Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Jón Þór Stefánsson skrifar 17. júlí 2025 15:11 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vonast til þess að Íslendingar segi: Já. Vísir/Ívar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. Þetta kom fram í viðtali sem hún gaf Politico. Í umfjöllun Politico er bent á skoðanakönnun Prósents frá lokum síðasta árs. Þar sögðust 58 prósent vera hlynntir atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að ESB, 27 prósent voru andvígir og 15 prósent hvorki né. Hins vegar sögðust 45 prósent hlynntir aðild að ESB, 35 prósent andvígir og 20 prósent hvorki né. „Ég myndi segja að stuðningur almennings við að hefja viðræðurnar á ný sé til staðar,“ er haft eftir Þorgerði, og að viðræðurnar séu brýnar í ljósi stöðu heimsmálanna. Þorgerður sagðist treysta þjóðinni til þess að taka ákvörðun um að halda áfram, og vonast hún til að Íslendingar muni segja já við áframhaldandi viðræðum. Þá vilji hún hraða viðræðunum ef þær yrðu samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu, en haft er eftir Þorgerði að hún viðurkenni að viðkvæm og tilfinningaleg mál verði tekin fyrir, líkt og þau sem varða sjávarútveg, landbúnað og orku. Það væru líklega lykilmál fyrir komandi viðræður. Kristrún Frostadóttir og Ursula von der Leyen í Þórsmörk í dag.European Commission Tilefni viðtalsins var Íslandsheimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem nú stendur yfir. Um heimsóknina sagði Þorgerður að hún undirstriki gott samband Íslands og ESB. Vonandi muni heimsóknin auka samvinnu þarna á milli, hvort sem Ísland gangi til liðs við Evrópusambandið eða ekki. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali sem hún gaf Politico. Í umfjöllun Politico er bent á skoðanakönnun Prósents frá lokum síðasta árs. Þar sögðust 58 prósent vera hlynntir atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að ESB, 27 prósent voru andvígir og 15 prósent hvorki né. Hins vegar sögðust 45 prósent hlynntir aðild að ESB, 35 prósent andvígir og 20 prósent hvorki né. „Ég myndi segja að stuðningur almennings við að hefja viðræðurnar á ný sé til staðar,“ er haft eftir Þorgerði, og að viðræðurnar séu brýnar í ljósi stöðu heimsmálanna. Þorgerður sagðist treysta þjóðinni til þess að taka ákvörðun um að halda áfram, og vonast hún til að Íslendingar muni segja já við áframhaldandi viðræðum. Þá vilji hún hraða viðræðunum ef þær yrðu samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu, en haft er eftir Þorgerði að hún viðurkenni að viðkvæm og tilfinningaleg mál verði tekin fyrir, líkt og þau sem varða sjávarútveg, landbúnað og orku. Það væru líklega lykilmál fyrir komandi viðræður. Kristrún Frostadóttir og Ursula von der Leyen í Þórsmörk í dag.European Commission Tilefni viðtalsins var Íslandsheimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem nú stendur yfir. Um heimsóknina sagði Þorgerður að hún undirstriki gott samband Íslands og ESB. Vonandi muni heimsóknin auka samvinnu þarna á milli, hvort sem Ísland gangi til liðs við Evrópusambandið eða ekki.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira