Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 15:41 Dóra Björt segir mikilvægt að fá fram athugasemdir frá sem flestum í þessu máli. Vísir/Arnar og Vilhelm Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur nú birt samráðsgátt uppfærslu á verklagsreglum fyrir rafhlaupahjólaleigur. Samráðið stendur til 15. ágúst og er óskað eftir athugasemdum frá almenningi og hagaðilum. Í umsögnum er að finna ákall um safnstæði, aukinn sýnileika hjólanna og að ekki megi leggja þeim á hjóla- og göngustíga. Í nýjum reglum er til dæmis tekið fram að ekki megi leggja hjólum við vatnsverndarsvæði, á göngugötum, í undirgöngum eða í nágrenni þeirra, og á hjólastígum. Þá segir að borgin megi setja upp bannsvæði, lághraðasvæði og geti sett skilyrði um hvenær eigi að fjarlægja tækin. Þá er einnig að finna lýsingu á útbúnaði og fjallað um lýsingu og endurskin. Tækin eigi til dæmis að vera með blikkandi ljós hafi þau fallið á hliðina. „Við erum að skerpa á verklagsreglum um hjóla- og smáfarartækjaleigur og ég veit að það eru miklar skoðanir á þessu. Skúturnar eru æði en líka áskorun og við viljum tryggja að reglurnar mæti því. Þess vegna bað ég um að reglurnar myndu fá rýni almennings og hagaðila fyrir samþykkt reglnanna,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, í Facebook-færslu. Núgildandi verklagsreglur eru frá árinu 2019 og voru samþykktar áður en nokkur slík leiga tók til starfa í borginni. Í dag eru í það minnsta þrjár slíkar leigur starfandi, Hopp, Zolo og Bolt. Margir umsagnaraðilar kvarta yfir því að hjólin liggi á hjóla- og gangstígum og sjáist jafnvel afar illa í myrkri og snjó. Vísir/Vilhelm Í lýsingu í samráðsgáttinni segir að reglurnar sem séu í gildi setji ramma um viðkomandi starfsemi en að nú, sex árum síðar, sé tímabært að endurskoða reglurnar. Breytingarnar sem birtist í drögunum snúi að mestu leyti að því að skýrari kröfur verði gerðar til rekstraraðila um að fylgja því eftir að tækjunum sé ekki lagt þannig að það skapi hættu eða óþægindi fyrir aðra vegfarendur. Íbúar Reykjavíkur og aðrir hagaðilar eru hvattir til að senda inn ábendingar við meðfylgjandi drög að uppfærðum verklagsreglum. Umhverfis- og skipulagsráð tekur endanlega ákvörðun um verklagsreglur vegna starfsemi stöðvalausra hjóla- og smáfarartækjaleiga á borgarlandi Reykjavíkur. Þegar fréttin er skrifuð er búið að skila inn 24 umsögnum. Flestar eru faldar en í þeim sem hægt er að lesa má sjá að margir hafa skoðun á því hvernig skilið er við hjólin og að erfitt sé að sjá þau í myrkri, þegar þau eru skilin eftir, og sérstaklega ef þau liggja á jörðinni. Sjáist ekki á hlið í myrkri „Krafa um aukinn sýnileika hjólanna til að minnka slysahættu þegar þau eru ekki í notkun og þeim misjafnlega lagt eins og gengur. T.d. ef þau liggja þvert á hjólastíg er mikilvægt í myrkri að það sé endurskin á botninum á hjólunum þar sem hann er oftar en ekki svartur og sést mjög illa í myrkri,“ segir í einni umsögninni og í annarri: „Hlaupahjól eru alltof oft skilin eftir á gangstíg eða á hjólastíg fyrir annarri umferð, þá ýmist gangandi eða hjólandi. Fyrir fólk sem er á reiðhjóli þá getur þetta oft verið beinlínis hættulegt og þá sérstaklega í myrkri. Hlaupahjólin er skilin eftir á stígnum, eða við stíginn þar sem smá fallhætta getur orðið og hlaupahjólið því auðveldlega fallið og þverað stíginn. Ég hef hjólað á hlaupahjól í myrkri sem var fallið og þveraði stíginn þannig. Ég var með mín sterkustu ljós kveikt en þar sem botninn á hlaupahjólinu var svartur og sú hlið sneri að mér þá féll það saman við malbikið. Ég féll og hjólið mitt með en sem betur fer gekk ég heill frá því og hjólið líka.“ Margir leggja til að sérstakar safnstöðvar verði settar upp fyrir hjólin. Vísir/Vilhelm Þá er kallað eftir því í mörgum umsögnum að sett verði upp safnstæði fyrir hjólin þar sem þau eru skilin eftir og sótt. Í umsögnum segir að slík stæði sé til dæmis að finna í Kaupmannahöfn, á Tenerife og í Litháen. „Ég mæli með að sett verði skýr og afmörkuð stæði fyrir rafhlaupahjól, og að sú lausn verði algild í allri borginni. Slík stæði ættu að koma í stað þess að notendum sé leyft að skilja hjólin eftir hvar sem er. Sérstaklega þarf að forðast að rafhlaupahjólum sé lagt á gangstéttum og hjólastígum þar sem þau geta skapað hættu og hindrað aðgengi. Með nútímatækni er einfalt að afmarka svæði þar sem leyfilegt er að leggja rafhlaupahjólum þannig að þau valdi ekki truflunum eða hættu fyrir aðra vegfarendur – og þjónustuveitendur hafa tæknilega getu til að stýra því hvar notendur mega ljúka ferðum sínum,“ segir í einni umsögninni. Þá er einnig að finna í umsögnum tillögur um að lækka hámarkshraða þeirra og að fyrirtæki hafi heimild til að refsa notendum fyrir ítrekaðan lélegan frágang. Rafhlaupahjól Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Ók hlaupahjólinu á tré með pizzu í annarri Nokkuð virðistt hafa verið um ölvun víða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í dagbók lögreglu er fjallað um ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir annað hvort áfengi eða annarra vímuefna og víða á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um samkvæmishávaða. 31. maí 2025 07:13 Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Alls voru 122 mál skráð í kerfi lögreglu frá klukkan fimm í morgun þar til klukkan fimm síðdegis. Þrír gista fangageymslur eftir daginn. 2. maí 2025 19:52 Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er ári og þar af létust þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið og deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu segir fjölda nýrra áskorana í umferðaröryggi. 10. mars 2025 12:02 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Í nýjum reglum er til dæmis tekið fram að ekki megi leggja hjólum við vatnsverndarsvæði, á göngugötum, í undirgöngum eða í nágrenni þeirra, og á hjólastígum. Þá segir að borgin megi setja upp bannsvæði, lághraðasvæði og geti sett skilyrði um hvenær eigi að fjarlægja tækin. Þá er einnig að finna lýsingu á útbúnaði og fjallað um lýsingu og endurskin. Tækin eigi til dæmis að vera með blikkandi ljós hafi þau fallið á hliðina. „Við erum að skerpa á verklagsreglum um hjóla- og smáfarartækjaleigur og ég veit að það eru miklar skoðanir á þessu. Skúturnar eru æði en líka áskorun og við viljum tryggja að reglurnar mæti því. Þess vegna bað ég um að reglurnar myndu fá rýni almennings og hagaðila fyrir samþykkt reglnanna,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, í Facebook-færslu. Núgildandi verklagsreglur eru frá árinu 2019 og voru samþykktar áður en nokkur slík leiga tók til starfa í borginni. Í dag eru í það minnsta þrjár slíkar leigur starfandi, Hopp, Zolo og Bolt. Margir umsagnaraðilar kvarta yfir því að hjólin liggi á hjóla- og gangstígum og sjáist jafnvel afar illa í myrkri og snjó. Vísir/Vilhelm Í lýsingu í samráðsgáttinni segir að reglurnar sem séu í gildi setji ramma um viðkomandi starfsemi en að nú, sex árum síðar, sé tímabært að endurskoða reglurnar. Breytingarnar sem birtist í drögunum snúi að mestu leyti að því að skýrari kröfur verði gerðar til rekstraraðila um að fylgja því eftir að tækjunum sé ekki lagt þannig að það skapi hættu eða óþægindi fyrir aðra vegfarendur. Íbúar Reykjavíkur og aðrir hagaðilar eru hvattir til að senda inn ábendingar við meðfylgjandi drög að uppfærðum verklagsreglum. Umhverfis- og skipulagsráð tekur endanlega ákvörðun um verklagsreglur vegna starfsemi stöðvalausra hjóla- og smáfarartækjaleiga á borgarlandi Reykjavíkur. Þegar fréttin er skrifuð er búið að skila inn 24 umsögnum. Flestar eru faldar en í þeim sem hægt er að lesa má sjá að margir hafa skoðun á því hvernig skilið er við hjólin og að erfitt sé að sjá þau í myrkri, þegar þau eru skilin eftir, og sérstaklega ef þau liggja á jörðinni. Sjáist ekki á hlið í myrkri „Krafa um aukinn sýnileika hjólanna til að minnka slysahættu þegar þau eru ekki í notkun og þeim misjafnlega lagt eins og gengur. T.d. ef þau liggja þvert á hjólastíg er mikilvægt í myrkri að það sé endurskin á botninum á hjólunum þar sem hann er oftar en ekki svartur og sést mjög illa í myrkri,“ segir í einni umsögninni og í annarri: „Hlaupahjól eru alltof oft skilin eftir á gangstíg eða á hjólastíg fyrir annarri umferð, þá ýmist gangandi eða hjólandi. Fyrir fólk sem er á reiðhjóli þá getur þetta oft verið beinlínis hættulegt og þá sérstaklega í myrkri. Hlaupahjólin er skilin eftir á stígnum, eða við stíginn þar sem smá fallhætta getur orðið og hlaupahjólið því auðveldlega fallið og þverað stíginn. Ég hef hjólað á hlaupahjól í myrkri sem var fallið og þveraði stíginn þannig. Ég var með mín sterkustu ljós kveikt en þar sem botninn á hlaupahjólinu var svartur og sú hlið sneri að mér þá féll það saman við malbikið. Ég féll og hjólið mitt með en sem betur fer gekk ég heill frá því og hjólið líka.“ Margir leggja til að sérstakar safnstöðvar verði settar upp fyrir hjólin. Vísir/Vilhelm Þá er kallað eftir því í mörgum umsögnum að sett verði upp safnstæði fyrir hjólin þar sem þau eru skilin eftir og sótt. Í umsögnum segir að slík stæði sé til dæmis að finna í Kaupmannahöfn, á Tenerife og í Litháen. „Ég mæli með að sett verði skýr og afmörkuð stæði fyrir rafhlaupahjól, og að sú lausn verði algild í allri borginni. Slík stæði ættu að koma í stað þess að notendum sé leyft að skilja hjólin eftir hvar sem er. Sérstaklega þarf að forðast að rafhlaupahjólum sé lagt á gangstéttum og hjólastígum þar sem þau geta skapað hættu og hindrað aðgengi. Með nútímatækni er einfalt að afmarka svæði þar sem leyfilegt er að leggja rafhlaupahjólum þannig að þau valdi ekki truflunum eða hættu fyrir aðra vegfarendur – og þjónustuveitendur hafa tæknilega getu til að stýra því hvar notendur mega ljúka ferðum sínum,“ segir í einni umsögninni. Þá er einnig að finna í umsögnum tillögur um að lækka hámarkshraða þeirra og að fyrirtæki hafi heimild til að refsa notendum fyrir ítrekaðan lélegan frágang.
Rafhlaupahjól Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Tengdar fréttir Ók hlaupahjólinu á tré með pizzu í annarri Nokkuð virðistt hafa verið um ölvun víða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í dagbók lögreglu er fjallað um ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir annað hvort áfengi eða annarra vímuefna og víða á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um samkvæmishávaða. 31. maí 2025 07:13 Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Alls voru 122 mál skráð í kerfi lögreglu frá klukkan fimm í morgun þar til klukkan fimm síðdegis. Þrír gista fangageymslur eftir daginn. 2. maí 2025 19:52 Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er ári og þar af létust þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið og deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu segir fjölda nýrra áskorana í umferðaröryggi. 10. mars 2025 12:02 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Ók hlaupahjólinu á tré með pizzu í annarri Nokkuð virðistt hafa verið um ölvun víða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í dagbók lögreglu er fjallað um ökumenn sem eru grunaðir um akstur undir annað hvort áfengi eða annarra vímuefna og víða á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um samkvæmishávaða. 31. maí 2025 07:13
Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Töluverður erill hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Alls voru 122 mál skráð í kerfi lögreglu frá klukkan fimm í morgun þar til klukkan fimm síðdegis. Þrír gista fangageymslur eftir daginn. 2. maí 2025 19:52
Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Fjórir hafa látist í banaslysum í umferðinni það sem af er ári og þar af létust þrír á fjögurra daga tímabili. Fjöldi þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðinni fer hækkandi þvert á markmið og deildarstjóri öryggis- og fræðslumála hjá Samgöngustofu segir fjölda nýrra áskorana í umferðaröryggi. 10. mars 2025 12:02