Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 16. júlí 2025 08:00 Eitt þeirra mála sem ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok var frumvarp atvinnuvegaráðherra um að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 15. júlí lýsir atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, því yfir að það sé miður að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn í þinglokaviðræðum. Jafnframt segir hún að nú sé verið að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að verða við því. Þetta vekur spurningar. Frumvarpið var einmitt lagt fram nú í lok maí til að gera ráðherra kleift, á grundvelli lagabreytingarinnar, að tryggja veiðiheimildir til 48 strandveiðidaga þar sem því yrði ekki við komið með breytingum á reglugerð. Þess má auk þess geta að frumvarpið sjálft gekk gegn öllum meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis þar sem það fól í sér að veiðiheimildir yrðu auknar án þess að lögbundnu jafnræði handhafa aflahlutdeilda væri gætt. Á umliðnum árum hefur þorskheimildum ítrekað verið ráðstafað umfram ráðgjöf og raunar allri þeirri aukningu verið ráðstafað innan 5,3% kerfisins. Í því felst að aflahlutdeildarhafar hafa borið skarðan hlut frá borði. Sú ráðstöfun fer beinlínis í bága við lög um stjórn fiskveiða og hefur Umboðsmaður Alþingis nú tekið til meðferðar þessa stjórnsýsluframkvæmd. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa bent á að ráðherra hafi nú þegar, á núverandi fiskveiðiári, gengið lengra í úthlutun aflaheimilda til strandveiða en lög heimila. Í reynd hefur þetta leitt til þess að heildarafli í þorski á yfirstandandi fiskveiðiári hefur verið aukinn, án þess að allir handhafar veiðiheimilda í þorski hafi notið jafnrar hlutdeildar í þeirri aukningu. Það vekur því enn meiri ugg þegar ráðherra boðar að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða. Þá verður ekki hjá því komist að benda á að þorskstofninn stendur frammi fyrir versnandi horfum. Samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 er gert ráð fyrir 4% samdrætti í heildarafla milli ára. Vísitölur úr bæði vor- og haustralli benda til minnkandi stofnstærðar og að hluta má rekja þá þróun til skorts á loðnu undanfarin ár. Nýliðun árganganna 2020–2022 er nálægt eða undir meðaltali og stofn- og aflaþyngdir eru lágar hjá árgöngum sem nú mynda meginuppistöðu viðmiðunarstofnsins. Mat stofnunarinnar gerir því ráð fyrir að þorskstofninn dragist saman á næstu tveimur til þremur árum. Í því ljósi er varhugavert að ráðherra hyggist áfram auka strandveiðar með aðgerðum sem skortir skýra lagastoð og eru í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Stjórn fiskveiða á Íslandi hefur lengi byggst á varfærni og faglegri nálgun og mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut. Samtökin gera sér fulla grein fyrir því að strandveiðar eru komnar til að vera, þrátt fyrir að í þeim felist sóun á verðmætum og að upphafleg markmið kerfisins hafi ekki náðst. Það blasir þó við að áform ríkisstjórnarinnar um 48 daga strandveiðar eru ekki studd fullnægjandi rökum, hvorki út frá lögum né byggðasjónarmiðum. Það virðist einfaldlega eiga að knýja fram aukinn afla til strandveiða án tillits til gildandi laga og þeirra grundvallarreglna sem íslenskt fiskveiðistjórnarkerfi byggir á. Það kann að vera að núverandi valdhafar líti málið öðrum augum. Þá er rétt að benda á að vottaðar sjálfbærar veiðar eru grunnforsenda þess að hægt sé að selja íslenskan fisk á kröfuhörðum erlendum markaði. Hagsmunirnir eru afar miklir en um 98% af íslensku fiskmeti eru seld þar. Rétt er að geta þess fræðimenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu efnahagsleg sóun. Nú blasir við að auka á við hana. Með einhverjum ráðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Alþingi Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eitt þeirra mála sem ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok var frumvarp atvinnuvegaráðherra um að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 15. júlí lýsir atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, því yfir að það sé miður að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn í þinglokaviðræðum. Jafnframt segir hún að nú sé verið að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að verða við því. Þetta vekur spurningar. Frumvarpið var einmitt lagt fram nú í lok maí til að gera ráðherra kleift, á grundvelli lagabreytingarinnar, að tryggja veiðiheimildir til 48 strandveiðidaga þar sem því yrði ekki við komið með breytingum á reglugerð. Þess má auk þess geta að frumvarpið sjálft gekk gegn öllum meginreglum íslensks fiskveiðistjórnunarkerfis þar sem það fól í sér að veiðiheimildir yrðu auknar án þess að lögbundnu jafnræði handhafa aflahlutdeilda væri gætt. Á umliðnum árum hefur þorskheimildum ítrekað verið ráðstafað umfram ráðgjöf og raunar allri þeirri aukningu verið ráðstafað innan 5,3% kerfisins. Í því felst að aflahlutdeildarhafar hafa borið skarðan hlut frá borði. Sú ráðstöfun fer beinlínis í bága við lög um stjórn fiskveiða og hefur Umboðsmaður Alþingis nú tekið til meðferðar þessa stjórnsýsluframkvæmd. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa bent á að ráðherra hafi nú þegar, á núverandi fiskveiðiári, gengið lengra í úthlutun aflaheimilda til strandveiða en lög heimila. Í reynd hefur þetta leitt til þess að heildarafli í þorski á yfirstandandi fiskveiðiári hefur verið aukinn, án þess að allir handhafar veiðiheimilda í þorski hafi notið jafnrar hlutdeildar í þeirri aukningu. Það vekur því enn meiri ugg þegar ráðherra boðar að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða. Þá verður ekki hjá því komist að benda á að þorskstofninn stendur frammi fyrir versnandi horfum. Samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 er gert ráð fyrir 4% samdrætti í heildarafla milli ára. Vísitölur úr bæði vor- og haustralli benda til minnkandi stofnstærðar og að hluta má rekja þá þróun til skorts á loðnu undanfarin ár. Nýliðun árganganna 2020–2022 er nálægt eða undir meðaltali og stofn- og aflaþyngdir eru lágar hjá árgöngum sem nú mynda meginuppistöðu viðmiðunarstofnsins. Mat stofnunarinnar gerir því ráð fyrir að þorskstofninn dragist saman á næstu tveimur til þremur árum. Í því ljósi er varhugavert að ráðherra hyggist áfram auka strandveiðar með aðgerðum sem skortir skýra lagastoð og eru í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Stjórn fiskveiða á Íslandi hefur lengi byggst á varfærni og faglegri nálgun og mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut. Samtökin gera sér fulla grein fyrir því að strandveiðar eru komnar til að vera, þrátt fyrir að í þeim felist sóun á verðmætum og að upphafleg markmið kerfisins hafi ekki náðst. Það blasir þó við að áform ríkisstjórnarinnar um 48 daga strandveiðar eru ekki studd fullnægjandi rökum, hvorki út frá lögum né byggðasjónarmiðum. Það virðist einfaldlega eiga að knýja fram aukinn afla til strandveiða án tillits til gildandi laga og þeirra grundvallarreglna sem íslenskt fiskveiðistjórnarkerfi byggir á. Það kann að vera að núverandi valdhafar líti málið öðrum augum. Þá er rétt að benda á að vottaðar sjálfbærar veiðar eru grunnforsenda þess að hægt sé að selja íslenskan fisk á kröfuhörðum erlendum markaði. Hagsmunirnir eru afar miklir en um 98% af íslensku fiskmeti eru seld þar. Rétt er að geta þess fræðimenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu efnahagsleg sóun. Nú blasir við að auka á við hana. Með einhverjum ráðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun