Orð Kristrúnar vöktu „gott bros“ Bandaríkjaforseta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júní 2025 13:55 Kristrún og Þorgerður Katrín spjölluðu við Donald Trump. NATO Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í Haag í Hollandi í dag gekk vel og mikil samstaða var í hópi leiðtoga að sögn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Hún segir að mikill skilningur ríki gagnvart stöðu Íslands sem herlauss ríkis en hún lagði á fundinum meðal annars áherslu á áframhaldandi stuðning við Úkraínu, öryggismál á Norðurslóðum og hvatti bandalagsríki, einkum Donald Trump Bandaríkjaforseta, til að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa. Kristrún segir í samtali við fréttastofu að fyrst og fremst hafi ríkt mikil samstaða í hópnum. „Fundurinn gekk afar vel, það eru allir einhuga um að NATO er farið að styrkja sig verulega og það eru komin auðvitað aukin framlög og vilyrði um aukin framlög inn í bandalagið.“ Hún hafi lagt áherslu á að Ísland sé að styrkja sig á sviði borgaralegra og almennra innviða og hún ítrekar að fullur skilningur ríki gagnvart Íslandi sem herlauss ríkis. Sjá einnig: Senda þjóðinni „skýr skilaboð“ á óróatímum „Það er ekki verið að gera kröfu um neina eðlisbreytingu á sambandi við NATO. Það ríkir fullur skilningur á því að við erum herlaus þjóð, en það eru líka tækifæri í þeirri stöðu að það sé vilji til þess að sjá aðra innviði vaxa í þessu umhverfi og ríkisstjórnin mun fylgja því eftir,“ segir Kristrún. Átti stutt spjall við Trump Bandaríkjaforseti sé engin undantekning hvað varðar skilning gagnvart Íslandi. „Ég ræddi stuttlega við Bandaríkjaforseta í gær í kvöldverði. Hann er auðvitað mjög meðvitaður um það góða samband sem er á milli ríkjanna og meðvitaður um tvíhliða samninginn okkar þegar kemur að vörnum og ríkur vilji til að standa vörð um þann samning. Þannig ég hef ekki fundið annað en bara jákvæðni í okkar garð,“ segir Kristrún, spurð hvort Bandaríkjaforseti hafi sýnt Íslandi sama skilning og aðrir leiðtogar hvað varðar til dæmis framlög til öryggis- og varnarmála. Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra áttu spjall við Trump Bandaríkjaforseta og Marco Rubio utanríkisráðherra landsins í hátíðarkvöldverði leiðtoganna í Haag í gær.utanríkisráðuneyti Hollands Úkraína var einnig til umræðu á fundinum og skilaboðin frá Íslandi þau að áfram væri mikilvægt að styðja við varnarbaráttu Úkraínu gegn innrásarstríði Rússa. „Ég kom líka þeim skilaboðum til hópsins, til fundarins, og hvatti Bandaríkjaforseta til þess að ýta undir og koma á vopnahléi á Gasa. Þannig það er margt undir, mikið í umræðunni og miklar hreyfingar. En fyrst og fremst bara rík samstaða í hópnum og það er gott fyrir okkur að finna að við tilheyrum hópi sem er jafn breiður og þetta, með öflugar varnir og mikil samstaða.“ Hvernig var tekið í þessa hvatningu um að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa? „Ég fékk að minnsta kosti gott bros, ég sat beint á móti Bandaríkjaforseta þegar ég flutti mína ræðu, og það er ríkur vilji mjög víða í þessum hópi að sjá vopnahlé sem allra fyrst. Fólk er mjög meðvitað um það og við verðum að skapa aukinn þrýsting. Og fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að aukin átök annars staðar í heiminum geri það að verkum að fólk gleymi kannski Úkraínu og Gasa en það var vel minnst á það á þessum fundi,“ svarar Kristrún. NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Norðurslóðir Donald Trump Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Kristrún segir í samtali við fréttastofu að fyrst og fremst hafi ríkt mikil samstaða í hópnum. „Fundurinn gekk afar vel, það eru allir einhuga um að NATO er farið að styrkja sig verulega og það eru komin auðvitað aukin framlög og vilyrði um aukin framlög inn í bandalagið.“ Hún hafi lagt áherslu á að Ísland sé að styrkja sig á sviði borgaralegra og almennra innviða og hún ítrekar að fullur skilningur ríki gagnvart Íslandi sem herlauss ríkis. Sjá einnig: Senda þjóðinni „skýr skilaboð“ á óróatímum „Það er ekki verið að gera kröfu um neina eðlisbreytingu á sambandi við NATO. Það ríkir fullur skilningur á því að við erum herlaus þjóð, en það eru líka tækifæri í þeirri stöðu að það sé vilji til þess að sjá aðra innviði vaxa í þessu umhverfi og ríkisstjórnin mun fylgja því eftir,“ segir Kristrún. Átti stutt spjall við Trump Bandaríkjaforseti sé engin undantekning hvað varðar skilning gagnvart Íslandi. „Ég ræddi stuttlega við Bandaríkjaforseta í gær í kvöldverði. Hann er auðvitað mjög meðvitaður um það góða samband sem er á milli ríkjanna og meðvitaður um tvíhliða samninginn okkar þegar kemur að vörnum og ríkur vilji til að standa vörð um þann samning. Þannig ég hef ekki fundið annað en bara jákvæðni í okkar garð,“ segir Kristrún, spurð hvort Bandaríkjaforseti hafi sýnt Íslandi sama skilning og aðrir leiðtogar hvað varðar til dæmis framlög til öryggis- og varnarmála. Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra áttu spjall við Trump Bandaríkjaforseta og Marco Rubio utanríkisráðherra landsins í hátíðarkvöldverði leiðtoganna í Haag í gær.utanríkisráðuneyti Hollands Úkraína var einnig til umræðu á fundinum og skilaboðin frá Íslandi þau að áfram væri mikilvægt að styðja við varnarbaráttu Úkraínu gegn innrásarstríði Rússa. „Ég kom líka þeim skilaboðum til hópsins, til fundarins, og hvatti Bandaríkjaforseta til þess að ýta undir og koma á vopnahléi á Gasa. Þannig það er margt undir, mikið í umræðunni og miklar hreyfingar. En fyrst og fremst bara rík samstaða í hópnum og það er gott fyrir okkur að finna að við tilheyrum hópi sem er jafn breiður og þetta, með öflugar varnir og mikil samstaða.“ Hvernig var tekið í þessa hvatningu um að beita sér fyrir vopnahléi á Gasa? „Ég fékk að minnsta kosti gott bros, ég sat beint á móti Bandaríkjaforseta þegar ég flutti mína ræðu, og það er ríkur vilji mjög víða í þessum hópi að sjá vopnahlé sem allra fyrst. Fólk er mjög meðvitað um það og við verðum að skapa aukinn þrýsting. Og fólk hefur auðvitað áhyggjur af því að aukin átök annars staðar í heiminum geri það að verkum að fólk gleymi kannski Úkraínu og Gasa en það var vel minnst á það á þessum fundi,“ svarar Kristrún.
NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Norðurslóðir Donald Trump Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira