„Stjórnlaus“ ríkistjórnin beiti rökum úr verkfærakistu Trumps Agnar Már Másson skrifar 15. júní 2025 16:50 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það fordæmalaust að forseti Alþingis boði til þingfundar á sunnudegi án samráðs við þingflokksformenn og án þess að brýn nauðsyn krefjist þess. Hún sakar meirihlutann um vanvirðingu við þingsköp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í dag hjólað í forseta þingsins sem boðaði til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar til að ræða bókun 35. Fundurinn hófst kl. 13 í dag en umræður um bókun 35 stóðu yfir í gær þar til klukkan var rúmlega tvö í nótt. Hingað til hafa miðflokksmenn einir tekið þátt í umræðu um bókunina og verið sakaðir um málþóf af meirihlutaþingmönnum. Úr þingsalnum í dag þar sem stjórnarandstaðan kvaðst ósátt við að fundur hafi verið boðaður á sunnudegi.Vísir/Sigurjón Þingmenn ræddu fundarstjórn forseta til klukkan tæplega 17 og byrjuðu þá að ræða bókunina. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, útskýrir í samtali við fréttastofu að forseti Alþingis hafi boðað til fundarins án samráðs við þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna. „Það er ekkert fordæmi í sögunni fyrir því að svona ákvörðun sé tekin einhliða af forseta án þess að ræða það við þingflokksformenn eða aðra flokka á þingi og án þess að utanaðkomandi brýn nauðsyn krefjist,“ segir Hildur. Slíkt hafi aðeins gert tvisvar í sögunni, við upphaf fyrri heimstyrjaldar 1914 og þegar gjaldeyrishöft voru afnumin fyrir opnun markaða á mánudegi árið 2016. „Það verður að vera kristaltært að Alþingi Íslendinga má ekki verða jafn stjórnlaust og verkstjórn ríkisstjórnarinnar.“ Það var fremur tómlegt þegar menn ræddu saman í þingsalnum í dag.Vísir/Sigurjón Margumtalað plan ríkisstjórnarinnar gangi ekki upp sé ekki borin virðing fyrir þinglegri meðferð. Það sé hlutverk forseta að tryggja það. „Erfið og umræðuþung mál koma upp á hverju einasta þingi. Það er hið lýðræðislega verkefni að finna út úr því eins og hefur verið gert á Alþingi um margta áratugaskeið,“ segir Hildur. „Það þýðir ekki að eingöngu beita fyrir sig að það séu valdhafar við stjórn landsins, þau rök bera enga virðinu fyrir því lýðræðislega hlutverki sem stjórnarandstaðan og þingið er í,“ segir hún enn fremur og bætir við: „Þessi rök heyrast núna vestanhafs frá Trump nokkrum [Bandaríkjaforseta] og Erdogan [Tyrklandsforseta]. Og ég leyfi mér að efast um að ríkisstjórnin vilji leita í þá verkfærakistu.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa í dag hjólað í forseta þingsins sem boðaði til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar til að ræða bókun 35. Fundurinn hófst kl. 13 í dag en umræður um bókun 35 stóðu yfir í gær þar til klukkan var rúmlega tvö í nótt. Hingað til hafa miðflokksmenn einir tekið þátt í umræðu um bókunina og verið sakaðir um málþóf af meirihlutaþingmönnum. Úr þingsalnum í dag þar sem stjórnarandstaðan kvaðst ósátt við að fundur hafi verið boðaður á sunnudegi.Vísir/Sigurjón Þingmenn ræddu fundarstjórn forseta til klukkan tæplega 17 og byrjuðu þá að ræða bókunina. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, útskýrir í samtali við fréttastofu að forseti Alþingis hafi boðað til fundarins án samráðs við þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna. „Það er ekkert fordæmi í sögunni fyrir því að svona ákvörðun sé tekin einhliða af forseta án þess að ræða það við þingflokksformenn eða aðra flokka á þingi og án þess að utanaðkomandi brýn nauðsyn krefjist,“ segir Hildur. Slíkt hafi aðeins gert tvisvar í sögunni, við upphaf fyrri heimstyrjaldar 1914 og þegar gjaldeyrishöft voru afnumin fyrir opnun markaða á mánudegi árið 2016. „Það verður að vera kristaltært að Alþingi Íslendinga má ekki verða jafn stjórnlaust og verkstjórn ríkisstjórnarinnar.“ Það var fremur tómlegt þegar menn ræddu saman í þingsalnum í dag.Vísir/Sigurjón Margumtalað plan ríkisstjórnarinnar gangi ekki upp sé ekki borin virðing fyrir þinglegri meðferð. Það sé hlutverk forseta að tryggja það. „Erfið og umræðuþung mál koma upp á hverju einasta þingi. Það er hið lýðræðislega verkefni að finna út úr því eins og hefur verið gert á Alþingi um margta áratugaskeið,“ segir Hildur. „Það þýðir ekki að eingöngu beita fyrir sig að það séu valdhafar við stjórn landsins, þau rök bera enga virðinu fyrir því lýðræðislega hlutverki sem stjórnarandstaðan og þingið er í,“ segir hún enn fremur og bætir við: „Þessi rök heyrast núna vestanhafs frá Trump nokkrum [Bandaríkjaforseta] og Erdogan [Tyrklandsforseta]. Og ég leyfi mér að efast um að ríkisstjórnin vilji leita í þá verkfærakistu.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Bókun 35 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira