Öflugar varnir krefjast stöndugra fréttamiðla Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 27. júní 2025 07:31 Fagleg blaðamennska og öflugir, frjálsir fréttamiðlar eru einn af lykilþáttum í öryggis- og varnarmálum Íslands. Aðildarríki NATO samþykktu á leiðtogafundi í Haag á miðvikudag að stórauka útgjöld til varnarmála og að innan tíu ára skyldu þau koma til með að nema 5% af þjóðarframleiðslu hvers ríkis í stað 2% sem miðað er við nú. Af þessum 5% færu 1,5% til „varnartengdra fjárfestinga og framlaga sem styðja við áfallaþol, öryggi og varnir,“ líkt og segir í tilkynningu frá utanríkis- og forsætisráðuneytinu. Í henni er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra að skilningur ríki á sérstöðu Íslands sem herlausri þjóð og því muni Ísland miða við að á næsta áratug verði framlag Íslands til varnarmála 1,5% af landsframleiðslu og fari í eflingu innviða sem styðja við áfallaþol, öryggi og varnir. Í þessu samhengi hefur sérstaklega verið talað um svokallaðar fjölþáttaógnir (e. Hybrid threats) sem taldar eru getað grafið undan alþjóðakerfinu, lýðræði, samfélagslegri samheldni og mannréttindum. Þetta fjölluðu formenn ríkisstjórnarflokkanna um í sameiginlegri grein sinni sem birtist í vikunni: „Í nútímavæddum heimi er ráðist að frjálslyndum lýðræðissamfélögum með fjölbreyttum aðferðum. Það er ekki aðeins gert með beinum hætti og hefðbundnum hernaði. Nú hafa óbeinar árásir færst í aukana sem er ætlað að grafa undan upplýstri og lýðræðislegri umræðu. Það er meðal annars gert með skipulagðri dreifingu á falsfréttum, netárásum og öðrum fjölþáttaógnum.“ NATO hefur skilgreint ógnir gegn upplýsingaöryggi „sem vísvitandi misnotkun upplýsingaumhverfis af hálfu erlendra ríkja eða utanaðkomandi afla með ráðumtaktík, tækni og aðgerðum sem ætlað er að hafa skaðleg áhrif á skoðanir eða hegðun fólks, með það að markmiði að veikja ríki og samfélög“. Stjórnvöld treysti á fjölmiðla Á tímum þegar samfélagsmiðlar sýna bjagaða og einhliða mynd af heiminum og utanaðkomandi öfl reyna að hafa áhrif á lýðræðislegar kosningar víða um heim og um leið grafa undan stofnunum samfélagsins, hafa hefðbundnir fjölmiðlar verið að veikjast. Frjálsir, öflugir fréttamiðlar sem leggja áherslu á faglega blaðamennsku í þágu almennings eru því mikilvæg vörn gegn þessum ógnum. Íslensk stjórnvöld treysta enda á fjölmiðla til að upplýsa almenning þegar neyðarástand skapast, eins og sýndi sig í COVID-faraldrinum. En til að blaðamenn geti ræktað þetta mikilvæga hlutverk þurfa fjölmiðlar traustan fjárhagslegan grundvöll, stuðning almennings og stjórnvalda og skilning á mikilvægi þeirra. Þessi skilyrði eru ekki til staðar í dag. Stuðningur skilgreindur sem hluti af varnarframlögum Á lausnamóti Blaðamannafélags Íslands sem haldið var í mars síðastliðnum, þar sem á sjöunda tug sérfræðinga komu saman til að ræða viðfangsefni tengd sameiginlegum hagsmunum fjölmiðla, blaðamanna og almennings, kom fram sú tillaga að styrkir og ívilnanir við íslenska fjölmiðla og aðgerðir til eflingar blaðamennsku yrðu skilgreind sem varnarframlag Íslands til NATO. Talið var að slík stefna gæti styrkt stöðu Íslands á alþjóðavettvangi, eflt traust almennings á stofnunum landsins og undirstrikað mikilvægi blaðamennsku í öryggismálum samtímans. Sterkir fréttamiðlar tryggja aðgengi almennings að traustum og sannreyndum upplýsingum þegar áföll ríða yfir og draga þannig úr óvissu og upplýsingaóreiðu um leið. Vel fjármagnaðir fjölmiðlar geta brugðist fljótt og örugglega við falsfréttum, leiðrétt rangar upplýsingar og komið í veg fyrir að grafið sé undan stöðugleika í samfélaginu. Þá er einnig nauðsynlegt að efla miðlalæsi í landinu og auka getu almennings til að meta og greina áreiðanleika upplýsinga og uppruna þeirra. Styrkjum innviði hér heima sem styðja við öryggi og varnir Íslands Markviss stefna og fjárstuðningur stjórnvalda við fréttamiðla sem mikilvæga innviði stuðlar að meiri seiglu og þoli almennings á áfallatímum. Íslensk stjórnvöld ættu að leggja áherslu á og viðurkenna formlega stuðning við blaðamennsku sem þátt í varnarviðbúnaði landsins og nýta tækifærið til þess að efla þann stuðning verulega. Blaðamannafélag Íslands hefur fundið fyrir velvilja og áhuga hjá stjórnvöldum á að ráðast í aðgerðir til eflingar blaðamennsku og fundið skilning á mikilvægi hennar í lýðræðissamfélagi. Nú er tækifæri fyrir ríkisstjórnina að láta verkin tala og tryggja að hér geti starfað stöndugir fréttamiðlar sem ástunda faglega blaðamennsku sem stuðlar að auknu öryggi, samheldni og trausti í samfélaginu hvað sem á dynur. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sigríður Dögg Auðunsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fagleg blaðamennska og öflugir, frjálsir fréttamiðlar eru einn af lykilþáttum í öryggis- og varnarmálum Íslands. Aðildarríki NATO samþykktu á leiðtogafundi í Haag á miðvikudag að stórauka útgjöld til varnarmála og að innan tíu ára skyldu þau koma til með að nema 5% af þjóðarframleiðslu hvers ríkis í stað 2% sem miðað er við nú. Af þessum 5% færu 1,5% til „varnartengdra fjárfestinga og framlaga sem styðja við áfallaþol, öryggi og varnir,“ líkt og segir í tilkynningu frá utanríkis- og forsætisráðuneytinu. Í henni er haft eftir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra að skilningur ríki á sérstöðu Íslands sem herlausri þjóð og því muni Ísland miða við að á næsta áratug verði framlag Íslands til varnarmála 1,5% af landsframleiðslu og fari í eflingu innviða sem styðja við áfallaþol, öryggi og varnir. Í þessu samhengi hefur sérstaklega verið talað um svokallaðar fjölþáttaógnir (e. Hybrid threats) sem taldar eru getað grafið undan alþjóðakerfinu, lýðræði, samfélagslegri samheldni og mannréttindum. Þetta fjölluðu formenn ríkisstjórnarflokkanna um í sameiginlegri grein sinni sem birtist í vikunni: „Í nútímavæddum heimi er ráðist að frjálslyndum lýðræðissamfélögum með fjölbreyttum aðferðum. Það er ekki aðeins gert með beinum hætti og hefðbundnum hernaði. Nú hafa óbeinar árásir færst í aukana sem er ætlað að grafa undan upplýstri og lýðræðislegri umræðu. Það er meðal annars gert með skipulagðri dreifingu á falsfréttum, netárásum og öðrum fjölþáttaógnum.“ NATO hefur skilgreint ógnir gegn upplýsingaöryggi „sem vísvitandi misnotkun upplýsingaumhverfis af hálfu erlendra ríkja eða utanaðkomandi afla með ráðumtaktík, tækni og aðgerðum sem ætlað er að hafa skaðleg áhrif á skoðanir eða hegðun fólks, með það að markmiði að veikja ríki og samfélög“. Stjórnvöld treysti á fjölmiðla Á tímum þegar samfélagsmiðlar sýna bjagaða og einhliða mynd af heiminum og utanaðkomandi öfl reyna að hafa áhrif á lýðræðislegar kosningar víða um heim og um leið grafa undan stofnunum samfélagsins, hafa hefðbundnir fjölmiðlar verið að veikjast. Frjálsir, öflugir fréttamiðlar sem leggja áherslu á faglega blaðamennsku í þágu almennings eru því mikilvæg vörn gegn þessum ógnum. Íslensk stjórnvöld treysta enda á fjölmiðla til að upplýsa almenning þegar neyðarástand skapast, eins og sýndi sig í COVID-faraldrinum. En til að blaðamenn geti ræktað þetta mikilvæga hlutverk þurfa fjölmiðlar traustan fjárhagslegan grundvöll, stuðning almennings og stjórnvalda og skilning á mikilvægi þeirra. Þessi skilyrði eru ekki til staðar í dag. Stuðningur skilgreindur sem hluti af varnarframlögum Á lausnamóti Blaðamannafélags Íslands sem haldið var í mars síðastliðnum, þar sem á sjöunda tug sérfræðinga komu saman til að ræða viðfangsefni tengd sameiginlegum hagsmunum fjölmiðla, blaðamanna og almennings, kom fram sú tillaga að styrkir og ívilnanir við íslenska fjölmiðla og aðgerðir til eflingar blaðamennsku yrðu skilgreind sem varnarframlag Íslands til NATO. Talið var að slík stefna gæti styrkt stöðu Íslands á alþjóðavettvangi, eflt traust almennings á stofnunum landsins og undirstrikað mikilvægi blaðamennsku í öryggismálum samtímans. Sterkir fréttamiðlar tryggja aðgengi almennings að traustum og sannreyndum upplýsingum þegar áföll ríða yfir og draga þannig úr óvissu og upplýsingaóreiðu um leið. Vel fjármagnaðir fjölmiðlar geta brugðist fljótt og örugglega við falsfréttum, leiðrétt rangar upplýsingar og komið í veg fyrir að grafið sé undan stöðugleika í samfélaginu. Þá er einnig nauðsynlegt að efla miðlalæsi í landinu og auka getu almennings til að meta og greina áreiðanleika upplýsinga og uppruna þeirra. Styrkjum innviði hér heima sem styðja við öryggi og varnir Íslands Markviss stefna og fjárstuðningur stjórnvalda við fréttamiðla sem mikilvæga innviði stuðlar að meiri seiglu og þoli almennings á áfallatímum. Íslensk stjórnvöld ættu að leggja áherslu á og viðurkenna formlega stuðning við blaðamennsku sem þátt í varnarviðbúnaði landsins og nýta tækifærið til þess að efla þann stuðning verulega. Blaðamannafélag Íslands hefur fundið fyrir velvilja og áhuga hjá stjórnvöldum á að ráðast í aðgerðir til eflingar blaðamennsku og fundið skilning á mikilvægi hennar í lýðræðissamfélagi. Nú er tækifæri fyrir ríkisstjórnina að láta verkin tala og tryggja að hér geti starfað stöndugir fréttamiðlar sem ástunda faglega blaðamennsku sem stuðlar að auknu öryggi, samheldni og trausti í samfélaginu hvað sem á dynur. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar