísu frá upphafi mælinga. Sett voru ný meðal- og hámarkshitamet fyrir mánuðinn á flestum veðurstöðvum landsins. Mesta hitabylgja sem vitað er um á íslandi í maímánuði setti svip sinn á mánuðinn. Hún stóð yfir dagana 13. til 22. maí og náði yfir allt landið. Markvert þykir hversu snemma árs hitabylgjan átti sér stað, hversu lengi hún stóð yfir og hversu útbreidd hún var. Hlýindakaflinn náði hámarki dagana 17. og 18. maí þegar hiti mældist tuttugu stig eða meira á um helmingi veðurstöðva landsins, að því er kemur fram í samantekt Veðurstofur Íslands á tíðarfari í maí. Nýtt hámarkshitamet fyrir landið í maí var sett þegar hitamælirinn fór í 26,6 gráður á Egilsstaðaflugvelli. Það var gráðu meira en fyrra met sem var sett á Vopnafirði árið 1992. Nánast allar veðurstöðvar landsins skráðu ný hámarkshitamet fyrir maímánuð. Landsmet á Akureyri Mánaðarhitinn í maí var langt yfir meðaltali á landinu öllu en sérstaklega á hálendinu norðaustan- og austanlands þar sem meðalhitinn var fimm stigum hærri en undanfarin tíu ár að meðaltali. Hæsti mánaðarhitinn mældist 10,1 gráða á Akureyri sem er nýtt landsmet. Það var tæpum fjórum gráðum hlýrra en meðallag maímánaðar þar á þrjátíu ára tímabili frá 1991 til 2020 en þremur og hálfum gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík var meðalhitinn níu stig, 2,3 stigum yfir meðaltali áranna 1991 til 2020 og síðustu tíu ára. Hlýjasta vor frá upphafi Vorið í heild, apríl og maí, var það hlýjasta frá upphafi mælinga. Auk hitabylgjunnar í maí var sérlega hlýtt í byrjun apríl. Meðalhiti í Reykjavík þessa tvo mánuði mældist 7,4 stig en það er 2,2 stigum hærra en 30 ára meðaltalið frá 1991 til 2020. Sami meðalhiti var á Akureyri í vor en þar hann þremur stigum yfir meðallaginu. Meðalhiti fyrstu fimm mánaða ársins var 4,1 stig í Reykjavík, 1,6 stigum yfir meðaltalinu frá 1991 til 2020. Það gerir byrjun ársins að þeirri þriðju hlýjustu undanfarin 155 ár. Á Akureyri mældist meðalhitinn 3,1 stig sem var 1,7 stigum yfir meðaltali. Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Mesta hitabylgja sem vitað er um á íslandi í maímánuði setti svip sinn á mánuðinn. Hún stóð yfir dagana 13. til 22. maí og náði yfir allt landið. Markvert þykir hversu snemma árs hitabylgjan átti sér stað, hversu lengi hún stóð yfir og hversu útbreidd hún var. Hlýindakaflinn náði hámarki dagana 17. og 18. maí þegar hiti mældist tuttugu stig eða meira á um helmingi veðurstöðva landsins, að því er kemur fram í samantekt Veðurstofur Íslands á tíðarfari í maí. Nýtt hámarkshitamet fyrir landið í maí var sett þegar hitamælirinn fór í 26,6 gráður á Egilsstaðaflugvelli. Það var gráðu meira en fyrra met sem var sett á Vopnafirði árið 1992. Nánast allar veðurstöðvar landsins skráðu ný hámarkshitamet fyrir maímánuð. Landsmet á Akureyri Mánaðarhitinn í maí var langt yfir meðaltali á landinu öllu en sérstaklega á hálendinu norðaustan- og austanlands þar sem meðalhitinn var fimm stigum hærri en undanfarin tíu ár að meðaltali. Hæsti mánaðarhitinn mældist 10,1 gráða á Akureyri sem er nýtt landsmet. Það var tæpum fjórum gráðum hlýrra en meðallag maímánaðar þar á þrjátíu ára tímabili frá 1991 til 2020 en þremur og hálfum gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík var meðalhitinn níu stig, 2,3 stigum yfir meðaltali áranna 1991 til 2020 og síðustu tíu ára. Hlýjasta vor frá upphafi Vorið í heild, apríl og maí, var það hlýjasta frá upphafi mælinga. Auk hitabylgjunnar í maí var sérlega hlýtt í byrjun apríl. Meðalhiti í Reykjavík þessa tvo mánuði mældist 7,4 stig en það er 2,2 stigum hærra en 30 ára meðaltalið frá 1991 til 2020. Sami meðalhiti var á Akureyri í vor en þar hann þremur stigum yfir meðallaginu. Meðalhiti fyrstu fimm mánaða ársins var 4,1 stig í Reykjavík, 1,6 stigum yfir meðaltalinu frá 1991 til 2020. Það gerir byrjun ársins að þeirri þriðju hlýjustu undanfarin 155 ár. Á Akureyri mældist meðalhitinn 3,1 stig sem var 1,7 stigum yfir meðaltali.
Veður Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira