Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2025 22:44 Séð yfir áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. Stöðvarhúsið verður neðanjarðar. Frárennslisskurðurinn sést hægra megin. Ofar sést Búrfell. Landsvirkjun Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar. Í fréttum Sýnar var rifjað upp að það var í janúar síðastliðinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Mánuði síðar lagði Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra umhverfis- og orkumála, lagafrumvarp fram á Alþingi í því skyni að eyða óvissu um virkjunina. Um líkt leyti veitti Hæstiréttur íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til að áfrýja málinu beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Vísir/Vilhelm Alþingi er núna búið að lögfesta frumvarpið og fagnaði ráðherra því sérstaklega í síðustu viku að hann hefði sent það forseta Íslands til undirritunar. Sagði óvissu um Hvammsvirkjun hafa verið eytt. En eru þá framkvæmdir þar að fara á fullt? „Nei, þessi lagasetning hefur engin áhrif á stöðu verkefnisins núna,” svarar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Og segir að bíða verði dóms Hæstaréttar en málflutningur fór fram þann 18. júní. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Það ræðst algerlega af niðurstöðu Hæstaréttar hver staða verkefnisins er. Við erum núna í undirbúningsframkvæmdum. En sú lagasetning sem var á Alþingi núna hefur engin áhrif á dóminn. Dómurinn dæmir eingöngu út frá þeim lögum sem voru á þeim tíma sem málið fjallar um. En lagasetningin verður hins vegar mjög jákvæð fyrir framtíðarverkefni og fyrir öll önnur verkefni, - svo stór verkefni á Íslandi. Ef túlkun héraðsdóms heldur eða hefði haldið þá væru allskonar verkefni í miklu uppnámi,” segir forstjórinn. Ný Þjórsárbrú er fyrirhuguð um einn kílómetra ofan við fossinn Búða og eyjuna Árnes.Teikning/Vegagerðin En kannski er það nýja Þjórsárbrúin á móts við þorpið Árnes sem einna mest er horft til í tengslum við virkjunina enda mun hún ásamt tengivegum stytta vegalengdir verulega milli uppsveita Árnes- og Rangárvallasýslu. En hvenær verður þá hægt að byrja á henni? „Ja, ef þú getur sagt mér niðurstöðu Hæstaréttar..,” svarar Hörður og segir verkefnin tengjast. Efni úr frárennslisskurði virkjunarinnar verði notað í vegagerðina. Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Dómstólar Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Lax Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til áfrýjunar Hvammsvirkjunarmálsins beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. 25. febrúar 2025 10:53 Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. 12. febrúar 2025 12:07 Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Í fréttum Sýnar var rifjað upp að það var í janúar síðastliðinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi. Mánuði síðar lagði Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra umhverfis- og orkumála, lagafrumvarp fram á Alþingi í því skyni að eyða óvissu um virkjunina. Um líkt leyti veitti Hæstiréttur íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til að áfrýja málinu beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. Jóhann Páll Jóhannsson er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.Vísir/Vilhelm Alþingi er núna búið að lögfesta frumvarpið og fagnaði ráðherra því sérstaklega í síðustu viku að hann hefði sent það forseta Íslands til undirritunar. Sagði óvissu um Hvammsvirkjun hafa verið eytt. En eru þá framkvæmdir þar að fara á fullt? „Nei, þessi lagasetning hefur engin áhrif á stöðu verkefnisins núna,” svarar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Og segir að bíða verði dóms Hæstaréttar en málflutningur fór fram þann 18. júní. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Sigurjón Ólason „Það ræðst algerlega af niðurstöðu Hæstaréttar hver staða verkefnisins er. Við erum núna í undirbúningsframkvæmdum. En sú lagasetning sem var á Alþingi núna hefur engin áhrif á dóminn. Dómurinn dæmir eingöngu út frá þeim lögum sem voru á þeim tíma sem málið fjallar um. En lagasetningin verður hins vegar mjög jákvæð fyrir framtíðarverkefni og fyrir öll önnur verkefni, - svo stór verkefni á Íslandi. Ef túlkun héraðsdóms heldur eða hefði haldið þá væru allskonar verkefni í miklu uppnámi,” segir forstjórinn. Ný Þjórsárbrú er fyrirhuguð um einn kílómetra ofan við fossinn Búða og eyjuna Árnes.Teikning/Vegagerðin En kannski er það nýja Þjórsárbrúin á móts við þorpið Árnes sem einna mest er horft til í tengslum við virkjunina enda mun hún ásamt tengivegum stytta vegalengdir verulega milli uppsveita Árnes- og Rangárvallasýslu. En hvenær verður þá hægt að byrja á henni? „Ja, ef þú getur sagt mér niðurstöðu Hæstaréttar..,” svarar Hörður og segir verkefnin tengjast. Efni úr frárennslisskurði virkjunarinnar verði notað í vegagerðina.
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Dómstólar Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Lax Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til áfrýjunar Hvammsvirkjunarmálsins beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. 25. febrúar 2025 10:53 Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. 12. febrúar 2025 12:07 Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Sjá meira
Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til áfrýjunar Hvammsvirkjunarmálsins beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. 25. febrúar 2025 10:53
Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. 12. febrúar 2025 12:07
Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent