Hitamet slegið á Spáni um helgina Lovísa Arnardóttir skrifar 29. júní 2025 21:34 Myndin er tekin í Portúgal við Tagus ána í Lissabon. Vísir/EPA Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita. Hitinn er mestur á Suður-Spáni þar sem hann hefur samkvæmt fréttinni mælst um 45 gráður. Það er í Sevilla og í nágrenni við það. Rauðar hitaviðvaranir hafa einnig verið gefnar út í Portúgal, á Ítalíu og Króatíu auk þess sem viðvaranir vegna hita hafa verið gefnar út á Spáni, Frakklandi, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Hersegóvínu, Ungverjalandi, Serbíu, Slóveníu og Sviss. Kona lést í Barcelona á Spáni í gær eftir að hafa lokið vakt við götusópun. Stjórnvöld rannsaka nú andlát konunnar. Á Ítalíu hafa viðbragðsaðilar sinnt fjölda útkalla vegna hitaslags og sérstaklega hjá eldri borgurum, krabbameinssjúkum og heimilislausum. Í frétt BBC segir að það sama eigi við í Portúgal. Fólk hafi verið varað við því að fara út á meðan hitinn er sem mestur en ekki allir hlusti á það. Þá segir í fréttinni að hitamet hafi verið slegið í Serbíu og að hitamet júnímánaðar hafi verið slegið í Slóveníu í gær. Hiti heldur áfram að hækka Víða í Evrópu heldur áfram að vera heitt og er jafnvel búist við því að hitastigið eigi eftir að hækka meira í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi á næstu dögum. Gular og appelsínugular hitaviðvaranir hafa verið gefnar út í Englandi og er búist við því að hiti muni mælast allt að 35 gráður í London á morgun, mánudag. Um miðja viku eigi hitinn svo að færa sig norðar og austar. Í fréttinni segir að þó svo að það sé erfitt að sýna fram á bein tengsl veðuröfga og loftslagsvárinnar séu hitabylgjur algengari en áður. Vísindamenn sem starfi hjá World Weather Attribution og vinni við að greina áhrif loftslagsvár á veðuröfgaviðburði segi að tíu sinnum líklegra sé í dag en fyrir iðnbyltingu að hitabylgjur í júní eigi sér stað, þar sem hitastig er meira en 28 gráður í þrjá daga í röð. Veður Loftslagsmál Umhverfismál Spánn Frakkland Ítalía England Serbía Ungverjaland Bosnía og Hersegóvína Slóvenía Sviss Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Hitinn er mestur á Suður-Spáni þar sem hann hefur samkvæmt fréttinni mælst um 45 gráður. Það er í Sevilla og í nágrenni við það. Rauðar hitaviðvaranir hafa einnig verið gefnar út í Portúgal, á Ítalíu og Króatíu auk þess sem viðvaranir vegna hita hafa verið gefnar út á Spáni, Frakklandi, Austurríki, Belgíu, Bosníu og Hersegóvínu, Ungverjalandi, Serbíu, Slóveníu og Sviss. Kona lést í Barcelona á Spáni í gær eftir að hafa lokið vakt við götusópun. Stjórnvöld rannsaka nú andlát konunnar. Á Ítalíu hafa viðbragðsaðilar sinnt fjölda útkalla vegna hitaslags og sérstaklega hjá eldri borgurum, krabbameinssjúkum og heimilislausum. Í frétt BBC segir að það sama eigi við í Portúgal. Fólk hafi verið varað við því að fara út á meðan hitinn er sem mestur en ekki allir hlusti á það. Þá segir í fréttinni að hitamet hafi verið slegið í Serbíu og að hitamet júnímánaðar hafi verið slegið í Slóveníu í gær. Hiti heldur áfram að hækka Víða í Evrópu heldur áfram að vera heitt og er jafnvel búist við því að hitastigið eigi eftir að hækka meira í Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Bretlandi á næstu dögum. Gular og appelsínugular hitaviðvaranir hafa verið gefnar út í Englandi og er búist við því að hiti muni mælast allt að 35 gráður í London á morgun, mánudag. Um miðja viku eigi hitinn svo að færa sig norðar og austar. Í fréttinni segir að þó svo að það sé erfitt að sýna fram á bein tengsl veðuröfga og loftslagsvárinnar séu hitabylgjur algengari en áður. Vísindamenn sem starfi hjá World Weather Attribution og vinni við að greina áhrif loftslagsvár á veðuröfgaviðburði segi að tíu sinnum líklegra sé í dag en fyrir iðnbyltingu að hitabylgjur í júní eigi sér stað, þar sem hitastig er meira en 28 gráður í þrjá daga í röð.
Veður Loftslagsmál Umhverfismál Spánn Frakkland Ítalía England Serbía Ungverjaland Bosnía og Hersegóvína Slóvenía Sviss Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira