Gefðu blóð, gefðu von: saman björgum við lífum Davíð Stefán Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 15:01 Þann 14. júní ár hvert sameinast heimurinn í að fagna Alþjóðlega blóðgjafadeginum. Á þeim degi er þakklæti sýnt þeim sem gefa blóð af fúsum og frjálsum vilja. Dagurinn er einnig nýttur til að vekja athygli á brýnni þörf fyrir fjölgun á blóðgjöfum. Þema dagsins í ár er: „Gefðu blóð, gefðu von: saman björgum við lífum“og undirstrikar það mikilvægi þess að blóðgjafar bjarga mannslífum og mikilvægi samfélagslegrar samstöðu. Af hverju skiptir blóðgjöf máli? – Hver dropi telur Blóðgjöf er ein af undirstöðum heilbrigðiskerfisins og gegnir lykilhlutverki við: Lífshættulegar aðgerðir Krabbameinsmeðferðir Bráðatilvik tengd fæðingum Meðhöndlun nýbura og langveikra sjúklinga Slys, náttúruhamfarir og neyðartilvik Blóðgjöfum fækkar – en þörfin eykst Á hverjum degi þarf Blóðbankinn um 70 blóðgjafa til að tryggja mikilvægar undirstöður í íslensku heilbrigðiskerfi. Á hverju ári þarf Blóðbankinn um 2.000 nýja blóðgjafa - en aðeins einu sinni á síðustu 5 árum hafa nýir blóðgjafar náð 2.000. Blóðgjöfum er því að fækka á Íslandi, en við ætlum að breyta því með þinni hjálp. Með hærri meðalaldri þjóðarinnar eykst þörfin stöðugt. Við verðum að tryggja nægilegt framboð af heilbrigðum og virkum blóðgjöfum til framtíðar. Brýn þörf fyrir fleiri konur og ungt fólk í blóðgjöf Vilt þú gerast blóðgjafi ? Við erum sérstaklega að leita að einstaklingum sem eru 18 ára og eldri og langar að láta gott af sér leiða. Konur eru sérstaklega velkomnar í hópinn, en á Íslandi eru einungis um 30% blóðgjafa konur. Þetta er mun lægra hlutfall en á öðrum Norðurlöndum - vilt þú hjálpa okkur að breyta því ? Hraustir og heilbrigðir einstaklingar frá 18 ára aldri eru hvattir til að gerast blóðgjafar. Það hefur aldrei verið auðveldara að gerast blóðgjafi Með samstarfi Blóðgjafafélags Íslands, Blóðbankans, Landspítala og Noona.is hefur aldrei verið einfaldara að gerast blóðgjafi : Farðu á Noona.is eða opnaðu Noona-appið Leitaðu að Blóðbankinn Reykjavík eða Akureyri Veldu dag og tíma Sýni tekið og ef öll blóðgildi og heilsufar eru í lagi hefur þú tekið fyrsta skrefið í að bjarga mannslífum Einnig er hægt að mæta í fyrstu sýnatöku í Blóðbankann á Snorrabraut (543 5500), í Blóðbankann á Glerártorgi (5435560) eða í Blóðbankabílinn. Við þurfum á þér að halda – aftur og aftur Blóðgjöf tekur stuttan tíma en bjargar lífum. Af hverju ekki að gera blóðgjöf hluta af þínum lífsstíl ?. Hvernig getur þú lagt þitt af mörkum í dag? Gefðu blóð – einn skammtur getur bjargað allt að þremur lífum. Hvettu aðra – sérstaklega konur og ungt fólk. Skipuleggðu hópgjöf með vinnustað eða vinum. Deildu þinni sögu – hvetur aðra til dáða. Saman björgum við lífum Hvort sem þú ert að gefa í fyrsta skipti eða ert reglulegur gjafi, þá er blóðgjöf tákn um samfélagslega samstöðu og von. Komdu í hópinn, þú veist aldrei hvenær þú eða einhver nákominn þér þarf á blóðgjöf að halda. Ekki bíða. Skráðu þig í dag. Hvettu aðra. Saman björgum við lífum. Höfundur er formaður Blóðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðgjöf Góðverk Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Sjá meira
Þann 14. júní ár hvert sameinast heimurinn í að fagna Alþjóðlega blóðgjafadeginum. Á þeim degi er þakklæti sýnt þeim sem gefa blóð af fúsum og frjálsum vilja. Dagurinn er einnig nýttur til að vekja athygli á brýnni þörf fyrir fjölgun á blóðgjöfum. Þema dagsins í ár er: „Gefðu blóð, gefðu von: saman björgum við lífum“og undirstrikar það mikilvægi þess að blóðgjafar bjarga mannslífum og mikilvægi samfélagslegrar samstöðu. Af hverju skiptir blóðgjöf máli? – Hver dropi telur Blóðgjöf er ein af undirstöðum heilbrigðiskerfisins og gegnir lykilhlutverki við: Lífshættulegar aðgerðir Krabbameinsmeðferðir Bráðatilvik tengd fæðingum Meðhöndlun nýbura og langveikra sjúklinga Slys, náttúruhamfarir og neyðartilvik Blóðgjöfum fækkar – en þörfin eykst Á hverjum degi þarf Blóðbankinn um 70 blóðgjafa til að tryggja mikilvægar undirstöður í íslensku heilbrigðiskerfi. Á hverju ári þarf Blóðbankinn um 2.000 nýja blóðgjafa - en aðeins einu sinni á síðustu 5 árum hafa nýir blóðgjafar náð 2.000. Blóðgjöfum er því að fækka á Íslandi, en við ætlum að breyta því með þinni hjálp. Með hærri meðalaldri þjóðarinnar eykst þörfin stöðugt. Við verðum að tryggja nægilegt framboð af heilbrigðum og virkum blóðgjöfum til framtíðar. Brýn þörf fyrir fleiri konur og ungt fólk í blóðgjöf Vilt þú gerast blóðgjafi ? Við erum sérstaklega að leita að einstaklingum sem eru 18 ára og eldri og langar að láta gott af sér leiða. Konur eru sérstaklega velkomnar í hópinn, en á Íslandi eru einungis um 30% blóðgjafa konur. Þetta er mun lægra hlutfall en á öðrum Norðurlöndum - vilt þú hjálpa okkur að breyta því ? Hraustir og heilbrigðir einstaklingar frá 18 ára aldri eru hvattir til að gerast blóðgjafar. Það hefur aldrei verið auðveldara að gerast blóðgjafi Með samstarfi Blóðgjafafélags Íslands, Blóðbankans, Landspítala og Noona.is hefur aldrei verið einfaldara að gerast blóðgjafi : Farðu á Noona.is eða opnaðu Noona-appið Leitaðu að Blóðbankinn Reykjavík eða Akureyri Veldu dag og tíma Sýni tekið og ef öll blóðgildi og heilsufar eru í lagi hefur þú tekið fyrsta skrefið í að bjarga mannslífum Einnig er hægt að mæta í fyrstu sýnatöku í Blóðbankann á Snorrabraut (543 5500), í Blóðbankann á Glerártorgi (5435560) eða í Blóðbankabílinn. Við þurfum á þér að halda – aftur og aftur Blóðgjöf tekur stuttan tíma en bjargar lífum. Af hverju ekki að gera blóðgjöf hluta af þínum lífsstíl ?. Hvernig getur þú lagt þitt af mörkum í dag? Gefðu blóð – einn skammtur getur bjargað allt að þremur lífum. Hvettu aðra – sérstaklega konur og ungt fólk. Skipuleggðu hópgjöf með vinnustað eða vinum. Deildu þinni sögu – hvetur aðra til dáða. Saman björgum við lífum Hvort sem þú ert að gefa í fyrsta skipti eða ert reglulegur gjafi, þá er blóðgjöf tákn um samfélagslega samstöðu og von. Komdu í hópinn, þú veist aldrei hvenær þú eða einhver nákominn þér þarf á blóðgjöf að halda. Ekki bíða. Skráðu þig í dag. Hvettu aðra. Saman björgum við lífum. Höfundur er formaður Blóðgjafafélags Íslands.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar