Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júlí 2025 22:23 Guðni Ágústsson, formaður Njálufélagsins, rekur sjálfum sér kinnhest í viðtali í Laugarnesi í Reykjavík, einum sögustaða Njálu. Bjarni Einarsson Njálsbrenna verður sviðsett og Bergþórshvoll brenndur með hópreið 99 brennumanna á fjögurra daga Njáluhátíð sem nýstofnað Njálufélag undir forystu Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, efnir til í Rangárþingi í næsta mánuði. Guðni segir þetta verða tignarlegustu sjón allra tíma. Njálssaga er þekktasta Íslendingasagan en í Rangárþingi eru helstu sögustaðirnir, Hlíðarendi og Bergþórshvoll, þar sem aðalsöguhetjurnar bjuggu, og þar var Njálsbrenna. Og það er ekki tilviljun að í fréttum Sýnar hittum við Guðna í Laugarnesi í Reykjavík en þar er Hallgerður langbrók sögð grafin. „Þessi staður kemur fyrst við sögu í Njálu. Héðan var Glúmur, maðurinn sem Hallgerður elskaði, annar maðurinn,“ segir formaður Njálufélagsins. Frá Bergþórshvoli. Þar var Njálsbrenna, stærsti atburður Njálssögu.Stöð 2 Undir kjörorðunum „Upp með Njálu“ fer Guðni núna fyrir fjögurra daga Njáluhátíð dagana 21. til 24. ágúst næstkomandi. „Þetta verður mögnuð uppákoma. Þetta verður leiklist, þetta verður söngur, þetta verða sögur. Og við setjum loksins á svið þennan harmi þrungna atburð þegar Njáll og synir hans voru brenndir inni. Og Kári slapp út.“ Dagskráin hefst fimmtudagskvöldið 21. ágúst í íþróttahúsinu á Hvolsvelli. Þar verður sungið ljóð Hannesar Hafstein, Skarphéðinn í brennunni, hljómsveitin Hundur í óskilum flytur nýtt efni úr Njálu, auk þess sem Guðni segir landsliðið í leiklist leika valda kafla úr Njálu, þar á meðal kinnhestinn. Síðan stigi hetjur á svið. Horft úr Fljótshlíð í átt að Rauðuskriðu, eins og Stóri-Dímon heitir í Njálssögu. Þessa leið gæti Gunnar á Hlíðarenda hafa riðið á leið í útlegð þegar hann leit til baka og sagði „fögur er hlíðin“ og sneri við.Stöð 2 Stóri dagurinn er laugardagurinn 23. ágúst og hann verður á svæði hestamanna á bökkum Rangár við Hellu, að sögn Guðna. „Þar höfum við reist bæinn Bergþórshvol eins og hann var árið 1011.“ Þangað koma 99 skikkjuklæddir hestamenn sem riðið hafa um langan veg í fótspor brennumanna Bergþórshvols og endurtaka með táknrænum hætti eftirminnilegustu brennu Íslandssögunnar á laugardagskvöldinu. „Þá kemur Flosi inn á völlinn með 99 brennumenn, ríður einn hring, grípur logandi blys, gengur að arfasátunni og kveikir eld. Og bærinn brennur,“ segir Guðni hér í frétt Sýnar: Brekkusöngur verður fram á nótt en á sunnudeginum verður messa í Oddakirkju helguð Snorra Sturlusyni. „Við bjóðum Íslendingum að vera viðstaddir. Þetta er hátíð sem kostar ekkert inn á. Ég trúi því að menn muni mæta og vilja upplifa þennan mikla atburð sem loksins er sviðsettur og verður kvikmyndaefni. Þú getur ímyndað þér - þegar þú sérð 99 brennumenn, skikkjuklædda í skrautreið með tvo hesta hver - ríða inn á völlinn. Þetta verður tignarlegasta sjón allra tíma.“ Hér má sjá ítarlegra viðtal við Guðna um verkefnið: Rangárþing eystra Rangárþing ytra Bókmenntir Hestar Þingvellir Menning Tónlist Leikhús Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Gamlir Fóstbræður sungu fyrir Njál og hans fólk á Bergþórshvoli Það var líf og fjör á Bergþórshvoli í Vestur Landeyjum á slóðum Brennu Njálssögu þegar hópur karla, sem eru í Gömlu Fóstbræðrum mættu á staðinn til að syngja fyrir Njál og hans fólk á bænum. Fóstbræður er elsti karlakór landsins stofnaður 1916. 31. maí 2025 20:04 Njálssaga myndskreytt með 150 teikningum Segja má að Brennu – Njálssaga hafi öðlast nýtt líf og „lifnað“ við með hundrað og fimmtíu teikningum af vettvangi atburða í sögunni. Myndirnar verða notaðar á skólavef aðallega ætluðum framhaldsskólum með styttri texta og útskýringum á tölvutæku formi og auðlesnari máli en í frumritinu 20. febrúar 2022 08:04 Njálurefillinn hlaut menntaverðlaun Suðurlands Njálurefillinn felst í að Brennu-Njálssaga er saumuð með refilsaumi í 90 metra langan refil. 30. janúar 2015 15:22 Sturla skrifaði Njálu - það er nánast óhrekjandi Leitinni að höfundi Njálu er lokið að sögn Einars Kárasonar rithöfundar. Hann segir nánast hafið yfir vafa að Sturla Þórðarson, aðalpersónan í Skáldi, lokabindi þrílógíu hans um Sturlungaöld, hafi varið síðustu æviárunum í skriftir á þessari frægustu bók Íslandssögunnar. 4. september 2012 16:00 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
Njálssaga er þekktasta Íslendingasagan en í Rangárþingi eru helstu sögustaðirnir, Hlíðarendi og Bergþórshvoll, þar sem aðalsöguhetjurnar bjuggu, og þar var Njálsbrenna. Og það er ekki tilviljun að í fréttum Sýnar hittum við Guðna í Laugarnesi í Reykjavík en þar er Hallgerður langbrók sögð grafin. „Þessi staður kemur fyrst við sögu í Njálu. Héðan var Glúmur, maðurinn sem Hallgerður elskaði, annar maðurinn,“ segir formaður Njálufélagsins. Frá Bergþórshvoli. Þar var Njálsbrenna, stærsti atburður Njálssögu.Stöð 2 Undir kjörorðunum „Upp með Njálu“ fer Guðni núna fyrir fjögurra daga Njáluhátíð dagana 21. til 24. ágúst næstkomandi. „Þetta verður mögnuð uppákoma. Þetta verður leiklist, þetta verður söngur, þetta verða sögur. Og við setjum loksins á svið þennan harmi þrungna atburð þegar Njáll og synir hans voru brenndir inni. Og Kári slapp út.“ Dagskráin hefst fimmtudagskvöldið 21. ágúst í íþróttahúsinu á Hvolsvelli. Þar verður sungið ljóð Hannesar Hafstein, Skarphéðinn í brennunni, hljómsveitin Hundur í óskilum flytur nýtt efni úr Njálu, auk þess sem Guðni segir landsliðið í leiklist leika valda kafla úr Njálu, þar á meðal kinnhestinn. Síðan stigi hetjur á svið. Horft úr Fljótshlíð í átt að Rauðuskriðu, eins og Stóri-Dímon heitir í Njálssögu. Þessa leið gæti Gunnar á Hlíðarenda hafa riðið á leið í útlegð þegar hann leit til baka og sagði „fögur er hlíðin“ og sneri við.Stöð 2 Stóri dagurinn er laugardagurinn 23. ágúst og hann verður á svæði hestamanna á bökkum Rangár við Hellu, að sögn Guðna. „Þar höfum við reist bæinn Bergþórshvol eins og hann var árið 1011.“ Þangað koma 99 skikkjuklæddir hestamenn sem riðið hafa um langan veg í fótspor brennumanna Bergþórshvols og endurtaka með táknrænum hætti eftirminnilegustu brennu Íslandssögunnar á laugardagskvöldinu. „Þá kemur Flosi inn á völlinn með 99 brennumenn, ríður einn hring, grípur logandi blys, gengur að arfasátunni og kveikir eld. Og bærinn brennur,“ segir Guðni hér í frétt Sýnar: Brekkusöngur verður fram á nótt en á sunnudeginum verður messa í Oddakirkju helguð Snorra Sturlusyni. „Við bjóðum Íslendingum að vera viðstaddir. Þetta er hátíð sem kostar ekkert inn á. Ég trúi því að menn muni mæta og vilja upplifa þennan mikla atburð sem loksins er sviðsettur og verður kvikmyndaefni. Þú getur ímyndað þér - þegar þú sérð 99 brennumenn, skikkjuklædda í skrautreið með tvo hesta hver - ríða inn á völlinn. Þetta verður tignarlegasta sjón allra tíma.“ Hér má sjá ítarlegra viðtal við Guðna um verkefnið:
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Bókmenntir Hestar Þingvellir Menning Tónlist Leikhús Ferðaþjónusta Tengdar fréttir Gamlir Fóstbræður sungu fyrir Njál og hans fólk á Bergþórshvoli Það var líf og fjör á Bergþórshvoli í Vestur Landeyjum á slóðum Brennu Njálssögu þegar hópur karla, sem eru í Gömlu Fóstbræðrum mættu á staðinn til að syngja fyrir Njál og hans fólk á bænum. Fóstbræður er elsti karlakór landsins stofnaður 1916. 31. maí 2025 20:04 Njálssaga myndskreytt með 150 teikningum Segja má að Brennu – Njálssaga hafi öðlast nýtt líf og „lifnað“ við með hundrað og fimmtíu teikningum af vettvangi atburða í sögunni. Myndirnar verða notaðar á skólavef aðallega ætluðum framhaldsskólum með styttri texta og útskýringum á tölvutæku formi og auðlesnari máli en í frumritinu 20. febrúar 2022 08:04 Njálurefillinn hlaut menntaverðlaun Suðurlands Njálurefillinn felst í að Brennu-Njálssaga er saumuð með refilsaumi í 90 metra langan refil. 30. janúar 2015 15:22 Sturla skrifaði Njálu - það er nánast óhrekjandi Leitinni að höfundi Njálu er lokið að sögn Einars Kárasonar rithöfundar. Hann segir nánast hafið yfir vafa að Sturla Þórðarson, aðalpersónan í Skáldi, lokabindi þrílógíu hans um Sturlungaöld, hafi varið síðustu æviárunum í skriftir á þessari frægustu bók Íslandssögunnar. 4. september 2012 16:00 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Sjá meira
Gamlir Fóstbræður sungu fyrir Njál og hans fólk á Bergþórshvoli Það var líf og fjör á Bergþórshvoli í Vestur Landeyjum á slóðum Brennu Njálssögu þegar hópur karla, sem eru í Gömlu Fóstbræðrum mættu á staðinn til að syngja fyrir Njál og hans fólk á bænum. Fóstbræður er elsti karlakór landsins stofnaður 1916. 31. maí 2025 20:04
Njálssaga myndskreytt með 150 teikningum Segja má að Brennu – Njálssaga hafi öðlast nýtt líf og „lifnað“ við með hundrað og fimmtíu teikningum af vettvangi atburða í sögunni. Myndirnar verða notaðar á skólavef aðallega ætluðum framhaldsskólum með styttri texta og útskýringum á tölvutæku formi og auðlesnari máli en í frumritinu 20. febrúar 2022 08:04
Njálurefillinn hlaut menntaverðlaun Suðurlands Njálurefillinn felst í að Brennu-Njálssaga er saumuð með refilsaumi í 90 metra langan refil. 30. janúar 2015 15:22
Sturla skrifaði Njálu - það er nánast óhrekjandi Leitinni að höfundi Njálu er lokið að sögn Einars Kárasonar rithöfundar. Hann segir nánast hafið yfir vafa að Sturla Þórðarson, aðalpersónan í Skáldi, lokabindi þrílógíu hans um Sturlungaöld, hafi varið síðustu æviárunum í skriftir á þessari frægustu bók Íslandssögunnar. 4. september 2012 16:00