Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2025 15:48 Margrét Kristín Pálsdóttir er settur lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hún hefur hvorki veitt fréttastofu viðtal í dag né í gær vegna eldsumbrotanna. Bæjarráð Grindavíkur hvetur Margréti Kristínu Pálsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum til að endurskoða nú þegar ákvörðun gærdagsins um takmörkun á aðgengi að Grindavík. Heimamenn hafa mótmælt ákvörðuninni harðlega, telja um mismunun að ræða og jafnvel tilefni til að stefna ríkinu. Lögreglustjóri ákvað í gær að takmarka aðgengi að Grindavík alfarið við heimamenn sem eru alls ósáttir og telja sig til að mynda ekki sitja við sama borð og rekstraraðilar Bláa lónsins sem þó er staðsett töluvert nær eldsumbrotunum. „Bæjarráð hvetur lögreglustjórann á Suðurnesjum til þess að endurskoða nú þegar ákvörðun sem tilkynnt var að kvöldi miðvikudagsins 16. júlí, um takmörkun á aðgengi að Grindavík. Bæjarráð telur að í ákvörðuninni felist mikið ójafnræði gagnvart ferðaþjónustuaðilum í Grindavík, þar sem takmörkun á aðgengi tekur eingöngu til þéttbýlisins í Grindavík,“ segir í ályktuninni. Ekki verði með góðu móti séð á hvaða vísindalegum rökum ákvörðunin sé byggð. Grindvíkingar mótmæltu aðgerðunum með því að loka fyrir umferð um veginn að Bláa lóninu tímabundið eftir hádegi en létu af lokuninni eftir samtal við lögregluþjóna á svæðinu. „Grindavík stafar engin ógn af hraunrennsli frá eldstöðvunum, sem eru langt frá bænum. Ekki virðist heldur vera tilefni til að hafa áhyggjur af loftgæðum í Grindavík, þar sem vindar blása gosmekkinum í aðrar áttir. Aflögun á jarðvegi í bænum mælist engin í þessum atburði og því ekki frekar tilefni til þess að takmarka aðgengi ferðamanna vegna hættu á sprungum heldur en raunin var fyrir eldgosið.“ Bæjarráð hvetur lögreglustjóra til þess að taka ákvörðun sem fyrst um að aflétta takmörkunum á aðgengi að Grindavík. „Þannig að lágmarka megi það tjón sem hlýst af ákvörðuninni fyrir fyrirtæki sem berjast fyrir því að koma starfsemi í ferðaþjónustu í fullan gang, þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði vegna náttúruhamfara undanfarin misseri.“ Grindvíkingar mótmæltu aftur tímabundið á þriðja tímanum og virðist töluverður samhljómur meðal íbúa sem láta hærra í sér heyra en áður. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Lögreglustjóri ákvað í gær að takmarka aðgengi að Grindavík alfarið við heimamenn sem eru alls ósáttir og telja sig til að mynda ekki sitja við sama borð og rekstraraðilar Bláa lónsins sem þó er staðsett töluvert nær eldsumbrotunum. „Bæjarráð hvetur lögreglustjórann á Suðurnesjum til þess að endurskoða nú þegar ákvörðun sem tilkynnt var að kvöldi miðvikudagsins 16. júlí, um takmörkun á aðgengi að Grindavík. Bæjarráð telur að í ákvörðuninni felist mikið ójafnræði gagnvart ferðaþjónustuaðilum í Grindavík, þar sem takmörkun á aðgengi tekur eingöngu til þéttbýlisins í Grindavík,“ segir í ályktuninni. Ekki verði með góðu móti séð á hvaða vísindalegum rökum ákvörðunin sé byggð. Grindvíkingar mótmæltu aðgerðunum með því að loka fyrir umferð um veginn að Bláa lóninu tímabundið eftir hádegi en létu af lokuninni eftir samtal við lögregluþjóna á svæðinu. „Grindavík stafar engin ógn af hraunrennsli frá eldstöðvunum, sem eru langt frá bænum. Ekki virðist heldur vera tilefni til að hafa áhyggjur af loftgæðum í Grindavík, þar sem vindar blása gosmekkinum í aðrar áttir. Aflögun á jarðvegi í bænum mælist engin í þessum atburði og því ekki frekar tilefni til þess að takmarka aðgengi ferðamanna vegna hættu á sprungum heldur en raunin var fyrir eldgosið.“ Bæjarráð hvetur lögreglustjóra til þess að taka ákvörðun sem fyrst um að aflétta takmörkunum á aðgengi að Grindavík. „Þannig að lágmarka megi það tjón sem hlýst af ákvörðuninni fyrir fyrirtæki sem berjast fyrir því að koma starfsemi í ferðaþjónustu í fullan gang, þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði vegna náttúruhamfara undanfarin misseri.“ Grindvíkingar mótmæltu aftur tímabundið á þriðja tímanum og virðist töluverður samhljómur meðal íbúa sem láta hærra í sér heyra en áður.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira