Hættuleg utanríkisstefna forseta Bandaríkjanna Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar 17. júní 2025 08:30 Fjölmargar rannsóknir benda til þess að utanríkisstefna Donald Trump á hans fyrra kjörtímabili 2017 til 2021 hafi leitt til óstöðugleika í alþjóðasamskiptum og í alþjóðakerfinu og á endanum veikt stöðu Bandaríkjanna sem forysturíkis á alþjóðavettvangi. Stacy E. Goddard prófessor í stefnumótun (strategy) kemst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi smám saman fallið frá fyrri utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hafði haldist nokkuð óbreytt frá seinni heimsstyrjöld burt séð frá því hvort Demókratar eða Repúblikanar hafi verið við völd. Sú stefna hefur í sinni einföldustu mynd birst í staðfestu og trú um óskorað forystuhlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi m.a. með stuðningi Evrópu þar sem markmiðið hefur verið að hafa betur í samkeppninni um heimsyfirráð við Kína og Rússland (Great Power Competition). Nú á fyrstu sex mánuðum Trump á seinna kjörtímabili hefur kúrsinn færst enn lengra frá fyrri stefnu og í stað þess að standa upp í hárinu á öðrum stórveldum á alþjóðasviðinu þá hefur stefnan þegar birst í eftirgjöf við einræðisríkin Kína og Rússland og hugmyndum um að stórveldin þrjú komi sér saman um að skipta með sér heiminum (Co-managing global order) og stýri hvert um sig sínu eigin yfirráðasvæði (Strongman Strategy). Heima fyrir birtist stefnan m.a. í stefnumótuninni „America First“ sem inniheldur aukna áherslu á þjóðernisstefnu og sjálfstæði Bandaríkjanna frá alþjóðasamfélaginu. Þessi stefna hefur þegar birst í átökum og árásum Trump á sína helstu bandamenn í NATO, Evrópu og önnur ríki við Norður- Atlantshafið. Stefnan hefur m.a. beinst að hugmyndum um yfirtöku Grænlands, innlimun Kanada og innleiðingu gríðarlegra tolla á nánustu samstarfsþjóðir í NATO, Evrópusambandinu og Mexíkó. Hann hefur sem sagt einbeitt sér að vinaþjóðum sem hann telur á sínu yfirráðasvæði. Á sama tíma hafa Bandaríkin dregið sig út úr margvíslegu alþjóðlegu samstarfi, grafið undan og haft efasemdir um mikilvægi þess að halda uppi alþjóðalögum og alþjóðastofnunum sem hluti af „America First“ stefnunni. Til að ýta breyttri utanríkisstefnu úr garði er Trump með áætlanir (samkvæmt nafnlausum ráðgjöfum í Hvíta Húsinu) um að setjast niður maður á mann með leiðtogum Kína og Rússlands þar sem markmiðið er að ná samkomulagi um viðskipti, fjárfestingar, hernaðaruppbyggingu og heimsskipulag. Þeir sem fylgjast vel með fréttum hafa fengið nasasjón af þessari framvindu í gegnum samtöl sem Trump hefur átt við Xi Jinping og Pútín. Flest fræða fólk er sammála um að þessar breytingar og ístöðuleysi Bandaríkjanna séu þegar farnar að hafa áhrif á alþjóðakerfið og muni leiða til enn frekari óstöðuleika og ójafnræðis sem birtist m.a. í þeim stríðsátökum sem við horfum upp á síðustu vikur og mánuði. Til skemmri tíma má leiða líkum að breytt alþjóðaskipan myndi leiða til yfirtöku Rússlands á Úkraínu, innrásar í Moldóvu og inn í Eystrasaltsríkin. Kínverjar hafa lengi haft augastað á Taívan og ekki er ólíklegt að þeir teldu sig hafa frítt spil athafna. Þegar er staðfestur ótti um að þessar breytingar hafi og muni leiða til minna frjálsræðis í heiminum en JD Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur talað um að ríkið ætti að einbeita sér að „Enemies within“ sem þýða mætti sem innri óvinum í stað þess að reyna að stýra og stjórna alþjóðakerfinu og hafa áhrif á ytri óvini. Helstu óvinir Bandaríkjanna eru að hans mati ólöglegir innflytjendur, íslamskir hryðjuverkamenn, fólk sem aðhyllist „woke“ hugmyndafræði, evrópskir sósíalistar og hinsegin fólk. Þessari stefnu hefur þegar verið hrint í framkvæmd heima fyrir með árásum á háskóla, stjórnsýslu, innflytjendur og fjölmarga aðra minnihlutahópa og fellur vel að innanlands stefnu bæði Kína og Rússlands um að hefta frelsi sem mest og kúga frjálslynd öfl eins mikið og mögulegt er. Höfundur er kennari í stefnumótun (Strategy), sjálfbærni og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Fjölmargar rannsóknir benda til þess að utanríkisstefna Donald Trump á hans fyrra kjörtímabili 2017 til 2021 hafi leitt til óstöðugleika í alþjóðasamskiptum og í alþjóðakerfinu og á endanum veikt stöðu Bandaríkjanna sem forysturíkis á alþjóðavettvangi. Stacy E. Goddard prófessor í stefnumótun (strategy) kemst að þeirri niðurstöðu að Trump hafi smám saman fallið frá fyrri utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hafði haldist nokkuð óbreytt frá seinni heimsstyrjöld burt séð frá því hvort Demókratar eða Repúblikanar hafi verið við völd. Sú stefna hefur í sinni einföldustu mynd birst í staðfestu og trú um óskorað forystuhlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi m.a. með stuðningi Evrópu þar sem markmiðið hefur verið að hafa betur í samkeppninni um heimsyfirráð við Kína og Rússland (Great Power Competition). Nú á fyrstu sex mánuðum Trump á seinna kjörtímabili hefur kúrsinn færst enn lengra frá fyrri stefnu og í stað þess að standa upp í hárinu á öðrum stórveldum á alþjóðasviðinu þá hefur stefnan þegar birst í eftirgjöf við einræðisríkin Kína og Rússland og hugmyndum um að stórveldin þrjú komi sér saman um að skipta með sér heiminum (Co-managing global order) og stýri hvert um sig sínu eigin yfirráðasvæði (Strongman Strategy). Heima fyrir birtist stefnan m.a. í stefnumótuninni „America First“ sem inniheldur aukna áherslu á þjóðernisstefnu og sjálfstæði Bandaríkjanna frá alþjóðasamfélaginu. Þessi stefna hefur þegar birst í átökum og árásum Trump á sína helstu bandamenn í NATO, Evrópu og önnur ríki við Norður- Atlantshafið. Stefnan hefur m.a. beinst að hugmyndum um yfirtöku Grænlands, innlimun Kanada og innleiðingu gríðarlegra tolla á nánustu samstarfsþjóðir í NATO, Evrópusambandinu og Mexíkó. Hann hefur sem sagt einbeitt sér að vinaþjóðum sem hann telur á sínu yfirráðasvæði. Á sama tíma hafa Bandaríkin dregið sig út úr margvíslegu alþjóðlegu samstarfi, grafið undan og haft efasemdir um mikilvægi þess að halda uppi alþjóðalögum og alþjóðastofnunum sem hluti af „America First“ stefnunni. Til að ýta breyttri utanríkisstefnu úr garði er Trump með áætlanir (samkvæmt nafnlausum ráðgjöfum í Hvíta Húsinu) um að setjast niður maður á mann með leiðtogum Kína og Rússlands þar sem markmiðið er að ná samkomulagi um viðskipti, fjárfestingar, hernaðaruppbyggingu og heimsskipulag. Þeir sem fylgjast vel með fréttum hafa fengið nasasjón af þessari framvindu í gegnum samtöl sem Trump hefur átt við Xi Jinping og Pútín. Flest fræða fólk er sammála um að þessar breytingar og ístöðuleysi Bandaríkjanna séu þegar farnar að hafa áhrif á alþjóðakerfið og muni leiða til enn frekari óstöðuleika og ójafnræðis sem birtist m.a. í þeim stríðsátökum sem við horfum upp á síðustu vikur og mánuði. Til skemmri tíma má leiða líkum að breytt alþjóðaskipan myndi leiða til yfirtöku Rússlands á Úkraínu, innrásar í Moldóvu og inn í Eystrasaltsríkin. Kínverjar hafa lengi haft augastað á Taívan og ekki er ólíklegt að þeir teldu sig hafa frítt spil athafna. Þegar er staðfestur ótti um að þessar breytingar hafi og muni leiða til minna frjálsræðis í heiminum en JD Vance varaforseti Bandaríkjanna hefur talað um að ríkið ætti að einbeita sér að „Enemies within“ sem þýða mætti sem innri óvinum í stað þess að reyna að stýra og stjórna alþjóðakerfinu og hafa áhrif á ytri óvini. Helstu óvinir Bandaríkjanna eru að hans mati ólöglegir innflytjendur, íslamskir hryðjuverkamenn, fólk sem aðhyllist „woke“ hugmyndafræði, evrópskir sósíalistar og hinsegin fólk. Þessari stefnu hefur þegar verið hrint í framkvæmd heima fyrir með árásum á háskóla, stjórnsýslu, innflytjendur og fjölmarga aðra minnihlutahópa og fellur vel að innanlands stefnu bæði Kína og Rússlands um að hefta frelsi sem mest og kúga frjálslynd öfl eins mikið og mögulegt er. Höfundur er kennari í stefnumótun (Strategy), sjálfbærni og samningatækni í Háskólanum í Reykjavík.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun