Íbúar leiti réttar síns vegna flautsins: „Þetta er lýðheilsuógn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. júní 2025 11:42 Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir blístrið á svipaðri tíðni og barnsgrátur. Vísir Umtalað „djöflablístur“ eða „draugahljóð“ virðist leika íbúa fleiri hverfa en Laugarneshverfis grátt. Hljóðverkfræðingur segir hljóðið lýðheilsuógn og hvetur íbúasamtök til að leita réttar síns. Þreyttir foreldrar í Urriðaholti íhuga að gera nákvæmlega það. Fljótlega eftir að Anna Kristín Árnadóttir flutti í glænýja íbúð við Maríu í Urriðaholti fyrir rúmu ári varð hún vör við sams konar flauthljóð og heyra má á Hallgerðargötu þegar vindur blæs úr norðanátt. Hún segir sömu sögu og íbúar Laugarneshverfis um að hljóðið haldi fyrir henni vöku og sé hreint út sagt ærandi. Verktakinn lofi öllu fögru „Ég hefði viljað vera búin að taka eftir þessu þegar ég flutti inn því þá hefði ég neitað að greiða ÞG verk lokagreiðsluna,“ segir Anna. Blístrið líkist því sem heyrist í Laugarnesinu, líkt og heyra má hér að neðan. Verktakinn ÞG verk hefur séð um byggingu íbúða við Maríugötu og Vinastræti í Urriðaholti í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá Sverri Hermannssyni gæðafulltrúa ÞG verks hefur verktakafyrirtækið fengið ábendingar um hljóðið. Ekki sé víst hvar upptökin séu en unnið sé í leiðum til úrbóta í samstarfi við hljóðverkfræðinga og íbúa. „Það er ágætis samtal á milli okkar,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Anna segir málið aftur á móti ekki svo einfalt. „Þeir lofa okkur öllu fögru og segja okkur að það sé að koma verkfræðingur að kíkja á þetta. Segja okkur svo að til þess að hægt sé að laga þetta þá þurfum við að vita hvaðan þetta berst,“ segir Anna. Það liggi þó í augum uppi hvaðan hljóðið komi, svalahandriði í blokk við Maríugötu 15. Þegar hvessir úr norðanátt ómi um götuna. Ekkert í lagi ef svefninn er það ekki Anna og fjölskylda íhugar að fá lögfræðing með sér í lið og leita réttar síns. „Okkur langar bara að flytja en við erum ekki enn búið að finna neitt annað. En svo er maður hræddur af því að ef ég hefði keypt þessa íbúð af annarri manneskju sem hefði búið þarna og vitað af þessu, þá hefði ég farið í mál við hana.“ Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir hljóðið á tíðnisviði þar sem mannseyrað er hrikalega næmt. Hann segir tíðnina á sömu tíðni og barnsgrát. Í Reykjavík síðdegis í gær sagðist hann fyrst hafa heyrt hljóð af þessu tagi á nýrri brú yfir Breiðholtsbraut. „Þetta er lýðheilsuógn. Þannig að hverfasamtökin þurfa að taka þetta upp á sína arma, hafa samband við þessa íbúa og þeir verða að sækja rétt sinn gagnvart þeim sem seldu þeim þessar íbúðir. Ég hef reynt það sjálfur, ef svefninn er ekki í lagi þá er ekkert í lagi.“ Reykjavík Garðabær Húsnæðismál Tengdar fréttir „Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. 4. júní 2025 17:05 Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. 12. september 2024 21:02 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Fljótlega eftir að Anna Kristín Árnadóttir flutti í glænýja íbúð við Maríu í Urriðaholti fyrir rúmu ári varð hún vör við sams konar flauthljóð og heyra má á Hallgerðargötu þegar vindur blæs úr norðanátt. Hún segir sömu sögu og íbúar Laugarneshverfis um að hljóðið haldi fyrir henni vöku og sé hreint út sagt ærandi. Verktakinn lofi öllu fögru „Ég hefði viljað vera búin að taka eftir þessu þegar ég flutti inn því þá hefði ég neitað að greiða ÞG verk lokagreiðsluna,“ segir Anna. Blístrið líkist því sem heyrist í Laugarnesinu, líkt og heyra má hér að neðan. Verktakinn ÞG verk hefur séð um byggingu íbúða við Maríugötu og Vinastræti í Urriðaholti í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá Sverri Hermannssyni gæðafulltrúa ÞG verks hefur verktakafyrirtækið fengið ábendingar um hljóðið. Ekki sé víst hvar upptökin séu en unnið sé í leiðum til úrbóta í samstarfi við hljóðverkfræðinga og íbúa. „Það er ágætis samtal á milli okkar,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Anna segir málið aftur á móti ekki svo einfalt. „Þeir lofa okkur öllu fögru og segja okkur að það sé að koma verkfræðingur að kíkja á þetta. Segja okkur svo að til þess að hægt sé að laga þetta þá þurfum við að vita hvaðan þetta berst,“ segir Anna. Það liggi þó í augum uppi hvaðan hljóðið komi, svalahandriði í blokk við Maríugötu 15. Þegar hvessir úr norðanátt ómi um götuna. Ekkert í lagi ef svefninn er það ekki Anna og fjölskylda íhugar að fá lögfræðing með sér í lið og leita réttar síns. „Okkur langar bara að flytja en við erum ekki enn búið að finna neitt annað. En svo er maður hræddur af því að ef ég hefði keypt þessa íbúð af annarri manneskju sem hefði búið þarna og vitað af þessu, þá hefði ég farið í mál við hana.“ Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir hljóðið á tíðnisviði þar sem mannseyrað er hrikalega næmt. Hann segir tíðnina á sömu tíðni og barnsgrát. Í Reykjavík síðdegis í gær sagðist hann fyrst hafa heyrt hljóð af þessu tagi á nýrri brú yfir Breiðholtsbraut. „Þetta er lýðheilsuógn. Þannig að hverfasamtökin þurfa að taka þetta upp á sína arma, hafa samband við þessa íbúa og þeir verða að sækja rétt sinn gagnvart þeim sem seldu þeim þessar íbúðir. Ég hef reynt það sjálfur, ef svefninn er ekki í lagi þá er ekkert í lagi.“
Reykjavík Garðabær Húsnæðismál Tengdar fréttir „Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. 4. júní 2025 17:05 Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. 12. september 2024 21:02 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
„Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. 4. júní 2025 17:05
Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. 12. september 2024 21:02