Kveðjum sjálfhverfa og fyrirsjáanlega manninn Halldóra Mogensen skrifar 10. júní 2025 08:00 Hagvöxturinn hefur aukist, en á meðan fjarlægjumst við það sem skiptir okkur máli. Við sjáum það í vaxandi kvíða og kulnun. Í heilbrigðiskerfi sem skortir fjármagn og úrræði. Í ungu fólki sem missir vonina þegar þau eru rétt að hefja vegferð sína. Og við sjáum það í einhverju sem er erfiðara að mæla, hljóðlátri eyðingu samkenndar.Þegar allt verður að samkeppni, þegar athygli er gerð að söluvöru og velgengni er einkavædd gleymum við hvernig á að finna til með öðrum. Við flettum framhjá þjáningu í stað þess að sitja með henni.Svo er okkur sagt að efnahagurinn sé sterkur. En hvað felur styrkurinn í sér ef hann kemur á kostnað mannúðar? Hvers konar styrkur er í hagkerfi þar sem hagnaður er heilagur en fólki má henda?Eins og púls hlutabréfamarkaðsins segi eitthvað til um hjartslátt lifandi samfélags. Kerfið er ekki bilað. Það virkar eins og það var hannað. Þegar verðmætamat samfélags er skilgreint út frá því sem hægt er að mæla, verðleggja og selja leiðir það af sér að hið óáþreifanlega sem gerir lífið þess virði að lifa er merkt sem óhagkvæmt og ómerkilegt. Þannig vanmetum við allt það sem passar ekki inn í efnahagsreikninginn. Umönnun, sem er undirstaða alls lífs og samfélags, er ólaunuð. Samfélagsstarf er hunsað. Hvíld er leti. List sem selst ekki er sett til hliðar. Jafnvel náttúran er ekki lengur séð fyrir það sem hún er. Skógar eru ekki lungun okkar, heldur timbur. Firðirnir, sem eitt sinn voru heilög vistkerfi, eru nú meðhöndlaðir eins og verksmiðjugólf, dælandi út lúsugum laxaflökum í skiptum fyrir útflutningshagnað og störf sem brátt munu úreldast með sjálfvirkni. Foreldrar sem ala upp börn eru reiknaðir sem kostnaður. Andlegum veikindum er mætt með biðlista. Og þegar sumir geta ekki lengur haldið í við hraðann á efnahagshjólinu, vegna þess að þeir eru veikir, aldraðir, í sorg eða einfaldlega þreyttir, er þeim ýtt til hliðar eins og bilaðri vél. Ekki lengur gagnlegir fyrir kerfið. Við höfum ekki aðeins skapað kerfi sem bregst fólki. Við höfum skapað kerfi sem þjálfar okkur til að trúa því að kerfisbresturinn sé okkar eigin sök. Að endurskoða hvað framfarir þýða í raun Okkur hefur verið seld sagan um að ef við keyrum upp hagvöxtinn og stækkum kökuna muni ávinningurinn „síast niður“ til okkar hinna. En niðursíun er goðsögn. Flóðið er að hækka, já, en það lyftir aðeins snekkjunum. Við hin erum skilin eftir að troða marvaða.Við þurfum að snúa þessari hugsun á haus. Raunverulegar framfarir snúast ekki um hraðan vöxt og hagnað. Þær snúast um að mæla árangur eftir því hversu vel við hugsum um hvort annað, hversu örugg við finnum okkur og hvort við fáum öll tækifæri til að lifa merkingarbæru lífi. Hvernig það lítur út að setja fólk í forgang Allt í náttúrunni byggir á samvinnu, ekki samkeppni. Í skógi hjálpa trén hvort öðru í gegnum sveppanet í jörðu. Í líkama okkar vinna trilljónir frumna saman. Við manneskjurnar erum þróaðar til að lifa í nánum hópum og vinna saman til að lifa af. Einstaklingshyggjan vinnur gegn grunnþörfum okkar fyrir samheldni og samfélag og er rót vaxandi einmanaleika og sundrungar. Við þurfum að segja skilið við hagkerfi sem byggir á "Homo economicus" - hinum fyrirsjáanlega manni sem ætíð leitast við að hámarka eigin hag - yfir í hagkerfi sem byggir á "Homo cooperativus" - manneskjur sem vinna með jörðinni og hvort öðru. Hagkerfi sem skilgreinir velgengni ekki af ársfjórðungsuppgjöri, heldur af því hvort fólk hafi tíma og öryggi til að hugsa um börnin sín, sinna görðunum sínum, sjálfboðaliðastarfi eða einfaldlega að anda. Þegar við tryggjum öllum grunnlaun svo enginn þurfi að velja á milli lyfja og matar eða húsaleigu þá síast ávinningurinn upp. Þegar við viðurkennum tíma sem auð og umönnun sem mikilvæga vinnu þá síast ávinningurinn upp. Þegar við færum áhersluna frá vergri landsframleiðslu yfir á mælikvarða sem fylgjast með heilsu, jafnrétti, aðgengi og lífvænleika náttúrunar þá nærist samfélagið frá rótum og upp í hringrásina alla. Hvers vegna samþykkjum við einstaklingshyggju og ofurtrú á samkeppni sem drifkraft framfara og að kulnun, kvíði og einmanaleiki séu gjaldið sem okkur ber að greiða?Það er ekki barnalegt að hafna þessari samfélagsgerð. Það er raunsæ framsýni. Og hún er nú þegar að raungerast í löndum og borgum sem eru að gera tilraunir með velsældarhagkerfi, borgaralaun, styttri vinnuviku og í samfélögum sem þora að spyrja ekki bara „hverju höfum við efni á“, heldur „hvernig líf viljum við lifa?“ Við getum valið annað Við höfum nægilega langa reynslu af því að setja hagnað í forgang. Við höfum séð hvert sú leið leiðir: til umhverfishnignunar, geðheilbrigðiskrísu, tengslaleysis og félagslegrar sundrungar. Hún leiðir okkur á stað þar sem efnahagurinn vex, en tilgangur okkar visnar. Enginn manneskja er byrði. Ekki barnið sem fæðist í fátækt. Ekki eldri borgarinn sem þarfnast umönnunar. Ekki einstaklingurinn sem þarf tíma til að líkami eða hugur grói. Ekki fanginn sem týndi leið sinni og tilgang. Og ekki flóttamaðurinn sem flýr djúpa þjáningu og dauða. Þegar við setjum fólk í forgang, bætum við ekki aðeins líf, við leysum þau úr læðingi. Við bjóðum sköpunarkrafti, trausti, seiglu og samstöðu aftur inn í samfélagið okkar. Framtíðin tilheyrir ekki kerfum sem meta líf í krónum. Hún tilheyrir fólkinu sem þorir að ímynda sér efnahag sem þjónar lífinu, ekki öfugt. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Hagvöxturinn hefur aukist, en á meðan fjarlægjumst við það sem skiptir okkur máli. Við sjáum það í vaxandi kvíða og kulnun. Í heilbrigðiskerfi sem skortir fjármagn og úrræði. Í ungu fólki sem missir vonina þegar þau eru rétt að hefja vegferð sína. Og við sjáum það í einhverju sem er erfiðara að mæla, hljóðlátri eyðingu samkenndar.Þegar allt verður að samkeppni, þegar athygli er gerð að söluvöru og velgengni er einkavædd gleymum við hvernig á að finna til með öðrum. Við flettum framhjá þjáningu í stað þess að sitja með henni.Svo er okkur sagt að efnahagurinn sé sterkur. En hvað felur styrkurinn í sér ef hann kemur á kostnað mannúðar? Hvers konar styrkur er í hagkerfi þar sem hagnaður er heilagur en fólki má henda?Eins og púls hlutabréfamarkaðsins segi eitthvað til um hjartslátt lifandi samfélags. Kerfið er ekki bilað. Það virkar eins og það var hannað. Þegar verðmætamat samfélags er skilgreint út frá því sem hægt er að mæla, verðleggja og selja leiðir það af sér að hið óáþreifanlega sem gerir lífið þess virði að lifa er merkt sem óhagkvæmt og ómerkilegt. Þannig vanmetum við allt það sem passar ekki inn í efnahagsreikninginn. Umönnun, sem er undirstaða alls lífs og samfélags, er ólaunuð. Samfélagsstarf er hunsað. Hvíld er leti. List sem selst ekki er sett til hliðar. Jafnvel náttúran er ekki lengur séð fyrir það sem hún er. Skógar eru ekki lungun okkar, heldur timbur. Firðirnir, sem eitt sinn voru heilög vistkerfi, eru nú meðhöndlaðir eins og verksmiðjugólf, dælandi út lúsugum laxaflökum í skiptum fyrir útflutningshagnað og störf sem brátt munu úreldast með sjálfvirkni. Foreldrar sem ala upp börn eru reiknaðir sem kostnaður. Andlegum veikindum er mætt með biðlista. Og þegar sumir geta ekki lengur haldið í við hraðann á efnahagshjólinu, vegna þess að þeir eru veikir, aldraðir, í sorg eða einfaldlega þreyttir, er þeim ýtt til hliðar eins og bilaðri vél. Ekki lengur gagnlegir fyrir kerfið. Við höfum ekki aðeins skapað kerfi sem bregst fólki. Við höfum skapað kerfi sem þjálfar okkur til að trúa því að kerfisbresturinn sé okkar eigin sök. Að endurskoða hvað framfarir þýða í raun Okkur hefur verið seld sagan um að ef við keyrum upp hagvöxtinn og stækkum kökuna muni ávinningurinn „síast niður“ til okkar hinna. En niðursíun er goðsögn. Flóðið er að hækka, já, en það lyftir aðeins snekkjunum. Við hin erum skilin eftir að troða marvaða.Við þurfum að snúa þessari hugsun á haus. Raunverulegar framfarir snúast ekki um hraðan vöxt og hagnað. Þær snúast um að mæla árangur eftir því hversu vel við hugsum um hvort annað, hversu örugg við finnum okkur og hvort við fáum öll tækifæri til að lifa merkingarbæru lífi. Hvernig það lítur út að setja fólk í forgang Allt í náttúrunni byggir á samvinnu, ekki samkeppni. Í skógi hjálpa trén hvort öðru í gegnum sveppanet í jörðu. Í líkama okkar vinna trilljónir frumna saman. Við manneskjurnar erum þróaðar til að lifa í nánum hópum og vinna saman til að lifa af. Einstaklingshyggjan vinnur gegn grunnþörfum okkar fyrir samheldni og samfélag og er rót vaxandi einmanaleika og sundrungar. Við þurfum að segja skilið við hagkerfi sem byggir á "Homo economicus" - hinum fyrirsjáanlega manni sem ætíð leitast við að hámarka eigin hag - yfir í hagkerfi sem byggir á "Homo cooperativus" - manneskjur sem vinna með jörðinni og hvort öðru. Hagkerfi sem skilgreinir velgengni ekki af ársfjórðungsuppgjöri, heldur af því hvort fólk hafi tíma og öryggi til að hugsa um börnin sín, sinna görðunum sínum, sjálfboðaliðastarfi eða einfaldlega að anda. Þegar við tryggjum öllum grunnlaun svo enginn þurfi að velja á milli lyfja og matar eða húsaleigu þá síast ávinningurinn upp. Þegar við viðurkennum tíma sem auð og umönnun sem mikilvæga vinnu þá síast ávinningurinn upp. Þegar við færum áhersluna frá vergri landsframleiðslu yfir á mælikvarða sem fylgjast með heilsu, jafnrétti, aðgengi og lífvænleika náttúrunar þá nærist samfélagið frá rótum og upp í hringrásina alla. Hvers vegna samþykkjum við einstaklingshyggju og ofurtrú á samkeppni sem drifkraft framfara og að kulnun, kvíði og einmanaleiki séu gjaldið sem okkur ber að greiða?Það er ekki barnalegt að hafna þessari samfélagsgerð. Það er raunsæ framsýni. Og hún er nú þegar að raungerast í löndum og borgum sem eru að gera tilraunir með velsældarhagkerfi, borgaralaun, styttri vinnuviku og í samfélögum sem þora að spyrja ekki bara „hverju höfum við efni á“, heldur „hvernig líf viljum við lifa?“ Við getum valið annað Við höfum nægilega langa reynslu af því að setja hagnað í forgang. Við höfum séð hvert sú leið leiðir: til umhverfishnignunar, geðheilbrigðiskrísu, tengslaleysis og félagslegrar sundrungar. Hún leiðir okkur á stað þar sem efnahagurinn vex, en tilgangur okkar visnar. Enginn manneskja er byrði. Ekki barnið sem fæðist í fátækt. Ekki eldri borgarinn sem þarfnast umönnunar. Ekki einstaklingurinn sem þarf tíma til að líkami eða hugur grói. Ekki fanginn sem týndi leið sinni og tilgang. Og ekki flóttamaðurinn sem flýr djúpa þjáningu og dauða. Þegar við setjum fólk í forgang, bætum við ekki aðeins líf, við leysum þau úr læðingi. Við bjóðum sköpunarkrafti, trausti, seiglu og samstöðu aftur inn í samfélagið okkar. Framtíðin tilheyrir ekki kerfum sem meta líf í krónum. Hún tilheyrir fólkinu sem þorir að ímynda sér efnahag sem þjónar lífinu, ekki öfugt. Höfundur er stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun