Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. júlí 2025 15:52 Starri var í annarri af tveimur flugvélum United Airlines sem snúið var við vegna eldgossins. Fjölskyldan hans var í hinni. Björn Steinbekk/Aðsend Starri Valdimarsson var meðal farþega í annarri flugvél United Airlines sem snúið var við vegna eldgossins á Reykjanesskaga. Ferðalagið til Íslands tók hann rúman einn og hálfan sólarhring. Ferðalag Starra, sem staddur var í Los Angeles-borg í Kaliforníu í Bandaríkjunum, hófst tíu að morgni til á þriðjudag er hann lagði af stað þaðan með flugi til Newark í New-York. Þaðan átti hann flug með vél United Airlines til Íslands. „Við vorum búin að vera í um tvo og hálfan til þrjá tíma í loftinu og síðan kom tilkynning,“ segir Starri. Eldgos var hafið á Reykjanesskaganum og þurfti að snúa vélinni við, sem var þá á flugi yfir Grænlandi. „Þetta hljómaði smá eins og það vantaði upplýsingar, þeir sögðu bara já það er eldgos og þeir útskýrðu þetta svona eins og þetta væri öskugos,“ segir hann. „Þeir sögðu að það væri reykur yfir flugvellinum. Síðan voru þeir að biðjast afsökunar alla leiðina til baka: „Fyrirgefðu þetta er eina leiðin í stöðunni, við þorum ekki að lenda.“ Að hans sögn brást enginn illa við en fólk hafi þó ekki verið spennt fyrir því að snúa aftur. Einhverjir hafi átt tengiflug frá Íslandi. Hress þrátt fyrir um fjörutíu klukkustunda ferðalag Er Starri var aftur kominn til Newark skoðaði hann hvaða flug hefðu lent á Keflavíkurflugvelli. „Mér sýndist einhverjar vélar vera að lenda þannig ég hugsaði að það væri smá skrýtið,“ sagði hann. Flug Starra var eitt af tveimur flugferðum sem snúið var við vegna eldgossins en báðar vélarnar voru á vegum United Airlines. Í hinni vélinni, sem var á leið frá Chicago, var fjölskylda Starra. Fyrsta flugið sem að hann hefði getað fengið til landsins var föstudaginn næsta. Til allra lukku býr faðir Starra í næsta fylki, New Jersey, svo hann þurfti ekki að dvelja á hóteli. Hann mætti svo að lokum til landsins eldsnemma í morgun og hafði ferðalagið því tekið um einn og hálfan sólarhring. Hann var samt sem áður léttur í skapi er fréttastofa náði tali af honum. „Svona gerist bara. Fyndið að ég kom til hans að gista að hann lét mig síðan vita að einu tvö flugin sem var hætt við voru flugin frá United,“ segir Starri. „Ég held að fólk sem sé að fljúga með United sé ekkert vant því að vera fljúga yfir eldgos.“ Restin af fjölskyldunni, sem snúa þurfti aftur til Chicago, fékk að verja deginum þar og flaug svo aftur með Icelandair til Íslands. Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Ferðalag Starra, sem staddur var í Los Angeles-borg í Kaliforníu í Bandaríkjunum, hófst tíu að morgni til á þriðjudag er hann lagði af stað þaðan með flugi til Newark í New-York. Þaðan átti hann flug með vél United Airlines til Íslands. „Við vorum búin að vera í um tvo og hálfan til þrjá tíma í loftinu og síðan kom tilkynning,“ segir Starri. Eldgos var hafið á Reykjanesskaganum og þurfti að snúa vélinni við, sem var þá á flugi yfir Grænlandi. „Þetta hljómaði smá eins og það vantaði upplýsingar, þeir sögðu bara já það er eldgos og þeir útskýrðu þetta svona eins og þetta væri öskugos,“ segir hann. „Þeir sögðu að það væri reykur yfir flugvellinum. Síðan voru þeir að biðjast afsökunar alla leiðina til baka: „Fyrirgefðu þetta er eina leiðin í stöðunni, við þorum ekki að lenda.“ Að hans sögn brást enginn illa við en fólk hafi þó ekki verið spennt fyrir því að snúa aftur. Einhverjir hafi átt tengiflug frá Íslandi. Hress þrátt fyrir um fjörutíu klukkustunda ferðalag Er Starri var aftur kominn til Newark skoðaði hann hvaða flug hefðu lent á Keflavíkurflugvelli. „Mér sýndist einhverjar vélar vera að lenda þannig ég hugsaði að það væri smá skrýtið,“ sagði hann. Flug Starra var eitt af tveimur flugferðum sem snúið var við vegna eldgossins en báðar vélarnar voru á vegum United Airlines. Í hinni vélinni, sem var á leið frá Chicago, var fjölskylda Starra. Fyrsta flugið sem að hann hefði getað fengið til landsins var föstudaginn næsta. Til allra lukku býr faðir Starra í næsta fylki, New Jersey, svo hann þurfti ekki að dvelja á hóteli. Hann mætti svo að lokum til landsins eldsnemma í morgun og hafði ferðalagið því tekið um einn og hálfan sólarhring. Hann var samt sem áður léttur í skapi er fréttastofa náði tali af honum. „Svona gerist bara. Fyndið að ég kom til hans að gista að hann lét mig síðan vita að einu tvö flugin sem var hætt við voru flugin frá United,“ segir Starri. „Ég held að fólk sem sé að fljúga með United sé ekkert vant því að vera fljúga yfir eldgos.“ Restin af fjölskyldunni, sem snúa þurfti aftur til Chicago, fékk að verja deginum þar og flaug svo aftur með Icelandair til Íslands.
Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Bandaríkin Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent