Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar 3. júlí 2025 10:32 Þessi grein endurspeglar áhyggjur íbúa í Ásahverfi og eigendur lítilla fyrirtækja við Fitjabakka. Íbúar Ásahverfis hafa árum saman kallað eftir umbótum á umferðaröryggi. Fjölskyldur hafa óskað eftir öruggari leiðum fyrir börn til að ganga í skóla og frístundir. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar, undirskriftarlista og fundarbeiðnir hafa fáar aðgerðir litið dagsins ljós. Margir foreldrar spyrja nú: Hvað þarf að gerast áður en eitthvað breytist? Ár eftir ár án svörunar Við sem búum í hverfinu, og rekum fyrirtæki við Fitjabakka, höfum ítrekað komið á framfæri þörf á úrbótum vegna aukinnar umferðar og skorts á skýru umferðarskipulagi. Þetta er ekki nýtt mál, börn sem nú eru komin úr grunnskóla höfðu áður beðið eftir þessum breytingum. Á þessum tíma hafa því miður orðið slys. Eftir mörg samtöl og erindi fengum við þau orð frá starfsmanni bæjarins: „Ég skil ekki af hverju þið eruð ekki búin að láta heyra í ykkur.“ Það vakti undrun því íbúar hafa svo sannarlega reynt að ná eyrum bæjarins. Við höfum sent inn undirskriftir, bréf og komið með tillögur en litlu sem engu hefur verið svarað. Davíð á móti Golíat Á sama tíma og íbúar bíða eftir öryggisaðgerðum, hefjast framkvæmdir við nýtt hringtorg við Fitjabakka að hluta til til að bæta aðkomu að verslunum eins og Byko og Krónunni. Það kom okkur á óvart hversu skjótt verkið fór í gang. Kynning á framkvæmdinni fyrir íbúa var auglýst með afar skömmum fyrirvara þann 2. júní, eftir að íbúar kröfðust upplýsinga. Á fundinum kom fram að Skipulagsstofnun hefur ekki upplýsingar um að deiliskipulagsbreyting liggi fyrir, né að framkvæmdaleyfi hafi verið kynnt. Þetta eru lögbundin skref sem ættu að liggja fyrir áður en svona framkvæmdir hefjast. Umferðaröryggi ætti að vera í forgangi Við spurðum: Af hverju svona flýti hér, en ekki þar sem börn eru á ferðinni daglega? Við sjáum nú að meirihluti bæjarstjórnar hefur samþykkt bæði þetta hringtorg og annað við Bergás. Það er í sjálfu sér ekki slæmt að bæta aðgengi og flæði en á meðan öryggiskröfur íbúa fá ekki viðbrögð, þá blasir við sú tilfinning að hagsmunir stærri fyrirtækja hafi meira vægi en velferð barna og fjölskyldna. Skipulagsstofnun hefur bent á að gatnamótin við Fitjabakka séu samkvæmt gildandi skipulagi T-gatnamót, en ekki hringtorg, og að breytingar sem þessar eigi að kynna almenningi í sex vikur. Þessar kynningar og aðkomuleiðir hafa ekki farið fram. Spurningar sem krefjast svara ·Hvers vegna eru framkvæmdir sem snúa að fyrirtækjum settar í forgang fram yfir framkvæmdir sem snúa að öryggi barna? ·Hvers vegna þurfa íbúar að berjast árum saman fyrir sjálfsögðum umbótum? ·Hvernig getur framkvæmd hafist áður en lögformleg leyfi og skipulagsbreytingar liggja fyrir? Við sem skrifum þetta viljum ekki vera á móti neinum. Við styðjum uppbyggingu og góðar samgöngur. En við gerum líka þá kröfu að börnin okkar fái að ganga örugg heim úr skóla og að sveitarfélagið virði eigin reglur og gildi. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að íbúar og fyrirtæki í eldri hverfum njóti sömu virðingar og aðrir. Hver tekur ábyrgð? Eftir margra ára samskipti við bæinn okkar veltum við enn fyrir okkur: Hver getur í raun svarað þessum spurningum? Er það bæjarstjóri, bæjarráð eða umhverfis- og skipulagsráð? Við þurfum skýr svör frá þeim sem bera ábyrgð. Höfundur er íbúi Ásahverfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Umferðaröryggi Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þessi grein endurspeglar áhyggjur íbúa í Ásahverfi og eigendur lítilla fyrirtækja við Fitjabakka. Íbúar Ásahverfis hafa árum saman kallað eftir umbótum á umferðaröryggi. Fjölskyldur hafa óskað eftir öruggari leiðum fyrir börn til að ganga í skóla og frístundir. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar, undirskriftarlista og fundarbeiðnir hafa fáar aðgerðir litið dagsins ljós. Margir foreldrar spyrja nú: Hvað þarf að gerast áður en eitthvað breytist? Ár eftir ár án svörunar Við sem búum í hverfinu, og rekum fyrirtæki við Fitjabakka, höfum ítrekað komið á framfæri þörf á úrbótum vegna aukinnar umferðar og skorts á skýru umferðarskipulagi. Þetta er ekki nýtt mál, börn sem nú eru komin úr grunnskóla höfðu áður beðið eftir þessum breytingum. Á þessum tíma hafa því miður orðið slys. Eftir mörg samtöl og erindi fengum við þau orð frá starfsmanni bæjarins: „Ég skil ekki af hverju þið eruð ekki búin að láta heyra í ykkur.“ Það vakti undrun því íbúar hafa svo sannarlega reynt að ná eyrum bæjarins. Við höfum sent inn undirskriftir, bréf og komið með tillögur en litlu sem engu hefur verið svarað. Davíð á móti Golíat Á sama tíma og íbúar bíða eftir öryggisaðgerðum, hefjast framkvæmdir við nýtt hringtorg við Fitjabakka að hluta til til að bæta aðkomu að verslunum eins og Byko og Krónunni. Það kom okkur á óvart hversu skjótt verkið fór í gang. Kynning á framkvæmdinni fyrir íbúa var auglýst með afar skömmum fyrirvara þann 2. júní, eftir að íbúar kröfðust upplýsinga. Á fundinum kom fram að Skipulagsstofnun hefur ekki upplýsingar um að deiliskipulagsbreyting liggi fyrir, né að framkvæmdaleyfi hafi verið kynnt. Þetta eru lögbundin skref sem ættu að liggja fyrir áður en svona framkvæmdir hefjast. Umferðaröryggi ætti að vera í forgangi Við spurðum: Af hverju svona flýti hér, en ekki þar sem börn eru á ferðinni daglega? Við sjáum nú að meirihluti bæjarstjórnar hefur samþykkt bæði þetta hringtorg og annað við Bergás. Það er í sjálfu sér ekki slæmt að bæta aðgengi og flæði en á meðan öryggiskröfur íbúa fá ekki viðbrögð, þá blasir við sú tilfinning að hagsmunir stærri fyrirtækja hafi meira vægi en velferð barna og fjölskyldna. Skipulagsstofnun hefur bent á að gatnamótin við Fitjabakka séu samkvæmt gildandi skipulagi T-gatnamót, en ekki hringtorg, og að breytingar sem þessar eigi að kynna almenningi í sex vikur. Þessar kynningar og aðkomuleiðir hafa ekki farið fram. Spurningar sem krefjast svara ·Hvers vegna eru framkvæmdir sem snúa að fyrirtækjum settar í forgang fram yfir framkvæmdir sem snúa að öryggi barna? ·Hvers vegna þurfa íbúar að berjast árum saman fyrir sjálfsögðum umbótum? ·Hvernig getur framkvæmd hafist áður en lögformleg leyfi og skipulagsbreytingar liggja fyrir? Við sem skrifum þetta viljum ekki vera á móti neinum. Við styðjum uppbyggingu og góðar samgöngur. En við gerum líka þá kröfu að börnin okkar fái að ganga örugg heim úr skóla og að sveitarfélagið virði eigin reglur og gildi. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að íbúar og fyrirtæki í eldri hverfum njóti sömu virðingar og aðrir. Hver tekur ábyrgð? Eftir margra ára samskipti við bæinn okkar veltum við enn fyrir okkur: Hver getur í raun svarað þessum spurningum? Er það bæjarstjóri, bæjarráð eða umhverfis- og skipulagsráð? Við þurfum skýr svör frá þeim sem bera ábyrgð. Höfundur er íbúi Ásahverfis.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun