Innlent

Fjöl­skyldan franska sendi ættingjum erfða­skrá frá Ís­landi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Fjölskyldan hafði varið sjö nóttum á hótelherbergi sínu á Edition.
Fjölskyldan hafði varið sjö nóttum á hótelherbergi sínu á Edition. Vísir/KTD

Franska konan og eiginmaður hennar og dóttir sem hún er grunuð um að hafa banað sendu fjölskyldu sinni póst sem innihélt þrjár erfðaskrár. Eignir upp á rúman milljarð króna eiga að hafa verið taldar þar upp.

Konan sem um ræðir var handtekinn þegar komið var að eiginmanni hennar og dóttur látnum á Edition-hótelinu í miðborg Reykjavíkur þann fjórtánda júní síðastliðinn. Samkvæmt umfjöllun Ríkisútvarpsins var eiginmaðurinn frá Nýju-Kaledóníu, eyjaklasa í Suðvestur-Kyrrahafi sem tilheyrir Frakklandi en konan fædd í Frakklandi en af asísku bergi brotin.

Í umfjöllun Ríkisútvarpsins kemur einnig fram að faðirinn og dóttirinn hafi verið stungin til bana og að konan hafi verið með eitt stungusár. Þar segir jafnframt að grunur sé um að fleiru en einu eggvopni hafi verið beitt, eggvopnum sem fólkið er talið hafa tekið með sér til landsins.

Hjónin áttu þessa einu dóttur sem fannst látin ásamt föður sínum í hótelherbergi fjölskyldunnar eftir nokkurra daga dvöl á landinu. Þau voru búsett í Dyflinni og því teygir rannsókn þessa máls til bæði Írlands og Frakklands auk Íslands auðvitað.

Gæsluvarðhald er yfir konunni fram til fjórða júlí en komið var að henni særðri í hótelherberginu. Hún var þó aldrei í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×