Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar 28. júní 2025 08:31 Í nýlegri bókun meirihluta Reykjanesbæjar kemur þetta fram svart á hvítu: „Reykjanesbær sem sveitarfélag sem gætir að fjármunum skattgreiðenda sinna greiðir ekki dráttarvexti.“ Það má velta því fyrir sér á hvaða lagagrundvelli þessi yfirlýsing byggir. Ekki er vísað í neina lagaheimild eða undanþáguheimild. Þetta virðist einfaldlega lýsing á verklagi: við gerum þetta ekki – punktur. En má það? Samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu ber að greiða dráttarvexti þegar skuld er ekki greidd á gjalddaga og krafa hefur verið sett fram. Þessi skylda nær einnig til viðskipta milli fyrirtækja og opinberra aðila. Sveitarfélög eru ekki undanþegin. Það sem gerir þetta alvarlegra er að lítil fyrirtæki og sjálfstæðir verktakar sem vinna fyrir sveitarfélagið hafa ekki kost á sambærilegu “úrræði”. Þau geta ekki ákveðið einhliða að sleppa dráttavöxtum, seinka greiðslum eða víkja frá skyldum sínum gagnvart hinu opinbera. Ef fyrirtæki eða einyrki greiðir útsvar of seint, þá reiknast dagsektir og dráttarvextir sjálfkrafa – án miskunnar. Ef fyrirtæki skilar ekki virðisaukaskatti á réttum tíma, fylgja lagalegar afleiðingar. En þegar sveitarfélag greiðir of seint – þá „borgar það ekki vexti“. Það er erfitt að kalla slíkt annað en misræmi í leikreglum. Enn alvarlegra er þó að þeir sem verða fyrir þessu – t.d smærri verktakar, þjónustuaðilar og birgjar – treysta sér oft ekki til að mótmæla. Þeir lifa í þeirri óskráðu óvissu að það að krefjast vaxta, eða jafnvel einungis minna á eindaga, geti valdið því að þeir verði ekki teknir inn í næsta verkefni eða næstu verðkönnun. Þeir þegja – ekki vegna samkomulags, heldur af ótta við að missa tekjustoð sem þeir treysta á. Þetta bendir jafnframt til annars dýpri vanda: að lausafjárstýring sveitarfélagsins sé veik. Þegar reikningar dragast, þegar engar verklagsreglur tryggja jafnræði og þegar afsökunin er einfaldlega „þannig gerum við þetta“, þá er ekki um að ræða ábyrga fjármálastjórnun heldur kerfisbundinn ójöfnuð. Það á vissulega að vera metnaður sveitarfélagsins að greiða ekki dráttarvexti en sá metnaður á að birtast í skilvirku innkaupaferli, markvissri lausafjárstýringu og ábyrgri fjármálastjórn. Það er ekki metnaður að neita að greiða lögbundna vexti – heldur að forðast þá með því að greiða reikninga á réttum tíma. Ef opinberir aðilar hafa áður haft einhverja hefð um að sleppa vöxtum þá ætti sá tími að ljúka núna. Það sem á að gilda fyrir litla aðila, á líka að gilda fyrir stóra – og það á sérstaklega að gilda fyrir þá sem stjórna! Við stöndum því frammi fyrir eðlilegri spurningu sem sveitarfélagið verður að svara: Er sveitarfélag sem lýsir því yfir að það greiði ekki dráttarvexti að brjóta lög? Og ef það er ekki að brjóta lög – hvað getur sá sem á kröfu á sveitarfélagið treyst á í reynd? Höfundur er framkvæmdastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Rekstur hins opinbera Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri bókun meirihluta Reykjanesbæjar kemur þetta fram svart á hvítu: „Reykjanesbær sem sveitarfélag sem gætir að fjármunum skattgreiðenda sinna greiðir ekki dráttarvexti.“ Það má velta því fyrir sér á hvaða lagagrundvelli þessi yfirlýsing byggir. Ekki er vísað í neina lagaheimild eða undanþáguheimild. Þetta virðist einfaldlega lýsing á verklagi: við gerum þetta ekki – punktur. En má það? Samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu ber að greiða dráttarvexti þegar skuld er ekki greidd á gjalddaga og krafa hefur verið sett fram. Þessi skylda nær einnig til viðskipta milli fyrirtækja og opinberra aðila. Sveitarfélög eru ekki undanþegin. Það sem gerir þetta alvarlegra er að lítil fyrirtæki og sjálfstæðir verktakar sem vinna fyrir sveitarfélagið hafa ekki kost á sambærilegu “úrræði”. Þau geta ekki ákveðið einhliða að sleppa dráttavöxtum, seinka greiðslum eða víkja frá skyldum sínum gagnvart hinu opinbera. Ef fyrirtæki eða einyrki greiðir útsvar of seint, þá reiknast dagsektir og dráttarvextir sjálfkrafa – án miskunnar. Ef fyrirtæki skilar ekki virðisaukaskatti á réttum tíma, fylgja lagalegar afleiðingar. En þegar sveitarfélag greiðir of seint – þá „borgar það ekki vexti“. Það er erfitt að kalla slíkt annað en misræmi í leikreglum. Enn alvarlegra er þó að þeir sem verða fyrir þessu – t.d smærri verktakar, þjónustuaðilar og birgjar – treysta sér oft ekki til að mótmæla. Þeir lifa í þeirri óskráðu óvissu að það að krefjast vaxta, eða jafnvel einungis minna á eindaga, geti valdið því að þeir verði ekki teknir inn í næsta verkefni eða næstu verðkönnun. Þeir þegja – ekki vegna samkomulags, heldur af ótta við að missa tekjustoð sem þeir treysta á. Þetta bendir jafnframt til annars dýpri vanda: að lausafjárstýring sveitarfélagsins sé veik. Þegar reikningar dragast, þegar engar verklagsreglur tryggja jafnræði og þegar afsökunin er einfaldlega „þannig gerum við þetta“, þá er ekki um að ræða ábyrga fjármálastjórnun heldur kerfisbundinn ójöfnuð. Það á vissulega að vera metnaður sveitarfélagsins að greiða ekki dráttarvexti en sá metnaður á að birtast í skilvirku innkaupaferli, markvissri lausafjárstýringu og ábyrgri fjármálastjórn. Það er ekki metnaður að neita að greiða lögbundna vexti – heldur að forðast þá með því að greiða reikninga á réttum tíma. Ef opinberir aðilar hafa áður haft einhverja hefð um að sleppa vöxtum þá ætti sá tími að ljúka núna. Það sem á að gilda fyrir litla aðila, á líka að gilda fyrir stóra – og það á sérstaklega að gilda fyrir þá sem stjórna! Við stöndum því frammi fyrir eðlilegri spurningu sem sveitarfélagið verður að svara: Er sveitarfélag sem lýsir því yfir að það greiði ekki dráttarvexti að brjóta lög? Og ef það er ekki að brjóta lög – hvað getur sá sem á kröfu á sveitarfélagið treyst á í reynd? Höfundur er framkvæmdastjóri
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun